Blik - 01.04.1948, Side 6

Blik - 01.04.1948, Side 6
2 B L I K leiða, hvað ég skyldi helzt rabba um við ykkur í þessari „hug- vekju“. Rétt í þeirri andrá hófst lestur 12. Passíusálmsins í útvarp ið. Sálmarnir eru lesnir þar nú á föstunni, eins og þið vitið. Þessi sálmur fjallar um iðrun Péturs. Pétur þar sat í sal hjá sveinum inni. Tvennt hafði hanagal heyrt að því sinni. Áður en haninn gól tvisvar, hafði Pétur afneitað meistaran- um, læriföður sínum, þrisvar. Þið kannizt mæta vel við þessa sögu. Tveir af lærisveinum Jesú brugðust honum. Júdas sveik hann í hendur óvinanna. Hann iðraðist og svipti sig lífinu. Iðr- unartilfinningin, — sektarkennd- in — gjörði meir en að beygja hann, hún braut hann. Pétur missir kjarkinn ,þegar mest reynir á hann. Hann ann þá heitar stundlegu frelsi sínu og lífi en sannleikanum. Sál hans, andi hans, er ekki frjáls heldur í fjötrum. Pétur sver og sárt við leggur, að hann þekki ekki Jesú, að því er virðist af einskærri bleyði- mennsku. Þegar við lesum þess,a frásögn, vitum við eiginlega ekki, hvort við eigum heldur að vor- kenna Pétri éðá reiðast við hann. Var Pétur ekki bjargið, sem meistarinn vildi byggja á? Sá Jesús svona illa, hvað í Pétri bjó, — veiklun hans og hugleysi? Víst þekkti Jesús þennan galla á Pétri, — en hann þekkti líka góðmálminn í honum, gullið í sálu hans. Þessi iðrunarstund Péturs var veigamikið augnablik í ævi hans og lífi. Aldrei hefði Pétur orðið það, sem hann varð, ef hann hefði ekki lifað þessa iðrunar og reynslustund og liðið þessa nið- urlægingu. Nú þekkti hann sjálf- an sig. Hann harmaði veiklun sína og hugleysi. Iðrunargráturinn bræddi sor- ann úr sálu hans. Guð herti hann í skóla reynslunnar. Á stundu iðrunarinnar glímdi Pétur við guð sinn og sigraði. Eftir þá stund átakanna var Pét- ur bjargið, sem aldrei brást. Hann lét áð lokum lífið fyrir trú sína á meistarann og dyggð sína og hollustu við kenningar hans. Hér eftir gerði hann hiklaust það eitt, sem hann vissi, að var satt og rétt. Ég sagði, að Pétur hefði glímt við guð sinn á stundu iðrunar- innar og fengið sigur. Hvers vegna kemst ég svona að orði? — Það vil ég segja ykkur. I 1. Mósebók er sagt frá ung- um manni, sem glímdi við guð. Ég hirði ekki um að rekja söguna eins og hún er skráð þar, heldur

x

Blik

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Blik
https://timarit.is/publication/1522

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.