Blik - 01.04.1948, Qupperneq 19

Blik - 01.04.1948, Qupperneq 19
B L I K 15 < heima og geima, En allt í einu staðnæmist hann fyrir framan fatahengið, snýr að vísu baki í það, tyllir sér á tær og hlammar sér því næst af vo'ða afli niður á tærnar á vesalings drengnum okkar, og varð þess valdandi, að hann, sem átti sér einskis ills von, rak upp óttalega felmstfullan skræk. Hirði ég ekki um að skýra nánar frá afskiptum þeirra. Eitt er víst, að piltur var fljótur að komast út og ekki minnist ég þess, að hann hafi eftir það brot ið skólareglurnar á þennan hátt. Skömmu síðar gengum við til hvílu, en ekki höfðum við sofið lengi, þegar við vöknuðum við feiknalegan hávaða, sem kom fiá neðri hæðinni, þar sem kennslustofurnar eru og heyrist okkur eins og hvað eftir annað sé staðið upp af stólunum í yngri deildarstofunni og ekki batnaði nú, þegar saumavélarnar fara all- ar af stað af fullum krafti. Við þjótum fram á gang og hittum þar stelpur af næstu herbergjum, sem höfðu heyrt háváðann og á- kváðum við svo nokkrar að fara niður og vita, hvað þessu muni valda. Alla leiðina niður heyrum við sömu lætin þar til við vorum komnar áð dyrunum, þá dettur allt í dúnalogn. Við áræðum að opna dyrnar og -líta inn, en þar er ekkert að sjá, allt með sömu kjörum og kvöldið áður. „Allt er þegar þrennt er,“ seg- ir máltækið, enda kom ekki fleira markvert fyrir mig þann sólarhring. En síðan, er drauga- gangur er færður í tal við mig, reyni ég að beina umræðunum á aðra braut, því að ég veit, að það, sem ég héyrði þetta kvöld, var ekki af mannavöldum, hvað sem það hefir verið.“ Þannig lauk sögumaður minn frásögn sinni og sél ég hana ekki dýrara en ég keypti. Karólina Jónsdóttir II. bekk. — o — VoSirni reiesfri. Það var daginn fyrir „Þjóðhá- tíðina“. Ég gekk niður á bryggju til þess að sjá fólkið, sem var að koma með ,Stokkseyrarbátnum‘. Á bryggjunni stóðu gömul hjón, sem ég þekkti mjög vel. Ég gekk til þeirra og fór að tala við þau. Þau kváðust vera að taka á móti syni sínum, sem þau hefðu ekki séð í þrjú ár. Loksins var hann að koma. En hvað þau hlökkuðu til. Þau voru í sínum beztu föt- um og gleðin og eftirvæntingin skein af svip þeirra. Hvað skeður? Drengurinn þeirra kemur með þeim síðustu upp úr lestinni. Það verður að draga hann npp á bryggjuna eins og hvert annað

x

Blik

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Blik
https://timarit.is/publication/1522

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.