Bæjarins besta


Bæjarins besta - 03.09.1997, Page 2

Bæjarins besta - 03.09.1997, Page 2
2 MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 1997 Básafell hf., er kvótahæsta vestfirska útgerðarfélagið á nýbyrjuðu fiskveiðiári Frystitogarinn Skutull hefur mestan kvóta vestfirskra skipa Nýtt fiskveiðiár hófst 1. september sl. Samkvæmt úttekt Morgunblaðsins, er Samherji hf., á Akureyri kvótahæsta fyrirtæki lands- ins með 25.084 þíg. tonn, eða 5,69% af heildarkvóta. Þormóður rammi - Sæberg hf., á Siglufirði er í öðru sæti með 16.339 þíg. tonn, þá kemur Útgerðarfélag Akur- eyrar hf., með 15.289 þíg. tonn, þá Grandi hf., í Reykja- vík með 14.175 þíg. tonn og í fimmta sæti er Haraldur Böðvarsson hf., á Akranesi með 12.892 þíg. tonn, eða 2,93% af heildarkvóta fisk- veiðiársins. Básafell hf., á Ísafirði er í 11. sæti yfir kvóta- hæstu útgerðarfélög landsins samkvæmt úttektinni með 7.355 þíg. tonn, Frosti ehf., í Súðavík, sem nú hefur sam- einast Hraðfrystihúsinu hf., í Hnífsdal og Miðfelli hf., er í 15. sæti með 5.722 þíg. tonn og Bakki Bolungarvík hf., sem sameinast hefur Þorbirni hf., í Grindavík, er með 5.660 þíg. tonn kvóta. Þorbjörn hf., í Grindavík er með 4.690 þíg. tonn og er því heildarkvóti hins sameinaða fyrirtækis 10.350 þíg. tonn, sem kemur fyrirtækinu upp í 7. sæti yfir kvótahæstu fyrirtæki lands- ins. Sunna SI-67 er kvótahæsta skip landsmanna með 4.815 þíg. tonn, þá kemur Kaldbakur EA-301 með 4.759 þíg. tonn, þá Þorsteinn EA-810 með 4.612 þíg. tonn, Baldvin Þorsteinsson EA-10 er í fjórða sæti með 4.582 þíg. tonn og Björgvin EA-311 er í fimmta sæti með 4.329 þíg. tonn. Skutull ÍS-180 er kvótahæsta skip Vestfirðinga samkvæmt úttektinni með 3.831 þíg. tonn, þá kemur Páll Pálsson ÍS-102 með 3.617 þíg. tonn og Guðbjörg ÍS-46 með 3.532 þíg. tonn. Dagrún ÍS-9 er í 15. sæti listans með 3.497 þíg. tonn og Bessi ÍS-410 er í 17. sæti með 3.363 þíg. tonn. Heildarkvótinn á nýbyrjuðu fiskveiðiári er 440.713 þíg. tonn. Frystitogarinn Júlíus Geir- mundsson ÍS-270 hefur 2.020 þíg. tonn, Andey ÍS-440 hefur 741 þíg. tonn, Orri ÍS-20 hefur 3.085 þíg. tonn og Sléttanes Á fyrstu sjö mánuðum ársins flutti 51 einstaklingur erlendis frá til Ísafjarðarbæjar og 25 einstaklingar fluttu frá bæjarfélaginu til útlanda. Íbúum Vestfjarða fækkaði um 132 fyrstu sjö mánuði ársins Eitt hundrað einstaklingar hafa flutt til Vestfjarða frá útlöndum Íbúum Vestfjarða fækkaði um 132 fyrstu sjö mánuði ársins samkvæmt upplýs- ingum Hagstofu Íslands. Til Vestfjarða flutti 331 einstakl- ingur á tímabilinu en frá fjórðungnum fluttu 463 ein- staklingar. Af þeim sem fluttu til Vestfjarða, komu 100 erlendis frá og 41 einstakl- ingur flutti frá Vestfjörðum til annars lands. Svipaða sögu er að segja af flestum stöðum á landsbyggðinni, nær allsstað- ar hefur fólki fækkað. Mesta fólksfækkun er á Suðurlandi og Norðurlandi vestra en Vest- firðir koma þar næst á eftir. Mesta fólksfjölgunin er á höfuðborgarsvæðinu og þá sérstaklega í Kópavogi en voru aðfluttir 487 umfram brottflutta fyrstu sjö mánuði ársins. Í Bolungarvík hefur íbúum fækkað um fjóra, 59 hafa flutt til staðarins en 63 hafa horfið á braut. 29 einstaklingar fluttu erlendis frá, til Bolungarvíkur fyrstu sjö mánuði ársins og sjö einstaklingar fluttu frá Bolungarvík til útlanda. Íbú- um Ísafjarðarbæjar fækkaði um 59 á sama tímabili. Til bæjarfélagsins fluttu 158 en 217 fluttu í burtu. Til Ísafjarð- arbæjar flutti 51 einstaklingur erlendis frá á móti 25 sem fluttu erlendis. Í Reykhóla- hreppi fækkaði íbúum um sex, fimm fluttu í hreppinn en ellefu í burtu. Í Tálknafjarðar- hreppi fækkaði íbúum um sjö, 14 fluttu í hreppinn en 21 í burtu. Í Vesturbyggð fækkaði íbú- um um 28, 51 flutti til Vestur- byggðar en 79 fluttu í burtu. Í Súðavíkurhreppi fækkaði íbú- um um tíu, í Hólmavíkur- hreppi fækkaði íbúum um þrettán, í Bæjarhreppi fækk- aði þeim um fimm og um fjóra í Broddaneshreppi. Íbúum í Kaldrananeshreppi fjölgaði aftur á móti um fjóra og er það eini hreppurinn á Vest- fjörðum þar sem fjölgun hefur átt sér stað. Á framangreindu tímabili fækkaði íbúum lands- ins um 54.

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.