Stefnir - 01.12.1984, Blaðsíða 9

Stefnir - 01.12.1984, Blaðsíða 9
FRIEDMAN Á BLAÐAMANNAFUNDI Friedman á Blaðamannafundi „Ég hef lœrlþaö á minni löngu œvi, uð það er miklu auðveldara að gefa góð ráð enfá aðra tilþess að fara eftirþeim. “ Dagana 28. ágúst til 2. september s.l. dvaldi hér á landi bandaríski hagfræðingurinn Milton Friedman ásamt konu sinni Rose Friedman, sem einnig er hagfræðingur. Milton Friedman hélt hér fyrirlestra í boði Stofnunar Jóns Þorlákssonarog Viðskipta- deildar Háskóla íslands. Eftirfarandi texti er þýðing Hannesar H. Gissurarsonar á fundi Miltons Friedman með íslenskum blaðamönnum. Hannes H. Gissurarson: Ég bið ykkur hjartanlega velkomin til þessa blaðamanna- fundar, með þeim Milton og Rose Friedman, en þau eru hér á landi í boði Stofnunar Jóns Þorlákssonar og Viðskipdadeildar Háskóla íslands. Ég veit, að ég þarf ekki að kynna Fri- edman fyrir ykkur, en hann er tilbúinn til að svara spurningum ykkar. Bogi Ágústsson, Sjónvarpinu: Hafið þér, prófessor Friedman, eitthvað að segja okkur um ísienska hagkerfið?Teljiö þértil dæmis, að kenningar yðar geti átt við um eins lítið hag- kerfi og hið íslenska, þar sem þær hafa orðið til í miklu stærra hagkerfi? Milton Friedman: Ef kenningar mínar eiga ekki eins vel við um ísland og um Bandaríkin, þá eru þær ekki fullnægjandi kenningar. Hag- fræðin fæst við starfsemi einstaklinga, fyrir- tækja, félaga og annarra eininga atvinnulífs, og hana verður auðvitað að nota með öðrum hætti með fámennri þjóð en fjölmennri, en kenningarnar eru hinar sömu. En svo að ég víki að spurningu yðar, hef ég ekki verið hér nema : tíu klukkutíma, og sex þeirra hef ég sofið! Það, sem ég veit um íslenskt atvinnulíf, hef ég úr skýrslum og gögnum Seðalabanka íslands, sem ég las í flugvélinni á leiðinni hingað, og það nægir ekki til þess að segja neitt um einstök atriði. Bogi Ágústsson: Þér hafið með öðrum orðum ekkert lausnarorð á reiðum höndum? Milton Friedman: Nei, ég hef lausnarorðið fyrirykkur íslendinga. Bogi Ágústsson: Og megum við fá að heyra það? Milton Friedman: Þetta orð er frelsi! Það hefur reynst nytsamlegra en flest annað til þess að leysa úr málum. Atvinnulíf ykkar er mjög smátt í sniðum, og líklega er frelsið ykkur enn nauð- synlegra en fjölmennari þjóðum. En ég skal nefnaykkureittdæmi. íslenska ríkið rekureina sjónvarpsstöð og eina útvarpsstöð, sem sendir út átveimur rásum. Þaðfrelsi, sem ég er að tala um, hefði í för með sér, að upp risu útvarps- og sjónvarpsstöðvar í eigu einstakl- inga, sem kepptu síðan hverjir við aðra um hylli hlustenda. ísland er auðvitað lítið land, svo að hér væri ekki svigrúm fyrir margar slíkar stöðvar. En hér mætti þó að minnsta kosti reka fleiri útvarpsstöðvar en þær tvær, sem eru í eigu ríkisins. Guðmundur Magnússon, Morgunblaðinu: Prófessor Friedman, sumir saka yður um að ganga erinda efnamanna með kenningum yðar. Hvernig svarið þérslíkum ásökunum? Milton Friedman: Þær eiga ekki við nein rök að styðjast. Markaðskerfið er mikilvirkasta tækið, sem enn hefur fundist til þess að breyta fátæklingum í efnafólk. Sannieikurinn ersá, að hvergi er meiri munur á bestu og verstu lífs- kjörunum en í löndum samhyggjumanna. Miklu meiri munur er á lífskjörum valdsmanna og venjulegs fólks í Ráðstjórnarríkjunum, að þjóðin skiptist í fámennan forréttindahóp og fjölmenna undirstétt, sem býr við óskaplega eymd. Þetta sjáum við hvergi, þar sem atvinnu- lífið er sæmilega frjálst. Ef við ætlum að virða fyrir okkur muninn á markaðskerfi og mið- stjórnarkerfi í þessu tilliti, þá þurfum við ekki að gera annað en fara til Hong Kong og bera það saman við Kína. Sannleikurinn er sá, að í markaðskerfinu getur fólk aðeins efnast með því að bjóða fram þjónustu, sem öðrum kemur að notum. Það getur ekki efnast með því að seilast í vasa náungans. En það, sem ein- kennir á hinn bóginn ríkið, er, að þar er verið að eyða annarra manna fé. Og þetta fé er fengið með því að seilast í vasa náungans. Þess vegna segi ég það, að samhyggjumenn ganga í rauninni erinda forréttindahópanna, en frjáls- hyggjumenn og stuðningsmenn markað- skerfisins hafa þá hugsjón, að allir eigi að fá tækifæri. Jónas Guðmundsson, NT: Má ég vekja máls á öðrum ásökunum, sem á yður hafa verið bornar? Því er viða haldið fram, að kenningar yðar hafi reynst illa í framkvæmd, til dæmis í Chile, ísrael og Bretlandi. Verðbólga er að STEFNIR 9

x

Stefnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.