Stefnir - 01.12.1984, Blaðsíða 28

Stefnir - 01.12.1984, Blaðsíða 28
AÐALFUNDUR HEIMDALLAR Aðalfundur Heimdallar Aöalfundur Heimdallar var haldinn þann 15. september síðast liöin. Þrátt fyrir prentara- verkfall og blaðaleysi var fundurinn vel sóttur. Fundarstjóri var Geir H. Haarde formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna. í skýrslu fráfarandi stjórnar kom fram að starfið var að mestu með hefðbundnum hætti á síðasta starfsári. Útgáfustarf skipaði sem fyrr veg- legan sess í starfinu. Nýr Skóli, sem er blað sem dreift er í alla framhaldsskóla landsins, kom tvisvar út á árinu, gefið var út smáritið „Ósýnilega höndin" og ferðamálarit var gefið út síðast liðið sumar. Sigurbjörn Magnússon var endurkjörinn formaður Heimdallar, en aðrir í stjórn voru kjörnir: Baldvin Einarsson, Benedikt Bogason, Drífa Hilmarsdóttir, Eiríkur Ingólfsson, Elín Hirst, Gísli Gíslason, Hákon Örn Arnþórsson, Kristján B. Ólafsson, Rósa Guðbjartsdóttir, Sigurbjörn Þorkelsson og Þór Sigfússon. Á fundinum var samþykkt stjórnmálaálykt- un. í henni segir meðal annars: „Aðalfundur Heimdallar haldinn 15. sept- ember 1984 lýsir yfir fullum stuðningi við stefnu núverandi ríkisstjórnar. Núverandi ) ríkisstjórn tók við þrotabúi síðustu vinstri stjórna. Verðbólga var komin yfir 130% og stöðvun atvinnulífsins blasti við. Ríkis- stjórnin greip þegar til markvissra aðgerða, sem nú hafa skilað ótvíræðum árangri, komið verðbólgunni niður í 15-20%, haldið gengi stöðugu til hagsbóta fyrir alla almenn- ing. Þá hefur náðst að tryggja fulla atvinnu þrátt fyrir aflabrest og minni þjóðartekjur. Ríkisstjórnin hefur auk þessa beitt sér fyrir stórfelldum breytingum á mörgum sviðum, auknu frelsi í banka- og gjaldeyrisverslun, afnámi verðlagshafta og niðurfellingu hins óréttláta ferðamannaskatts. Gjörbreyting hefur orðið í stóriðjumálum og ástæða er til að fagna sérstaklega nýgerðum álsamningi sem allt bendir til að sé íslendingum ákaf- lega hagstæður. Enn fremur leika nú ferskir vindar um ráðuneyti menntamála. Þessi árangur er þó ekki nægilegur. Nauðsynlegt er að ná verðbólgunni enn frekar niður og hefja nýja sókn í atvinnumálum þjóðarinnar svo auka megi framleiðni og verðmæta- sköpun, en einungis þannig er hægt að bæta lífskjör fólksins í landinu." „Heimdallur leggur sem fyrr áherslu á ein- staklingsfrelsi og frjálst markaðskerfi. Útflutningsverslunina þarf aö gefa frjálsa, hverfa verður frá því steinrunna ríkisinn- kaupakerfi sem nú tíðkast um ol íuinnkaup til landsins. Verslun með grænmeti og kart- öílur verði gefin frjáls. Sömuleiðis verði verslunarálagning og opnunartími verslana gefinn frjáls. Horfið verði frá ríkisverndaðri einokun í verktakastarfsemi á Keflavíkur- flugvelli. Setja þarf lög gegn einokun og hringamyndun og fella brott samkeppnis- hömlur hvar sem þær er að finna í efnahags- lífinu. Heimdallur hefur ætíð barist gegn því að ríkið sé að vasast í rekstri sem betur er kom- inn í höndum einstaklinga. Fyrir síðustu kosningar eins og svo oft áður gaf Sjálf- stæðisflokkurinn stór loforð um sölu á ríkis- fyrirtækjum. Lítið hefur orðið um efndir, ef undan er skilin vaskleg framganga iðnaðar- ráðherra. í nýgerðri verkefnaáætlun ríkis- stjórnarinnar er gert ráð fyrir stofnun eignar- haldsfyrirtækis sem á að hafa með höndum eignir ríkisins í atvinnufyrirtækjum. Heim- dallur leggur mikla áherslu á að megintil- gangur þessa fyrirtækis sé að auðvelda sölu ríkisfyrirtækja og fyrirtækja sem ríkið á hlut- deild í. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ætíð talið sig merkisbera þeirra sem vilja sem minnst íþyngja borgurunum með opinberum afskiftum og skattheimtu. Heimdallurfagnar því fyrirheiti sem fram kemur í nýgerðri verk- efnaáætlun ríkisstjórnarinnar, að afnema skuli tekjuskatt af öllum almennum launa- tekjum en lýsir jafnframt yfir vonbrigðum sínum með að hér skuli ekki vera um að ræða allsherjarafnám tekjuskattsins. Alls- herjarafnám tekjuskattsins er raunhæfasta kjarabótin eins og ástandið er í þjóðfélaginu í dag. Heimdallur minnir ennfremur á að sumir hinna svokölluðu vinstri stjórnar skatta, sem lofað var að afnema, eru enn í fullu gildi og að ekki er komið í framkvæmd hið gamla stefnumál flokksins um að heimili skuli skattlögð jafnt, hvort sem fyrirvinnan er ein eða fleiri. Það hefur lengi verið eitt af meginatriðum í stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins, að ein- staklingum sé gert kleyft að eignast sitt eigið húsnæði. Fyrir síðustu kosningar boðuðu báðir stjórnarflokkarnir að stefnt skyldi að 80% lánshlutfalli með fjármagni frá Hús- næðisstofnun ríkisins. Því fer fjarri að það markmið hafi náðst þótt vissulega hafi miðað í áttina. Þannig hefur lánshlutfallið hækkað úr 19% í tíð síðustu ríkisstjórnar í 29.1 % nú. Við það bætist, að lán til einstak- linga hafa hækkað meira og útgreiðslum flýtt, sem hlýtur að koma þeim sérstaklega vel sem eru að byggja í fyrsta skipti. Heim- dallur leggur áherslu á að markvisst verði unnið að því á næstunni að styrkja hús- næðislánakerfið. Heimdallur fagnar því að Sjálfstæðisflokkurinn barðist einn flokka á Alþingi gegn því að leiguréttarfélögum eins 24 STEFNIR

x

Stefnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.