Stefnir - 01.12.1984, Blaðsíða 5

Stefnir - 01.12.1984, Blaðsíða 5
I Ritstjóraspjall Eiríkur Ingólfsson All miklar tafir hafa orðið á útgáfu Stefnis á þessu ári. Orsakirnar eru margvíslegar, en þyngst vegur þó margra vikna prentaraverk- fall, sem skall á um miðjan september. Áskrifendur eru beðnir velvirðingar á þessum töfum og reynt verður af fremsta megni að koma betri reglu á útgáfutíma blaðsins eftirleiðis. Ástæða er til að þakka skilvíslegar greiðslur árgjalds, en það er forsenda þess að blaðið geti komið út í því formi sem verið hefur. Ritstjóraskipti verða á Stefni frá og með þessu tölublaði. Hreinn Loftsson sem ritstýrt hefur blaðinu síðast liðin tvö ár hefur haldið af landi brott til framhaldsnáms. Er honum hér með þakkað mikið og gott starf í þágu blaðsins. Við blaðinu tekur maður sem ekki hefur áður fengist við blaðaútgáfu af þessu tagi. Vonandi tekst þó að vinna að áfram- haldandi uppbyggingu blaðsins og er von- andi að lesendur fyrirgefi þá agnúa sem fram kunna að koma á blaðinu á næstunni. Allar ábendingar frá lesendum um efni og útlit blaðsins eru jafnan vel þegnar. Upphaflega var ætlunin að helga þetta tölublað fjármagnsmarkaði á Islandi, í ljósi þeirra breytinga sem núverandi ríkisstjórn hefur staðið að í banka-, viðskipta- og gjaldeyrismálum, en ýmissa hluta vegna verður það efni að bíða næsta blaðs. í Stefni er að þessu sinni birt þýðing Hann- esar H. Gissurarsonar á blaðamannafundi sem haldinn var með bandaríska hagfræð- ingnum Milton Friedman, þegar hann kom hingað til lands í haust. Þá er birt erindi eftir Lorvarð Elíasson skólastjóra Verslunar- skóla Islands, en erindi þetta var flutt á ráð- stefnu sem Samband ungra sjálfstæðismanna hélt á norðurlandi. Erindi þetta er athygl- isvert innlegg í þá umræðu sem nú fer fram í þjóðfélaginu og ekki síst meðal ungra sjálf- stæðismanna, um framtíð velverðarríkisins. Þá birtist hér lesendum til fróðleiks rúm- lega 30 ára gömul grein eftir Ólaf Björnsson prófessor, þar sem hann fjallar um samskipti ríkisvaldsins og hagsmunasamtakanna. Grein þessi birtist í Stefni árið 1953, en efni hennar hefur síður en svo rýrnað að gildi með árunum. STEFNIR 5

x

Stefnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.