Bæjarins besta - 03.09.1997, Page 16
Íþrótta-
brjóstahöld
Fóru holu
í höggi
Bæjarins besta
ÓHÁÐ Á VESTFJÖRÐUMFRÉTTABLAÐ
Stofnað 14. nóvember 1984 Sími 456 4560 Fax 456 4564 Netfang: hprent@snerpa.is Verð kr. 200 m/vsk
Jarðboranir hf., leita að heitu vatni frá Engidal út á Óshlíð
Vonumst eftir vísbendingum um
að heitt vatn finnist hér í jörðu
segir Kristján Haraldsson orkubússtjóri, en boraðar verða fjórtán könnunarholur a næstu vikum
Jarðboranir hf., í Reykjavík
eru þessa dagana að hefja
undirbúning að leit að heitu
vatni á svæðinu frá Engidal í
Skutulsfirði út að Óshlíð.
Boraðar verða 13-14 könnun-
arholur auk þess sem leitað
verður með viðnámsmæling-
um á svæðinu í kringum Bol-
ungarvík. Það er Orkubú Vest-
fjarða sem fjármagnar verkið
en yfirumsjón með því hefur
Orkustofnun í Reykjavík. Þrír
aðilar buðu í verkið og var
tilboð Jarðborana hf., lægst
að sögn Kristjáns Haraldsson-
ar, orkubússtjóra. Fimm millj-
ónum króna verður varið til
verksins í ár.
,,Stjórn Orkubús Vestfjarða
samþykkti í fyrravor að leita
til þrautar að heitu vatni í nánd
við hitaveitukerfi fyrirtækis-
ins. Orkustofnun, sem hefur
yfirumsjón með verkinu, taldi
vænlegast að leita í kringum
Ísafjörð og Bolungarvík, og
það verk er nú að hefjast. Það
verða boraðar 13-14 könn-
unarholur á svæðinu frá Engi-
dal og út á Óshlíð, hver um
100 metrar að dýpt. Við gerum
okkur engar vonir um að heitt
vatn finnist, en boranirnar eiga
að taka af allan vafa þar um.
Að sjálfsögðu vonumst við til
að fram komi vísbendingar
um að heitt vatn sé hér í jörðu,
en verði niðurstaðan á annan
veg, getum við gleymt þessu,”
sagði Kristján Haraldsson.
Kristján sagði að kæmi
fram vísbending um að heitt
vatn væri að finna á svæðinu,
yrði haldið áfram við að finna
vatnsæð. Það yrði þó ekki gert
á þessu ári. ,,Dreifikerfið er
til staðar og það er lítið mál
að koma vatninu inn á það,
þ.e.a.s. ef vatnið er af sæmi-
legu hitastigi, 60 gráður eða
heitara. Ef það reynist kaldara,
kemur það okkur að litlum
notum. Þetta ár verður einung-
is notað til könnunar. Eftir að
borun lýkur, verða niðurstöð-
urnar túlkaðar og í framhaldi
af því teknar ákvarðanir um
framhaldið,” sagði Kristján.
Fyrir stuttu fóru þrír
ísfirskir golfspilarar
holu í höggi á golf-
vellinum í Tungudal.
Þar líkt og á öðrum
golfvöllum, telst það til
tíðinda þegar golfari fer
holu í höggi, hvað þá
þegar þrír gera slíkt hið
sama á stuttum tíma.
Laugardaginn 23. ágúst
fór Daníel Karl Egilsson,
14 ára, holu í höggi á 6.
braut vallarins, á mánu-
daginn 25. ágúst fór
Baldur Geirmundsson
holu í höggi á 7. braut
og þriðjudaginn 26.
ágúst fór Kristín Karls-
dóttir holu í höggi á 6.
braut. Golfararnir knáu
við holuna á 5. braut,
sem væntanlega verður
næsta takmark þeirra.
Baldur Geirmundsson,
Daníel Karl Egilsson og
Kristín Karlsdóttir.
Baldur bendir á braut-
ina þar sem boltinn
hans fór niður.
Íþrótta-
brjóstahöld