Bæjarins besta - 03.09.1997, Side 10
10 MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 1997
um tóftabrotum bændanna á
fyrri tíð. Sjálfsagt hafa Gils-
brekkubændur aldrei verið
mjög ríkir, enda er jörðin ekki
landmikil.
Það er skemmtilegt við
Gilsbrekku, að núna er maður
ekki nema 15-20 mínútur að
aka þangað frá Ísafirði og samt
er maður kominn svo mikið
út úr skarkala heimsins, alveg
út í gamla eyðisveit út með
firðinum. Þarna er lækurinn,
fossinn fyrir ofan og skógar-
kjarrið. Það hafa sagt mér
fróðir menn, að þarna í norð-
anverðum Súgandafirðinum
sé Flóra Íslands eins og hún
gerist fjölbreyttust. Þarna eru
afar margar burknategundir og
þar fann áhugamaður um
grasafræði eina tegund sem
hann hafði aldrei áður séð
nema í bók. Súgandafjörður-
inn er eins og skurður og þar
sem allt fer á bólakaf í fyrstu
snjóum og hlífir gróðrinum
við kali. Kjarrið í hlíðinni er
allt horfið á kaf fyrir áramót.“
Kynntust í bakaríinu
Aðalheiður er fædd og
uppalin í Kópavogi, en í
móðurætt á hún ættir að rekja
inn að efra vatninu í Laugardal
við Ísafjarðardjúp. Föðurfólk-
ið hennar er aftur á móti
þekktir hestamenn fyrir austan
fjall. Afabróðir hennar er Jón
í Skollagrófum.
„Ég kom til Ísafjarðar árið
1984 til að vinna í bakaríi. Ég
var bakarasveinn og við Bárð-
ur kynntumst þannig. Við unn-
um saman og vorum bæði
bakarasveinar þegar var farið
af stað á ný í Félagsbakaríinu
eftir áralangt hlé. Það hét þá
Brauðval en það lognaðist
fljótlega út af og síðan tók
Óðinn bakari við því.“
Bárður: „Það var ekki okkur
að kenna að Brauðval logn-
aðist út af.“
- Það hefur ekki verið vegna
þess að þið hafið haft öðrum
hnöppum að hneppa í tilhuga-
lífinu í bakaríinu á nóttunni...
Aðalheiður: „Ég held að við
höfum staðið okkur vel. Þó
að ég sé komin út í allt aðra
sálma í dag, þá hef ég mikinn
áhuga á kökuskreytingum,
konditorí, og langaði til þess
að verða bakari til að geta
farið út til Danmerkur að læra
skreytingar. Nú er ég aftur á
móti komin í iðn sem er líka
mjög mikið nákvæmnisstarf.
Það hentar mér ágætlega að
vinna við tannsmíðina.“
- Hver var leið þín þangað?
Tannsmiðjan
„Fyrsta árið hér fór ég í
Iðnskólann en síðan í Mennta-
skólann á Ísafirði og útskrif-
aðist utanskóla um áramótin
1989-90. Þá var ég eini ný-
stúdentinn! Við vorum að eiga
börnin á þessu tímabili og ég
tók þetta utanskóla. Haustið
1990 fór ég suður til náms í
Tækniskóla Íslands sem er til
húsa í tannlæknadeild Há-
skóla Íslands. Þar var ég næstu
þrjá vetur í skólanum með
Bjarka son okkar en Bárður
og Jóhanna urðu eftir hér
heima, enda hægara sagt en
gert að fá góða vinnu í Reykja-
vík fyrir Bárð. Að loknu nám-
inu í Reykjavík opnuðum við
Tannsmiðjuna og vann ég hér
heima fjórða og síðasta árið
áður en ég tók lokapróf. Verk-
stæðið var það ár á ábyrgð
Sigurjóns Guðmundssonar,
tannlæknis sem jafnframt er
tannsmíðameistari, því að
maður má ekki praktísera
sjálfstætt fyrsta árið eftir
skóla. Stofan var fyrstu þrjú
árin hérna niðri í sex fermetra
plássi. Það var gaman að því,
þegar hérna kom til mín
kennari úr tannsmíðaskól-
anum og var að fara á Horn-
strandir. Hún kíkti við og vildi
endilega fá að sjá tannsmíða-
stofuna. Hún ætlaði ekki að
hætta að hlæja þegar hún kom
niður í kjallarann, en flýtti sér
svo að setja sérstaka linsu á
myndavélina til að geta tekið
myndir í þessu plássi. Hún
ætlaði sko að sýna öllum það
fyrir sunnan, hvað hægt væri
að komast af með þegar fólk
væri að byrja. Ég veit ekki
betur en að þessar myndir lágu
frammi í tannsmíðadeildinni
svo að nemendur gætu séð að
það væri allt í lagi að byrja
smátt, í staðinn fyrir að taka
of stóran bita og koksa svo á
öllu.
Í fyrra kaupum við svo
viðbygginguna hér við húsið,
Smiðjugötu 1a, sem hafði ver-
ið íbúðarhúsnæði, og þar er
ég búin að vera með tann-
smíðaverkstæði í rúmt ár. Nú
er aðstaðan allt önnur. Við
höfum reynt að stíga ekki
nema eitt skref í einu. Ég er
eini starfandi tannsmiðurinn
á svæðinu, því að Sigurjón er
eingöngu í tannlækningunum.
Reyndar var hér tannsmiður á
undan mér, en hún var bara
með gervigóma. Ég smíða
brýr og krónur og tannrétt-
ingaplötur og fleira sem hafði
alltaf verið smíðað annars
staðar. Þetta er þjónusta sem
alltaf hafði verið send í burtu.
Þess vegna er minni dauður
tími hjá mér en fyrri tann-
smiðum hér, þó að það sé
kannski ekki alltaf frá níu til
fimm. Þetta er minna yfir
sumartímann.“
- En hvað hefur Bárður gert
eftir að þau skötuhjúin hættu
að baka saman?
Mjölvinnslan
„Ég fór þá að vinna í Mjöl-
vinnslunni í Hnífsdal og hef
verið þar allar götur síðan,
byrjaði sem vörubílstjóri en
hef verið þar verksmiðjustjóri
síðasta áratuginn. Það er mjög
gott að vinna þarna útfrá,
annars væri ég ekki búinn að
vera svona lengi. Ég er búinn
að vinna hjá fyrirtækjunum í
Hnífsdal nánast alla mína
starfsævi, fyrst á Páli Pálssyni
að undanteknum smáhléum
þegar ég var að þvælast úti í
löndum. Og svo þessi tími í
bakaríinu. Það hefur mikið
breyst á þeim rúmum tólf
árum sem ég er búinn að vinna
í Mjölvinnslunni. Nú fæst
minna af hráefni. Minna fer í
mjöl en meira í aðra vinnslu,
allir eru komnir í hausa-
þurrkun og slíkt. Það er í sjálfu
sér breyting til batnaðar. Mjöl-
vinnslan er sjálfstætt fyrirtæki
í eigu Íshúsfélagsins og Hrað-
frystihússins í Hnífsdal til
helminga. Það er eins og
margir viti ekki einu sinni að
þetta fyrirtæki er til. Það ber
lítið á því, þó að það sé nokkuð
stórt í sniðum. Fyrir rúmum
áratug voru framleidd talsvert
á þriðja þúsund tonn af fiski-
mjöli á ári í þessari verk-
smiðju en nú er það orðið all-
miklu minna. Það var kannski
ekki nema stigsmunur að fara
úr bakaríinu í Mjölvinnsluna,
mjöl á báðum stöðum...“
Flóttafólkið
Þið eru þekkt fyrir að vera
stuðningsfjölskylda flótta-
fólks frá Júgóslavíu...
Aðalheiður: „Ég held að við
hjónin séum hreinlega ofvirk.
Öll okkar orka fer í einhverjar
framkvæmdir eða athafna-
semi. Í fyrrasumar vorum við
að ganga frá íbúð fyrir flótta-
fólkið. Ég var að sauma gard-
ínur og setja upp ljós og þess
háttar og koma þessu í stand.
Við verðum alltaf að hafa
eitthvað fyrir stafni. Þetta
hefur verið óskaplega
skemmtilegt verkefni, gefandi
og lærdómsríkt. Áður en þau
komu fórum við á undirbún-
ingsnámskeið og það kom í
okkar hlut að taka að okkur
eina fjölskyldu til stuðnings,
að taka á móti fólkinu, hjálpa
því að koma sér fyrir og
liðsinna því eftir þörfum.
Þegar flóttafólkið kom tók
síðan hver á móti sinni fjöl-
skyldu. Þetta hefur verið mjög
gefandi. Þó að maður sé alltaf
eitthvað að gera, þá má ekki
gleyma að rækta mannlegu
tengslin líka. Okkur langaði
myndi svo allt ganga, hvernig
fólkinu gengi að aðlagast
lífinu hér og þið hafið vænt-
anlega ekki vitað það frekar
en aðrir. Hvernig finnst ykkur
þetta hafa gengið, bæði hjá
fólkinu og bæjarbúum?
Bárður: „Mér finnst það
alveg kraftaverki líkast.“
Aðalheiður: „Ég vil taka eitt
fram í því sambandi. Ég kem
nú úr stórborg miðað við
Ísafjörð - á Reykjavíkursvæð-
inu finnurðu ekki svona sam-
heldni eins og í bæjarfélagi
eins og hér. Í undirbúningnum
var maður að hitta fólk sem
maður var búinn að sjá í mörg
ár og heilsa á förnum vegi, en
svo voru þetta orðnir bestu
vinir manns á tíu dögum,
fólkið sem var að gefa sig í
þetta hlutverk. Maður fékk
alveg ótrúlega mikið út úr því.
Þarna voru allir að gefa af sér
eitthvað sameiginlegt og það
varð til þess að fólkið náði
svo vel saman.“
Bárður: „Mér fannst þetta
mjög merkilegt.“
Aðalheiður: „Það voru fjöl-
margir sem unnu við undir-
búninginn, við að safna mun-
um og öðru, en síðan voru
það færri sem fengu það hlut-
verk að vera einstökum fjöl-
skyldum til stuðnings eftir að
þær voru komnar hingað.
Kvenfélögin á Ísafirði, í
Hnífsdal og á Flateyri tóku að
sér þrjár fjölskyldur en fólk
eins og við tók að sér hinar.
Við vissum í rauninni ekkert
hvað við vorum að fara út í
eða hvað það var í raun að
vera sponsor. Við sögðum
strax við Írenu Kojic sem var
hér túlkur, að við ætluðum
okkur að vera hér til staðar
fyrir fólkið en ætluðum ekki
haga okkur öðruvísi við þau
en okkar vini yfirleitt. Við
ætluðum okkur ekki að vera
inni á gafli hjá þeim á hverjum
degi. Þau gætu leitað til okkar
þegar þau vildu aðstoð eða
félagsskap, en við myndum
líka leita til þeirra á sama hátt,
þannig að þetta yrði engin
einstefna. Sumir hafa vissu-
lega myndað allt öðruvísi
tengsl við sitt fólk en við höf-
um gert. Það þurfa ekki allir
að gera hlutina eins. Við höf-
um stundum boðið þeim í mat
eins og öðrum vinum okkar
og kunningjum, en þetta eru
ekki dagleg samskipti. Þetta
hefur gengið alveg ágætlega,
ég held að það sé ekki hægt
að segja annað. Eini ókostur-
inn er kannski sá, að þessar
fjölskyldur voru allar settar
saman í eina blokk, og það
veldur því að einkum börnin
eru seinni til að mynda tengsl
við íslensku börnin. Eftir á að
hyggja held ég að þetta hafi
ekki verið það heppilegasta.
Við upplifðum það með okkar
krakka, að þegar við vorum
að fara í heimsókn, þá voru
þar kannski tíu júgóslavnesk
börn og töluðu öll í einu á
sínu tungumáli og okkar börn-
um fannst sér bara vera ógnað
og drógu sig inn í skelina.
Þetta hefði verið öðruvísi ef
aðeins hefði verið ein fjöl-
skylda á sama stað. Það er
auðveldara að kynnast tveim-
ur útlendum börnum í einu en
tíu!“
til að reyna að hjálpa og það
er auðvelt í svona litlu sam-
félagi. Við erum með börn á
svipuðu reki og þau. Við
reyndum að undirbúa börnin
okkar fyrir að hitta önnur börn
sem væru eitthvað öðruvísi
en þau áttu að venjast og töl-
uðu annað mál. Þetta er þrosk-
andi fyrir þau líka. Það er
öðruvísi fyrir börnin að kynn-
ast svona á heimilunum og
innan fjölskyldunnar en hittast
bara úti á róló.“
Bárður: „Allir voru búnir
að glápa á hörmungarnar í
Júgóslavíu í sjónvarpinu í
þrjú-fjögur ár. Þetta var eitt-
hvað svo langt frá manni og
maður gat ekkert gert. Þarna
kom tækifærið til að gera
eitthvað til að hjálpa einhverj-
um.“
Aðalheiður: „Þó að það sé
kannski ekki merkilegt sem
við vorum að gera, þá var það
þó viðleitni að gera eitthvað.
Maður gerir það ekki fyrir
framan áttafréttirnar í sjón-
varpinu. Þá horfir maður bara
og getur ekkert gert. Við erum
óskaplega ánægð með að hafa
fengið þetta tækifæri. Þetta er
held ég búið að vera gott ár
hjá okkar fólki. Þetta tekur
allt sinn tíma.“
- Var enginn kvíði eða
spenna áður en þau komu?
Tilhlökkun og spenna
Bárður: „Auðvitað var
spenna og kvíði fyrir því að
hitta þetta fólk. Viðhöfðum
bara séð þau á mynd.“
Aðalheiður: „Þetta var
Hrkalovic-fjölskyldan, síð-
asta fjölskyldan sem valin var
í flóttamannahópinn sem
hingað átti að koma og hann
þar með stækkaður. Okkur
fannst við eiga eitthvað í þeim
þegar þau komu. Það var þó
kannski ennþá frekar hjá börn-
unum. Þau voru alltaf með í
undirbúningnum, voru að raða
barnadótinu, hengja upp plak-
öt með kennaratyggjói og
annað slíkt. Það var alveg eins
og það væri einhverjir ætt-
ingjar að koma í heimsókn,
tilhlökkunin hjá þeim var svo
mikil. Það var eiginlega eins
og við værum búin að þekkja
þetta fólk alla ævi. Við vorum
með hjartslátt þegar þau komu
og kvíðin þegar flugvélin var
að lenda. Þetta var voða skrítin
tilfinning og hjartnæmt að
hittast. Það glitraði á tár hjá
sumum. Þetta var bara alveg
yndislegt.“
- Nú renndu flestir eða allir
blint í sjóinn hvernig þetta
Fjölskyldan saman komin í garðskálanum.
Dóttirin Jóhanna. Hún var ekki heima þegar viðtalið var
tekið.
Betri þjónusta,
ánægðari viðskiptavinir
Vitund ehf. og Atvinnuþróunarfélag Vest-
fjarða hf. standa fyrir námskeiðinu:
Fagmennska í þjónustu
og meðhöndlun kvartana
á Hótel Ísafirði, laugardaginn 13. sept-
ember.
Upplýsingar og skráning í síma 456 4780.
Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða hf.