Blik - 01.05.1961, Page 16
14
B L I K
Stína litla er Kristín dóttir
Steinvarar Lárusdóttur og Ein-
ars Bjanasonar, frá Dölum, sem
flutt voru vestur um þessar
mundir.
Sigurður Árnason var Mýr-
dælingur, sem vestur fór um
1876. Hann var kvæntur Önnu
Gísladóttur úr Landbroti. Þau
áttu marga syni. Þau hjón, Sig-
urður og Anna voru mjög hjálp-
leg vesturförunum héðan og úr
Mýrdalnum, þegar vestur kom.
Lárus mun hafa þekkt Sigurð
áður, því að hann var frá Gilj-
um í Mýrdal, en þangað giftist
systir Lárusar.
Hver þessi Þórarinn er, sem
um getur í bréfinu, er mér ekki
kunnugt. Sennilega hefur hann
verið einhver trúboði.
Ólöf, sem bréfið getur um, er
Ólöf Lárusdóttir húsfreyja á
Kirkjubóli hér á eyju, dóttir Lár-
usar á Búastöðum. Hún var gift
Guðjóni Björnssyni bónda á
Kirkjubóli. Hinn nýfæddi sveinn
mun hafa verið Bergur Guð-
jónsson, sonur þeirra hjóna á
Kirkjubóli. Hann var fæddur 5.
júlí 1894 (D. 5. maí 1944).
Gísli Lárusson, bróðir Jó-
hönnu, er um þetta leyti í Álsey
til lundaveiða. Munu þeir Áls-
eyingar hafa fyrsta skipti haft
hjá sér í eynni bát þetta sumar,
til millíferða og filskveiðla til
matar. Þetta gafst all vel og
þótti mikið hagræði.
Og svo kemur þá bréfið:
Búastöðum, h, 16. júní 1894.
Mín heitt elskaða góða dóttir Jó-
hanna.
Góður Guð gefi þér, manni þín-
um og litlu Rós allar stundir til á-
nægja og farsældar til lífs og sálar.
Nú loksins tek ég mér penna í
hönd og setzt við að rita ykkur
nokkrar línur í þeirri von og með
þeirri hjartans heitustu ósk, að þær
mættu finna ykkur öll heil og glöð
á húfi, eins og okkur öllum þínum
hér heima líður bærilega, lofaður
veri góður Guð um alla tíð.
Við foreldrar þínir höfum haft
all góða heilsu liðinn vetur að þess-
um degi, nema hvað þreytan fer æ
í vöxt. Samt er mamma þín þetta
lökust af sínum gamla verki og lítt
skriðkná öðru hvoru. í innflúensu-
só'ttinni lági(m við bæði nokkra
daga, hún þó færri en ég. En nú
erum við bæði vesöl og þó fremur
hún. Við höldum það eftirstöðvar
inflúensusóttarinnar, því að nú
gengur hér aftur almennt bólga í
öllum líkamanum bæði útvortis og
innvortis, með magnleysi, svefn-
leysi og lystarleysi. En öllum hefur
skánað eftir nokkra daga.
Ég veit ekki, hvað ég á helzt að
segja þér í fréttum. Víst er nóg til,
ef ég myndi eftir þeim. Ég hefi sagt
Steinku systur þinni dálítið, helzt
af heimilishögum okkar heima og
aflaleysi með fleiru, sem ég hefi
beðið hann að sýna þér, eins og ég
vil biðja þig að lofa henni að lesa
bréf þín, ef nokkurs væru nýt.
Hér hafa fáir dáið í vetur, sízt
af gagnsfólki. Þá má nefna Ingi-
mund frá Draumbæ, sem dó úr inn-
flúensusóttinni, og 4 önnur gamal-
menni af sveitinni, flest, sem ég
get ekki verið að telja upp. Nú er
líka nýdáinn Þorsteinn í Móhúsum,
mesti aumingi langa tíð, sem þú
þekkir.
Þessi nefnda sótt hefur drepið