Bæjarins besta


Bæjarins besta - 03.09.1997, Page 13

Bæjarins besta - 03.09.1997, Page 13
MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 1997 13 Fíkniefnaneysla Skíðafólkið við komuna til Ísafjarðar á laugardag. Frá vinstri: Stefán Ólafsson, Þórð- ur Bjarnason, Hávarður Olgeirsson, Ólafur Sölvi Eiríksson þjálfari, Freyr Björnsson, Helga Gylfadóttir, Birna Jónasdóttir og Elín Marta Eiríksdóttir. Birna Jónas- dóttir og Elín Marta Eiríks- dóttir hvíla lúin bein og nærast á leiðinni til Ísafjarðar. ungs fólks hefur stóraukist Úr sjónvarpsþættinum um fíkniefnavandann sem sýndur verður í samtengdri dagskrá Stöðvar 2 og Ríkissjónvarps- ins kl. 21 í kvöld. Sjónvarpsþáttur um fíkniefnaneyslu í samtengdri dagskrá Stöðvar 2 og RÚV í kvöld Í kvöld kl. 21 verður sýndur nýr sjónvarpsþáttur um ástand fíkniefnamála í samtengdri dagskrá Stöðvar 2 og Ríkis- sjónvarpsins. Að lokinni sýn- ingu þáttarins verða umræður í beinni útsendingu um fíkni- efnavandann, en markmiðið með sýningu þáttarins, sem framleiddur er af Jafningja- fræðslu framhaldsskólanema og kvikmyndagerðinni Plút- on, er að vekja upp umræðu um fíkniefnavandann sem og að stuðla að öflugra forvarna- starfi hér á landi. Hópur á vegum Jafningja- fræðslu framhaldsskólanema fór í maí síðastliðnum til Dan- merkur og Noregs til að fræð- ast um ástand fíkniefnamála í löndunum tveimur og voru þessi lönd valin vegna þess að Ísland er oftar en ekki borið saman við þau á ýmsum svið- um. Í ferðinni til landanna tveggja komu í ljós sláandi staðreyndir. Fíkniefnaneysla ungs fólks hefur stóraukist á síðustu árum og er nú svo komið að tæpur helmingur unglinga í Danmörku hefur prófað hass. Þá fer heróín- neysla vaxandi samfara fjölg- un E-pilluneytenda. Í þættin- um er rætt við ungt fólk sem orðið hefur fíkniefnum að bráð, forvarnaraðila, lögreglu og fleiri. Skyggnst er inn í svartnættisveröld vændiskonu í Kaupmannahöfn sem langt er leidd af fíkniefnum og farið inn í sölubásana í Kristjaníu, þar sem cannabisefni standa öllum til boða. Til að tengja þáttinn við Ísland er áhrifa- mikið viðtal við unga íslenska stúlku sem stundaði vændi hér á landi í þeim tilgangi að fjármagna þörf sína fyrir eiturlyf. Jafningjafræðsla fram- haldsskólanema hefur nú verið starfandi um eins og hálfs árs skeið. Á síðasta vetri fór Jafningjafræðslan í 99 heimsóknir í 26 framhalds- skóla og má ætla að um sex þúsund nemendur hafi mætt í þessar heimsóknir. Á kom- andi vetri mun sama fyrir- komulag verða á fræðslunni og aðaláhersla lögð á heim- sóknir í framhaldsskólanna. Umsjónarmaður þáttarins er Sigursteinn Másson.

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.