Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1927, Blaðsíða 44
í hjeraöinu og flaskan seld á 8 kr. — Isaf jaröar. 2 læknar sviftir
rjetti til aö gefa áfengisávísanir. Tolleftirlit hefir veriö til mikilla bóta,
svo og að láta innsigla áfengi á fyrstu höfn og brjóta ekki innsigliö fyr
en lagt er af stað til útlanda. — Mi ö f j a:r ö a r. Þaö er fáránlegt fyrir-
brigöi, hversu 'læknastjettin hefir mætt ofstækisfullum árásum frá presta-
stjett landsins, því vart skyldi maður halda, að slíkt kæmi frá hinum
,,kölkuöu gröfum“. Er því haldiö fram, aö læknar geri sjer breyskleika
náungans að fjeþúfu. Hjer i hjeraðinu eru nokkrir eldri menn, vinhneigö-
ir, en þó ekki áberandi, og fara ekki illa með vín. Eg hefi áður haft þá
reglu, að gera slíkum mönnum litilfjörlega ttrlausn, en síðar hefi eg tek-
ið upp þann sið, að neita þeim algerlega um áfengi. Hver veröur svo út-
koman? Nú fá suniir vín hjá vínsölum, sem þrífast hjer ágætlega, en
aðrir brugga áfengi. Auk þess fá menn nægju sína úr skipum. Aftur
er mikið farið að bera á nýrnabó1 lgu hjá þeim, sem drekka brugg-
að áfengi. Enn aðrir drekka suðuspíritus. — Eg tel sjálfsagt, að lækn-
ar hætti algerlega að láta úti áfengi. Flestir skaðast á því. Þá kemur
sá sannleikur í ljós, að það er lítið, sem læknar láta úti af víni, í saman-
burði við vínsala, smyglara og bruggara. — 1 plaggi sjera Björns Þor-
lákssonar skakkar hvað mig snertir, um ioo lítra, sem klerkur telur mig
hafa tekið umfram skamt. — Öxarfjar ð a r. Áfengisnautn er nokk-
ur og það í svokölluðu bannJandi og eftirspurn mikil og almenn eftir
slíkum varningi. Notkun er þó liófleg, þó menn komist yfir vínföng. —
M ý r d a 1 s. Áfengisnautn lítil. Eitthvað er bruggað af áfengi, en fer
minkandi.
i2. Bólusetning.
Hún fórst að nokkru fyrir í mörgum hjeruðum vegnia kíghóstans og
algerlega i Reyðarfjarðarhjeraði.
Eftirfarandi tölur eru teknar eftir skýrslufni frá landlækni:
Frumbólusett voru 2028 börn.
Af þeim kom bólan út á 1655 (81,6%).
Endurbólusett voru 2103 börn.
Bólan kom út á 1261 (60%).
Útkoman hefir verið með besta móti' og furðu góð á endurbólusettum
eftir skýrslum að dæma.