Blik - 01.04.1948, Qupperneq 10

Blik - 01.04.1948, Qupperneq 10
(i B L I K móður að lesa upp sömu söguna dag eftir dag, og oft á dag. Og ef ég verð amma, er ég ákveðin í að lesa fyrir barnabörnin mín eins oft og þau vilja, jafnvel þó að það verði sama sagan. Gréta. III. b. — o — I sumarleyfi. Fagran sumardag lagði ég af stað frá dvalarstað mínúm efst í Biskupstungunum áleiðis til að skoða Gullfoss. Ó, hve fagurt var um að litast. Sólin Ijómaði í heiði og loftið ómaði af marg- rödduðum fuglasöng. Innan um grasið og kjarrið uxu margskon- ar falleg blóm og reyr. Hvílíkur ilmur! Gaman er að skoða blóm- in og sjá, af hve miklum hagleik þau eru gerð. Og þau eru lifandi, þau anda og breiða krónuna móti blessaðri sólinni, til að geta drukkið sem mest í sig af hinum lífgefandi geislum hennar. Blóm- in eru sköpuð til að veita okkur gleði og ánægju. En kunnum við að meta þau? Áfram hélt ég og kom brátt að litlu vatni. Hér var fegurðin ekki minni. í dimmbláu vatninu speglaðist fagurblár himinninn með geislandi sól, en í kring var iðgrænt sefið. Þarna voru fann- hvít svanahjón með 4 litla unga. Þau höfðu ekki tekið eftir mér og syntu þarna fögur og tignar- leg með börnin á milli sín. „Mér sýndist þau vera svo falleg í fram an, svolítil álftabörn." Allt var kyrrt og hljótt. Að- eins í fjarska heykðist þungur niður fossins. Það var eins og allt andaði friði. Að baki mér var hátign jöklanna. Þarna stóðu þeir og héldu vörð yfir óbyggð- inni, svo traustir og svipmiklir, en framundan mér steyptist foss- inn með beljandi krafti. Hér var kyrrlátur staður, þar sem fegurð og friður réðu ríkjum. Ég hélt nú áfram og nálgaðist fossinr. Niður hans varð æ hærri og sterk ari, og loks blasti hann við mér í allri sinni hrikalegu fegurð. Ég gekk út á klettasnös og horfði eins og í leiðshi á lians „magn- þrungnu mynd“. Þarna beljaði áin fyrir ofan, straumhörð og þung, og steyptist svo hvítfyss- andi fram af brúninni niður í dimm og þröng gijúfrin. í riðan- um uppi yfir honum myndaðist sú dásamlegasta litfegurð, sem ég hefi séð á ævi minni. Þessar gbtr andi úðaperlur dönsuðu þarna í sólskininu, og sjálfur var fossinn eins og sveipaður glitofinni skikkju, þegar sólin skein á hann gegnum úðaslæðuna. Þegar ég hafði notið þessarar unaðsríku fegurðar, sneri ég heim á leið og sá þá aftur svana hjónin með börnin sín, en nú voru þau kom- in upp á lítinn hólma inni í sef-

x

Blik

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Blik
https://timarit.is/publication/1522

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.