Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1992, Blaðsíða 61
5.9 Slysavarnir
Fjölmargir einstaklingar og stofnanir standa að slysavörnum, t.d.
heilbrigðisstarfsmenn, löggæsla, skólar, vinnustaðir, sveitarfélög og félagasamtök.
Slysavarnaráð íslands og Slysavarnafélag íslands skipuleggja forvarnir í
slysamálum í samvinnu við Landlæknisembættið. Árlega eru haldnir samráðsfundir
með fulltrúum frá Umferðarráði, lögreglu og öðrum félögum og samtökum (Ólafur
Ólafsson, 1993, bls. 9).
Fjölmargar forvarnaraðgerðir hafa skilað umtalsverðum árangri á undanförnum
árum. Þar má nefna lögleidda notkun bílbelta en í ljós hefur komið að alvarlegum
slysum, þ.e. heila- og mænuáverkum fækkaði um helming meðal þeirra sem nota
bílbelti borið saman við þá sem ekki nota bílbelti. í heild hefur sárum og brotum
einnig fækkað um helming (Landlæknisembættið 1992, bls 13).
Þriggja punkta öryggisbelti eru talin ein af merkustu öryggisuppgötvunum
þessarar aldar. Ekkert einstakt öryggistæki í bifreiðum hefur fækkað dánarslysum
og alvarlegum áverkum jafn mikið. Þrátt fyrir það spennir aðeins hluti ökumanna
og farþega beltin. Áætlað er að loftpúðar í bifreiðum fækki dánarslysum og
alvarlegum áverkum um a.m.k. 20% til viðbótar. Núgildandi reglugerð um tolla og
innflutning á bifreiðum hvetur hins vegar ekki bifreiðaumboð til þess að flytja inn
bifreiðar með innbyggðum loftpúðum vegna þess að það myndi hækka verð bifreiða
töluvert (Brjmjólfur Mogensen, 1995, bls. 26).
Höfuðáverkar eru alvarlegustu áverkar reiðhjólaslysa og á Islandi eru þeir
algengastir meðal drengja á aldrinum 5-14 ára. Hjálmanotkun fækkar dauðsfóllum
og alvarlegum áverkum um 70-80%. Ekki hafa verið sett lög um hjálmanotkun hér á
landi þrátt fyrir það að það hafi sýnt sig að slík lagasetning ásamt áróðri skilar
bestum árangri (sama heimild).
5.10Tannvemd
Tannlæknar starfa flestir sjálfstætt hér á landi á eigin stofum. Utan Stór-
beykj avíkursvæðisins er aðstaða til tannlækninga á 44 stöðum.
Árið 1986 og 1990 gerði Sigfús Þór Elíasson kannanir á tannheilsu íslendinga
með stuðningi frá Tannverndarráði.
Margar athyglisverðar niðurstöður komu í ljós í rannsókninni og séu
niðurstöðurnar athugaðar og bornar saman við rannsóknir Pálma Möller, árin 1974
°g 1982, kemur í ljós að tannheilsa íslendinga hefur batnað að undanfórnu.
Hjá 12 ára íslenskum börnum höfðu að meðaltali 8 tennur skemmst árið 1974 og
bélst það óbreytt til ársins 1982. Þá virðist ástandið hafa byrjað að batna, því að
sambærilegar tölur fyrir árið 1986 voru 6,6 og fyrir árið 1991 3,4.
57