Stefnir - 01.12.1984, Blaðsíða 20
Hillir undir
frjálst útvarp
Fyrir ötula forystu Ragnhildar Helgadóttur
menntamálaráöherra hillir nú loksins undir ný
útvarpslög, sem fela það í sér aö einkaréttur
Ríkisútvarpsins er afnuminn. Ný útvarpslög
munu í senn staðfesta rétt manna til tjáningar
meö þeirri tækni sem tiltæk er á hverjum tíma
og ganga mjög í sömu átt og almenn viðhorf
gagnvart útvarps- og sjónvarpsrekstri. Frum-
varp þessa efnis var strax í upphafi þings lagt
fram af menntamálaráðherra í neðri deild
Alþingis og síðan vísað til menntamálanefndar
til umfjöllunar. Eins og venja ertekuralltaf tölu-
verðari tíma að kalla eftir umsögnum og fá
menn, sérfræðinga eða hagsmunaaðila í við-
töl áður en nefndarálit liggur fyrir. Hin þinglega
meðferð í nefndum getur tekið mjög misjafn-
lega iangan tíma, en í þessu tilfelli hefur starf-
inu miðað vel áfram í menntamálanefndinni
undirforystu Halldórs Blöndals alþingismanns
enda lögð á það sérstök áhersla af hálfu
Ragnhildur Helgadóttir.
menntamálaráðherra. Nú virðist flest benda til
þess að frumvarpið verði að lögum snemma á
vordögum, að vísu seinna en vonir stóðu til í
upphafi. En hvernig hefur afstaða flokkanna á
Alþingi birst enn sem komið er gagnvart hug-
myndinni um frjálst útvarp? 1 stuttu máli má
segja, að Sjálfstæðisflokkurinn og Bandalag
Jafnaðarmanna taki skýra afstöðu með frjálsu
útvarpi, með sem minnstum hömlum. Alþýðu-
flokkurinn virðist fylgjandi frjálsu útvarpi í ein-
hverri mynd, en hefur þó dregið lappirnár og vill
strangt eftirlit með útvarpsrekstri. Framsókn-
arflokkurinn er algerlega tvískiptur í afstöðunni
til málsins. Drjúgur hluti þingflokksins er ein-
dregið á móti öllum breytingum og vill einkarétt
ríkisútvarpsins áfram, en hópur frjálslyndari
þingmanna er opinn fyrir breytingum, þó með
ströngu eftirliti. Alþýðubandalag og Samtök
um kvennalista eru í eðli sínu algerlega andvíg
frjálsu útvarpi. Báðirþessirflokkarnota aðvísu
sama orð, þ.e. frjálst útvarp, en fjalla um allt
annan hlut og báðir flokkarnir vilja veg og
umsvif ríkisútvarpsins sem allra mest. Þannig
hefur kvennalistinn lagt fram annað frumvarp
til útvarpslaga þar sem kröfunni um aukið frelsi
til útvarpsreksturs er mætt með hugmynd um
að opna rás 3, þar sem ýmis félagssamtök og
einstaklingar gætu fengið inni með efni. Þykir
sumum þetta skrítin skilningur í því hvað felst
í auknu frelsi.
Hvað frumvarpið sjálft varðar, þá er alveg
Ijóst að það er verulega gallað, bæði eru frelsinu
settar alltof miklar skorður og þar að auki er það
að ýmsu leyti nú þegar orðið úrelt vegna hinnar
hröðu þróunar sem á sér stað í þessum
málum. Útvarpslagafrumvarpið ber öll merki
þess að vera allsherjar samkomulag milli mjög
ólíkra viðhorfa og að því leyti er mikið af þeirri
gagnrýni sem sett hefur verið fram um það að
undanförnu á rökum reist. Sjálfstæðismenn á
Alþingi munu með glöðum huga standa að
breytingum á frumvarpinu í átt til aukins frjáls-
ræðis, en þó með því skilyrði að það stefni ekki
afgreiðslu frumvarpsins í hættu. Það er mat
Sjálfstæðisflokksins að svo brýnt sé að fá fram
breytingar í útvarpsmálum að betra sé að fá
fram einhverjar breytingar núna strax heldur
enaðtefjamálið. Því máekki heldurgleymaað
lögin ber að endurskoða innan þriggja ára,
þannig að þá er hægt að færa mál til betri vegar
í Ijósi þeirrar reynslu sem fengist hefur.
PINGMENN SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS^ Reykjavík ÁRN1 joHNSEN, 3. þm.Sf!^HRAMIRÆ!'ReyMvTúMeS ”
Ar BERT GUÐMUNDSSON. fjármálará , JÓNSSON 11. landskjörinn þm. - ELLERT _criðR1KSOPHUSSON, 2. þm., Reykjavik
7 hm Norðurlkjörd. eystra - MATTHIAS B eINARSSON, 9. landskjorinn þm. V*-L nRKFI cDóTnR„forsetr efn deildar, 4. þm., Ke>J )
<■ Þ--. III—
Suðurlandskjörd. - PORVAEUUis ... ,m»i
1
H ■
4
ÞINGMAL