Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1992, Blaðsíða 63
Umhverfisvernd hefur átt vaxandi fylgi að fagna hin síðari ár, bæði meðal
almennings og stjórnvalda. Um það vitnar til dæmis stofnun Umhverfisráðuneytis
árið 1990.
Vegna fólksfæðar, lítils iðnaðar og notkunar fallvatna og jarðvarma til
orkuöflunar er mengun tiltölulega lítil á Islandi (Umhverfisráðuneytið 1992, bls. 11-
17).
5.11.1 Vatns- og sjávarmengun
Grunnvatn er oftast ríkulegt og lítt mengað, ef undan eru skilin fáein byggðalög.
Hugsanleg mengun kann að verða erfiðasti vandinn, sem við blasir, ef tryggja á gott
vatn í landinu framvegis (Umhverfisráöuneytið, 1992 bls. 95). Hér er einkum átt við
mengun frá vaxandi þéttbýli og mengun af völdum útivistar og ferðamennsku, ekki
síst á hálendinu þar sem dýrmætar vatnsuppsprettur eru óvarðar (sama heimild,
bls. 96).
Þrátt fyrir að meiri hluti landsmanna sé ýmist tengdur holræsakerfi eða hafi
aðrar leiðir til þess að losna við fráveituvatn þá er meðhöndlun þess víða ábótavant
A næstu árum þarf að gera miklar úrbætum í málefnum tengdum fórgun
fráveituvatns. Ákvæði mengunarvarnareglugerðar eru langt frá því að vera uppfyllt
ennþá. Víða er unnið að úrbótum og ber þar hæst framkvæmdir á þessu sviði á
vegum Reykjavíkurborgar. Stefnt er að sambærilegum framkvæmdum víðar á
landinu og sum staðar hafa framkvæmdir þegar verið hafnar (Hollustuvernd
Hkisins 1992, bls. 92).
Seinnihluta árs 1989 voru hafnar skipulegar mengunarmælingar í sjó hér við
land og stóðu þessar mælingar í rúmlega 3 ár (Umhverfisráðuneytið, 1995, bls. 5).
Almennt benda niðurstöður mælinganna til þess að mengun sé mjög lítil á helstu
fiskimiöum við landið. Magn þungmálma í fiski er yfirleitt undir alþjóðlegum
viðmiðunarmörkum. Magn kadmíns er nokkuð hátt en það er talið stafa af
feðuframboði og ýmsum umhverfisþáttum en ekki af manna völdum (sama heimils,
bls. 14-15).
5.11.2 Úrgangsmengun
Samkvæmt ársskýrslu Hollustuverndar ríkisins 1991 (bls. 16-17) er
ársframleiðsla heimilisúrgangs á hvern einstakling um 390 kg. Framleiðslu-
úrgangur, þ.e. úrgangur frá verslun og þjónustu, er áætlaður um 720 kg á hvern
einstakling. Samanlagt gerir þetta um 1,1 tonn af úrgangi á hvern íbúa árlega.
I ársbyrjun 1991 kynnti Umhverfisráðuneytið framtíðar stefnumörkun í
sorphirðu og endurvinnslumálum. Lögð er áhersla á að sveitarfélög sameinist um
Þær lausnir sem heppilegastar eru á hverjum stað, komið verði upp móttöku- og
fiokkunarstöðvum og hvatt til endurvinnslu (Hollustuvernd ríkisins, 1991, bls. 16).
Árið 1992 var unnið ötullega á vegum sveitarfélaga að úrbótum í málefnum
tengdum sorphirðu og fórgun úrgangs víða á landinu. Þannig tók t.d. til starfa ný
sorpmóttökustöð á Egilsstöðum ásamt tilheyrandi urðunarstað og bygging
sorpbrennslustöðvar í Vestmanneyjum. Þrátt fyrir úrbætur er ástandið í
hrgangsfórgunarmálum víða óviðunandi. Móttaka og fórgun spilliefna, sóttnæms
fegangs og ýmis annars sérstaks úrgangs er víða skammt á veg kominn
(Hollustuvernd ríkisins, 1992, bls. 13).
59