Blik - 01.04.1948, Page 26

Blik - 01.04.1948, Page 26
22 BLIK ÞÁTTUR SKÁTA ,,Ef við lítum yfir farinn veg og finnum gamla slóð, færast löngu liðnar stundir okk- ur nær, því að margar standa vörður þær, sem einhver okkar hlóð upp um fjöll, þar sent vorvind- urinn hlær.“ Það var fyrir 10 árum síðan, þann 22. febrúar 1938, áð 24 drengir komu saman hér uppi í Barnaskóla og stofnuðu félag, skátafélag. Þetta er ef til vill í sjálfu sér enginn merkisviðburður, enda ypptu víst ýmsir öxlum og brostu, þegar skátarnir fóru að „stripplast“ á götunum með ber hné og barðastóra hatta. Samt fór það nú svo, að þetta félag var 10 ára nú fyrir skömmu. Jón Oddgeir Jónsson, fulltrúi Slysavarnafélags íslands, sem dvaldi hér um þessar mundir, að stoðaði við stofnunina, en fyrsti foringi félagsins var Friðrik Jes- son. Þessir 24 drengir hófu síðan skátastarfið af eldlegum áhuga og bjartsýni, en áhugi þeirra og bjartsýni var einasta veganesti félagsins í byrjun. Margir hinna ráðandi manna innan bæjarfélagsins hafa sýnt fé- laginu mikinn áhuga og velvild frá upphafi. T. d. varð Páll heit- inn Bjarnason skólastjóri nafn- gjafi þess og nefndi það Faxa. Núverandi stjórn skátafélagsins „Faxa“.

x

Blik

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Blik
https://timarit.is/publication/1522

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.