Bæjarins besta - 03.09.1997, Page 3
MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 1997 3
ÍS-808 hefur 1.826 þíg. tonn.
Ef litið er á kvóta vestfirskra
ísfiskskipa kemur í ljós að
Framnes ÍS-708 er úthlutað
2.041 þíg. tonnum, Heiðrún
ÍS-4 hefur 2.163 þíg. tonn og
Stefnir ÍS-28 er með 2.082
þíg. tonn. Páll Helgi ÍS-142
er kvótahæsti rækjubátur Vest-
firðinga með 220 þíg. tonn,
þá kemur Örn ÍS-18 með 206
þíg. tonn og Halldór Sigurðs-
son ÍS-14 er í þriðja sæti með
165 þíg. tonn. Ef litið er á
vestfirska báta sem eru án
sérveiðiheimilda kemur í ljós
að Gyllir ÍS-261 er með mest-
an kvóta, eða 922 þíg. tonn.
Guðný ÍS-266 kemur næst
með 612 þíg. tonn og Jónína
ÍS-930 er í þriðja sæti með
586 þíg. tonn.
Skutull ÍS-180 hefur mestan kvóta vestfirskra skipa.
Básafell hf., á Ísafirði er kvótahæsta vestfirska útgerðarfélagið á nýbyrjuðu fiskveiðiári.
Fargjaldastríð flugfélaganna heldur áfram
Íslandsflug boðar óbreytt verð
Fargjaldastríð flugfélag-
anna tveggja, Íslandsflugs hf.,
og Flugfélags Íslands hf.,
heldur áfram. Stjórnendur
Íslandsflugs tilkynntu fyrir
síðustu helgi, að ákveðið hefði
verið að flugfargjöld hjá
félaginu yrðu óbreytt í allan
vetur, þ.e. kr. 6.900 fyrir báðar
leiðir á alla áfangastaði félags-
ins, nema til Vestmannaeyja
en þangað kostar flugið kr.
5.900 fram og til baka.
Þá hafa stjórnendur Íslands-
flugs ákveðið að verð fyrir
aðra leiðina á alla áfangastaði
félagsins nema til Vestmanna-
eyja, verði kr. 3.600. Skil-
málar fyrir því að þetta far-
gjald fáist er að fargjaldið sé
greitt um leið og flugið er
bókað. Ástæðan fyrir þessum
skilmálum er sú að nokkuð
hefur borið á því að fólk hringi
og panti sæti en mæti síðan
ekki í flugið.
Stjórnendur Flugfélags Ís-
lands hafa einnig ákveðið að
tilboð það sem gilt hefur á
flugfargjöldum í sumar, verði
óbreytt a.m.k. til áramóta. Far-
þegum sem fljúga með Flug-
félagi Íslands býðst nú að fá
bílaleigubíla á sérkjörum, eða
kr. 2.600 á sólarhring og eru
100 km akstur innifalinn í
verðinu. Sérkjörin bjóðast
þeim sem panta flugfar fram
og til baka og er þá ætlast til
að bílinn sé pantaður um leið.
Bolungarvíkurkaupstaður
Umsóknir um tíma í
íþróttahúsinu Árbæ
Þeir einstaklingar, fyrirtæki og / eða stofn-
anir, sem hug hafa á að leigja tíma í sal
íþróttahúss Árbæjar í Bolungarvík, sendi inn
umsóknir þess efnis til íþrótta- og æskulýðs-
ráðs Bolungarvíkur, Ráðhúsinu við Aðal-
stræti, eigi síðar en 10. september nk.,
merkt: Íþrótta- og æskulýðsráð.
Þeir tímar sem um er að ræða eru á:
Þriðjudögum frá kl. 16:00 til kl. 22:00
Miðvikudögum frá kl. 16:00 til kl. 22:00
Fimmtudögum frá kl. 16:00 til kl. 22:00
Föstudögum frá kl. 16:00 til kl. 22:00
Sunnudögum frá kl. 10:00 til kl. 16:00.
Bolungarvík 26. ágúst 1997.
Fyrir hönd íþrótta- og
æskulýðsráðs Bolungarvíkur
Einar Guðmundsson, formaður.
Aðalfundur Skógræktarfélagsins haldinn að Núpi
Horft á umhverfi og náttúru
með nýstárlegum hætti
Aðalfundur Skógræktarfé-
lags Íslands var haldinn að
Núpi í Dýrafirði um síðast-
liðna helgi. Fundinn sátu um
áttatíu fulltrúar víðsvegar að
af landinu en heildarfjöldi
fundargesta var nær tvö
hundruð.
Á fundinum var fluttur
fjöldi fróðlegra fyrirlestra.
m.a. fjallaði Haraldur Ólafs-
son, veðurfræðingur um áhrif
trjágróðurs og skóglendis á
vindstrengi og Þröstur Ey-
steinsson, fagmálastjóri Skóg-
ræktar ríkisins og Stefán
Thors, skipulagsstjóri ríkis-
ins, fjölluðu um skógrækt,
skipulag og umhverfismál.
Í frétt frá félaginu segir að
stórt og athyglisvert umhverf-
is- og skógræktarverkefni,
sem fengið hefur nafnið
,,Skjólskógar” sé hafið í
Dýrafirði og Önundarfirði og
sé í því horft á umhverfi og
náttúru fjarðanna með nýstár-
legum hætti, en megin tilgang-
urinn sé hins vegar sá að búa
betur í haginn fyrir búsetu
fólks á svæðinu og stefnt sé
að ræktun skjólbelta.
Finnskt hafrannsóknarskip í Ísafjarðarhöfn
Skipti um áhöfn og tók vistir
Finnska hafrannsókn-
arskipið Aranda frá
Helsinki kom til hafnar
á Ísafirði á föstudag til
að skipta um áhöfn auk
þess sem það tók vatn
og vistir. Skipið, sem
áður hefur komið til
Ísafjarðar, er við
rannsóknir í norður-
höfum og mun hver
leiðangur taka allt að
hálft ár. Aranda hélt frá
Ísafirði á mánudag.
Frá Ísafjarðarhöfn
fengust einnig þær fréttir
að Guðmundur Péturs
hefði landað 33 tonnum
af frosinni rækju á
mánudag. Sama dag
landaði Páll Pálsson 120
tonnum af blönduðum
afla, mestmegnis ufsa
og ýsu og Sléttanes
landaði 180 tonnum af
frosinni rækju að verð-
mæti um 18 milljónir
króna. Sléttanesið var
við veiðar á Flæmska
hattinum og náði veiði-
ferðin yfir sjö vikur.
Skipið heldur á föstudag
til veiða á heimamiðum.
Rússneskur frystitogari
kom til hafnar á Þingeyri
á mánudag og landaði
130 tonnum af frosnum
fiski sem fer til vinnslu
hjá Rauðsíðu hf. Hafrannsóknarskipið Aranda við bryggju á Ísafirði á laugardag.