Bæjarins besta


Bæjarins besta - 03.09.1997, Page 12

Bæjarins besta - 03.09.1997, Page 12
12 MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 1997 ókeypis smáauglýsingar kaup & sala Haustþing Kennarasambands Vestfjarða Kjaramálin ofarlega í huga þingfulltrúa Árlegt haustþing Kennara- sambands Vestfjarða var hald- ið í Reykjanesi dagana 28. - 30. ágúst sl. Níutíu grunn- skólakennarar víðsvegar af Vestfjörðum sóttu þingið að þessu sinni. Á þinginu voru haldnir fyrirlestrar og fræðslu- fundir auk þess sem Náms- gagnastofnun kynnti nýtt kennsluefni. Aðal fyrirlesarar að þessu sinni voru þeir Róbert Haraldsson, siðfræði- kennari við Háskóla Íslands, sem fjallaði um muninn á því að mennta sig fyrir sjálfan sig eða aðra og Ingvar Sigurgeirs- son sem fjallaði um mat á skólastarfi og hvernig hægt er að nota kerfisbundið mat til að auka gæði skólastarfsins. Haldnir voru nokkr ir fræðslufundir sem tengjast ýmsum þáttum skólastarfsins s.s. lestrarkennslu, tóbaks- vörnum og tölvunotkun. Þá báru kennarar saman bækur sínar um kennslu á komandi skólatímabili. Á aðalfundi Kennarasambandsins, sem haldinn var í lok þingsins voru miklar umræður um kjaramál. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands upplýsti kennara um gang kjaraviðræðna auk þess sem yfirvofandi aðgerðir voru ræddar. Mikil samstaða ríkti á meðal kennaranna um kjara- málin og lýstu þeir yfir fullum stuðningi við forystu Kenn- arasambandsins. Ungir skíðamenn í maraþonhlaupi um Ísafjarðardjúp Lögðu 200 kílómetra að velli á 20 klukkustundum Sjö skíðamenn frá Ísafirði og Bolungarvík efndu til maraþonhlaups um Ísafjarð- ardjúp um síðustu helgi. Tilgangurinn með hlaupinu var að safna fé til æfinga- ferðar til Noregs eða Sví- þjóðar sem farin verður í byrjun næsta árs. Skíðafólk- ið, sem er á aldrinum 15-16 ára, hófu hlaupið uppi á Steingrímsfjarðarheiði, við vegamótin að Þorskafjarðar- heiði, og var hlaupið sem leið lá alla leið til Ísafjarðar, um 200 kílómetra leið. Að sögn Ólafs Sölva Eiríks- sonar, þjálfara skíðafólksins, fór hópurinn með Fagranesinu inn í Djúp á föstudagskvöld og hóf hlaupið kl. 20:45. Hlaupið var alla nóttina og komið til Ísafjarðar kl. 17 á laugardag, eða 20 klukku- stundum eftir að hlaupið hófst. Skíðafólkið skiptist á að hlaupa, hver hljóp 4 km í einu og hvíldi síðan í þrjár klukku- stundir. Hver skíðamaður hljóp 6-7 sinnum og lagði því 24-28 km til söfnunarinnar. Áður en hlaupið hófst safnaði skíðafólkið áheitum og söfn- uðust 250 þúsund krónur. Fyrirhuguð ferð skíðafólks- ins kostar um 800 þúsund krónur að sögn Ólafs Sölva, og er ýmislegt á döfinni hjá íþróttafólkinu til að safna fjár til ferðarinnar. Sólgata 11 • 400 Ísafirði Sími 456 5091 TILBOÐ Sambyggt loftnet fyrir stöð 2 og RÚV á aðeins 2.999,- stgr Gervihnattadiskur með móttakara, afruglara og LNB aðeins 79.900,- stgr Allir nýjustu geisladiskarnir Oasis, The Wallflowers, Morrisey, Ziggy Marley Satt fréttir TV-S 5/9 AGF - Vejle 7/9 Danska deildin 8/9 Danska deildin 9/9 Ajax - RKC Waalwijk TV-3 Danmark 6/9 Krótaía - Bosnía 10/9 Danmark - Króatía 12/9 VM Boksegalla TV-3 Norge 6/9 Aserbajdsjan - Norge Myndavél til sölu! Canon 1000 f, ásamt flassi, linsu 35-80mm, og tösku. Verð ca. 30 þúsund krónur. Upplýsingar í síma 456 3283 á kvöldin, eða 456 4560 á daginn, Gústi. Til leigu! Tveggja her- bergja íbúð að Urðarvegi 78, Ísafirði. Upplýsingar eru veittar í síma 456 3144 Skotfélagsmenn halda innanfélagsmót á hagla- byssu-, riffil- og skamm- byssugreinum á nýju svæði á Dagverðardal á sunnu- daginn kl. 13. Svæðið opn- að kl. 11. Skráning á staðn- um. 19 ára stúlku frá Svíþjóð vantar herbergi með að- gang að eldhúsi á leigu á Ísafirði. Upplýsingar í síma 456 4231 Til leigu 3ja herbergja íbúð í Stórholti, Ísafirði. Laus strax. Upplýsingar í síma 456 3183 Til sölu lyftingarbekk- ur. Verð, 10 þúsund krón- ur. Upplýsingar í síma 456 3421 Til sölu einbýlishúsið að Móholti 9, Ísafirði. Allar nánari upplýsingar í sími 456 3629. Slysavarnakonur Ísa- firði! Fyrirhuguð er ferð til Dublin 21.-25. nóv- ember. Þær konur sem áhuga hafa á þessari ferð, þurfa að skrá sig fyrir 14. september. Upplýsingar í síma 456 4390, Guðrún. Til sölu Subaru Justy, árgerð 1990, ekinn 80 þúsund km. Vel með farinn bíll, nýupptekin vél, aðeins tveir eigendur. Upplýs- ingar í síma 456 4850. Óska eftir notuðum ís- skáp, ekki hærri en 154cm. Upplýsingar í síma 456 5176. Til sölu er Garvin 38 GPS staðsetningatæki, selst á kr. 15.000,-, en kostar nýtt 18.800,-. Á sama stað er til sölu 22 cal. USSR riffill. Upplýsingar í síma 456 5252 og í boðtæki 842 0578. Til sölu eru fjögur BFGood- rich jeppadekk. Stærð 32"x11,5. Aðeins hefur ver- ið ekið á þeim í einn vetur. Uppl. í síma 456 4277. Lækkað verð! Til sölu falleg 55m² íbúð. Laus strax, öll ný standsett, þarf bara að flytja inn. Upplýsingar í síma 456 3128 Óska eftir notuðu píanói. Upplýsingar í síma 456 8170 eða 456 8122, Bryndís. Dökkblár ullarjakki með brúnum skinnkraga var tekinn í Víkinni á dansleik með Hallbirni fyrir u.þ.b. þremur vikum. Þeir sem kynnu að vita um jakkann hafi samband í síma 456 4367 Þrír yndislegir 12 vikna gamlir kettlingar fást gefins á góð heimili. Eru hálf norskir og kassavanir. Upplýsingar í síma 456 4262, eftir kl. 18. Óska eftir bókahillu. Upplýsingar í síma 456 8170 eða 567 8122, Bryndís. Fjögurra herbergja íbúð er til leigu að Stórholti 7, Ísafirði. Frábært útsýni. Upplýsingar í síma 456 4212 eða 853 1769 Til sölu notuð 486 tölva. Upplýsingar í síma 456 4535 Traðarstígur 1, Bolung- arvík er til sölu eða leigu. Upplýsingar í síma 456 7137 Stúlka óskast til að passa börn frá kl. 17:30 í fjóra tíma. Upplýsingar í síma 456 3689 Til sölu Toyota Tercel ́ 87. Á sama stað einnig til sölu lúxus-sófasett. Upplýsingar í síma 456 3689 Til leigu eru 2ja, 3ja og 4ja herbergja íbúðir í Hnífsdal, utan snjóflóðahættusvæðis. Upplýsingar í síma 456 4072 eða 456 3441, Heiðar. Til sölu íbúðin að Skóla- vörðustíg 21, sem er 83m² á góðum stað í bænum. Góð kjör ef samið er strax. Íbúðin er laus. Upplýsingar í síma 456 7265 Til sölu er Charvel bassa- gítar og Gibson Thunder- bird bassagítar. Upplýs- ingar í síma 456 7062 Til sölu notaður Silver- cross barnavagn, reiðhjól og barnakerra. Selst á góðu verði. Upplýsingar í síma 456 4535 Arnar G. Hinriksson hdl. Silfurtorgi 1 • Ísafirði • Sími: 456 4144 • Fax: 456 4243 Fasteignaviðskipti ÍSAFJÖRÐUR: Dalbraut 10: 115m² einbýlishús ásamt bílskúr. Skipti á íbúð í Hafnar- firði koma til greina. Verð: 7.100.000,- Stórholt 13: 4ra herb. íbúð á 2. hæð ásamt bílskúr. Skipti á ódýrari eign eða jafnvel bíl koma til greina. Íbúðin er laus. Verð kr. 7.800.000 Miðtún 31: 190 m² endaraðhús á 2 hæðum. Tilboð óskast. Stakkanes 6: Rúmlega 140m² raðhús ásamt bílskúr og sólstofu. Verð 11.500.000,- Strandgata 5: Hnífsdal, 2ja herb. íbúð 65 m² á 2. hæð í sambýlishúsi. Íbúðin er laus. Verð kr. 2.000.000 Pólgata 6: 3ja herbergja íbúð á 3. hæð. Verð: 3.900.000,- Mánagata 6: Efri hæð 155m² 5-6 herbergja. Laus fljótlega. Verð: 6.300.000,- Mjallargata 6: Norðurendi, 2x40m² 4ra herbergja íbúð ásamt tvöföldum bílskúr. Íbúðin er laus. Verð: 3.600.000,- Silfurgata 11: 3ja herbergja íbúð á 1. hæð. Verð: 4.000.000,- Stórholt 11: 3ja herbergja íbúð á 3. hæð fyrir miðju. Laus. Verð Eftirtaldar eignir eru einungis sýnishorn úr sölu- skrá okkar, leytið nánari upplýsinga á skrifstofu. 4.300.000,- Strandgata 7: Þetta hús er nú til sölu á aðeins kr. 6.500.000,- Pólgata 4: 5 herbergja íbúð á 3. hæð. Verð: 3.600.000,- Urðarvegur 60: Glæsilegt raðhús, alls rúmlega 200m², ásamt bílskúr. Skipti á minni eign á eyrinni koma til greina. Tilboð óskast. BOLUNGARVÍK: Kirkjuvegur 2: 214m² glæsilegt einbýlishús með innbyggðum bílskúr. Laust samkvæmt samkomulagi. Traðarland 10: Einbýlishús ásamt bílskúr. Verð: 7.200.000,- Skólastígur 21: 3ja herbergja íbúð á 1. hæð. Íbúðin er mjög falleg og er auð. Verð kr. 3.700.000,- Stigahlíð 2 og 4: 2ja og 3ja herbergja íbúðir. Verð: 1.500.000,- til 3.000.000,- Völusteinsstræti 28: 150m² einbýlishús á tveimur hæðum ásamt bílskúr. Nýuppgert að utan. Verð: 7.000.000,- Hafnargata 46: Allt húsið. Selst ódýrt. Traðarland 24: 200m² einbýlishús í lélegu ástandi. Selst ódýrt á góðum kjörum. Vitastígur 11: Neðri hæð. 82m² 3ja herbergja íbúð. Tilboð óskast. Vitastígur 21: 3ja herbergja íbúð á efri hæð. Laus eftir samkomulagi. Verð: 2.600.000,- SUÐUREYRI: Túngata 12: 130 - 140m² einbýlishús ásamt litlum bílskúr. Aðalgata 9: U.þ.b. 90m² einbýlis- hús. FLATEYRI: Bárugata 3: 2x60m² einbýlishús ásamt garðhúsi og stórum bílskúr. Afarfalleg eign. ÞINGEYRI: Fjarðargata 6: Einbýlishús á 2 hæðum. Húsið er illa farið og selst ódýrt. Vallargata 6: 98,6m² raðhús á einni hæð. Verð 2.600.000,- PATREKSFJÖRÐUR: Strandgata 11A: Einbýlishús á tveimur hæðum ásamt kjallara. Húsið er illa farið að innan en er nýklætt að utan. Verð: 2.600.000,- Sumarhús í Hnífsdal til leigu eða sölu Ákveðið hefur verið að selja eða leigja íbúðarhús á Teigunum í Hnífsdal, sem rýmd hafa verið, þar eð þau standa á snjóflóðahættusvæði. Hugsanlegt er að leigja húsin til lengri eða skemmri tíma. Upplýsingar um leigu og leigukjör veitir Birgir Valdimars- son á bæjarskrifstofunum í síma 456 3722. Aðrar upplýsingar um kvaðir, verð, greiðslukjör og annað veitir: Arnar G. Hinriksson, hdl. Silfurtorgi 1, Ísafirði, sími 456 4144.

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.