Blik - 01.04.1948, Blaðsíða 17

Blik - 01.04.1948, Blaðsíða 17
B L I K !3 risu og hann ga£ lágt ámátlegt ýlfur frá sér. Mér varð það strax ljóst, að eitthvað hvítt, þokukennt í mannsmynd leið niður gjáar- vegginn til okkar. Kaldur hrollur fór um mig og hjartað barðist í brjósti mér. Eg get ekki lýst því með or'ðum. hvernig mér var innanbrjósts þessa stundina. Nú varð að duga eða drepast. Ég spyrnti skíðastöfunum í jörðina og tók á af öllum kröft- um. Bilið milli mín og vofunnar var um það bil 10 metrar. Því hraðar, sem ég fór, því hraðar fór vofan og bilið á milli okkar virtist vera það sama og í fyrstu. Ég beit á jaxlinn og hét því, að ég skyldi sleppa undán djöfsa. Aldrei á minni lífstíð hefi ég far- i'ð eins hratt á skíðum og í þetta skipti. Nú nálgaðist hún mig æ meir og ég sá hana greinilega, klær voru á höndum og fótum ■og það stafaði frá hauskúpunni. Ég beygði fyrir hæð nokkra, og er ég leit aftur, varð ég einskis var. Ég komst heilu og höldnu til Skeggjastaða og fékk þar góð- ar viðtökur. Ég sagði frá því, sem komið hafði fyrir mig, og spurði Hávarð út í það. Eftir því, sem hann sagði mér, hafði einu sinni maður orðið úti við þessa kletta og gengið aftur. Ég gisti á Skeggjastöðum um nóttina, en daginn eftir fór ég heim og fylgdu mér tveir menn og gekk sú ferð vel. Ég sagði föð- ur mínum og öðru heimafólki frá þessu og hrósaði hann mér fyrir snarræði mitt og dugnað. Ég hefi oft farið þessa leið síð- an, en einskis orðið var. Vigfús Guðmundsson II. bekk. — o — Atburðarikur dagur. Ólyginn sagði mér frá eftir- farandi atburðum, og skrifa ég þá eins og þeir festust mér í minni, en frásögnin hljóðaði á þessa leið: „í fyrravetur var ég í alþýðu- skóla, þar sem heimavist var, og eins og oft vill verða, þar sem margt fólk er samvistum, var þar margt rætt, bæði satt og logið. Eitt aðal umræðuefni okkar var hinn liræðilegi draugagang- ur, sem vera átti í skólanum. Það var margsannað, að svo var, eftir því sem sumir vildu halda fram, og átti hann sérstaklega að vera magnáður í stofu þeirri, er yngri deild var kennt í og saumastofu þar inni af, að ógleymdri sund- lauginni, en þaðan áttu meðal annars að heyrast hljóð, er bentu til þess, að verið væri að stinga sér í vatnið, þótt vitað væri, að þar gat enginn verið. Ég var ein af þeim fáu, sem töluðu frekar á

x

Blik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Blik
https://timarit.is/publication/1522

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.