Bæjarins besta


Bæjarins besta - 03.09.1997, Page 7

Bæjarins besta - 03.09.1997, Page 7
MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 1997 7 Senn líður að því að keppni hefjist í úrvalsdeildinni í körfuknattleik, en fyrstu leik- irnir á komandi keppnistíma- bili hafi verið settir á 2. októ- ber nk. Lið frá Ísafirði tók síðastliðinn vetur í fyrsta skipti þátt í keppni í efstu deild íþróttarinnar og stóð sig frábærlega vel, þrátt fyrir hrakfallaspár ýmissa aðila tengdum íþróttinni. Lið Körfuknattleiksfélags Ísa- fjarðar, KFÍ, hafnaði í 9. sæti deildarinnar, jafnt að stigum og ÍR, og var hársbreidd frá því að tryggja sér sæti í úrslitakeppni deildarinnar. Markmið liðsins fyrir síðasta keppnistímabil var að halda sér í deildinni og tókst það með samstilltu átaki allra sem að því komu. Að sögn Guð- jóns Þorsteinssonar, liðsstjóra KFÍ, hefur stefnan í vetur ver- ið sett á úrslitakeppnina og horft verður til meistaratitils- ins að tveimur árum liðnum. Blaðið sló á þráðinn til Guð- jóns fyrir helgi og forvitnaðist um undirbúning liðsins í sumar, mannabreytingar, markmið og fleira sem tengj- ast mun starfsemi liðsins næsta keppnistímabil. ,,Við höfum misst þrjá menn frá síðasta keppnistíma- bili og fengið þrjá aðra í staðinn. Þeir sem eru farnir eru Hrafn Kristjánsson, sem mun leika með Hamri í Hvera- gerði, Ingimar Guðmundsson, sem er hættur að spila og Derrick Bryant, sem mun leika í Luxemburg í vetur. Í staðinn fyrir þá hafa komið þeir Ólafur Ormsson, sem áður lék með KR, Shiran Þór- isson, sem lék með KFÍ fyrir tveimur árum og David Bevis, sem kemur frá Arkansas í Bandaríkjunum. Stærsta breytingin á liðinu frá síðasta keppnistímabili er kannski sú að nú spilar aðeins einn erlend- ur leikmaður með liðinu í stað tveggja í fyrra. Við höfum ákveðið að treysta á heima- mennina og ætlum okkur að komast áfram á þeim. Við teljum okkur vera með góðan mannskap og eigum því að geta staðið okkur vel í vetur.” Strangar æfingar Aðspurður um hvernig komandi keppnistímabil leggðist í mannskapinn sagði Guðjón: ,,Það leggst mjög vel í okkur. Við erum ákveðnir í að standa okkur, þrátt fyrir að hafa verið mjög svekktir með að komast ekki í úrslita- keppnina í fyrra. Stefnan er því að komast í úrslitakeppn- ina í vetur sem og að stríða hinum liðunum í bikarkeppn- unum. Annað hugsum við ekki um í vetur, en eins og við sögðum fyrir síðasta keppnis- tímabil, verður stefnan sett á meistaratitilinn að tveimur árum liðnum. Við teljum okkur vera með besta þjálfar- ann í deildinni og ef okkur tekst að halda honum áfram sem og góðum mannskap, er þetta alls ekki fráleitt mark- mið.” Keppni í úrvalsdeildinni lauk í mars í vetur og síðan þá hefur liðið æft á fullu. ,,Undir- búningurinn hefur verið mjög góður. Leikmennirnir hafa hlaupið mikið í sumar og stundað lyftingar og nú um eins og hálfs mánaðar skeið hafa staðið yfir reglubundnar æfingar, sex daga vikunnar. Þetta er allt annað og meira en fyrir síðasta keppnistíma- bil. Á þessum tíma fyrir ári vorum við aðeins með sjö leikmenn en þeir eru fimmtán í dag.” Á síðasta keppnis- tímabili sögðu fjölmiðlar að heimavöllur KFÍ væri erfiður heim að sækja, hann væri hálfgerð ljónagryfja, sem erfitt væri að fyrirfram bóka sigur á. Áhangendur liðsins voru þá sérstaklega nefndir, enda fá lið sem hafa á að skipa eins traustum og fjörugum stuðningsmönnum. Frábærir áhorfendur ,,Við lærðum mikið af síðasta keppnistímabili og það er alveg á hreinu að það voru áhorfendurnir sem skópu oft á tíðum sigurinn með leik- mönnunum. Þeir gáfust aldrei upp. Það var alveg sama hvort við vorum 20 stigum undir eða yfir, krafturinn í þeim dvínaði aldrei. Þegar lið hefur slíka áhorfendur á bak við sig, getur það ekki kvartað. Á komandi keppnistímabili munum við vera með fjöl- margar uppákomur fyrir leiki og hefur verið tekin sú stefna að hafa þær sem fjölskylduvænastar. Við sáum það undir lok síðasta keppnis- tímabils, að fólk sem ekki vissi hvað sneri fram né aftur á körf- unum var að mæta á leiki og þegar við spurðum um ástæðuna fyrir komunni var svarið: Það er svo mikið um að vera í kringum leikinn. Það er því von okkar að þetta fólk og sem flestir aðrir komi og styðji okkur í vetur.” Að halda úti liði í efstu deild í þróttagrein krefst mikilla fjármuna. Hvernig tókst að fjármagna síðasta keppnis- tímabil og hvernir horfir með það næsta? ,,Síðasta ár gekk þokkalega upp. Þegar keppnistímabilinu lauk vorum við í skuldum en okkur hefur tekist að greiða þær skuldir niður í sumar. Um mitt sumar vorum við komnir niður á núllið og byrjuðum þá að hugsa um næsta keppnis- tímabil. Við gerum okkur grein fyrir því að við þurfum að hafa meira fyrir því að ná inn fjármagni á næsta keppn- istímabili en við vonum bara að það takist, enda kostar það 9-11 milljónir króna að senda karla- og kvennalið til keppni á hverju ári. Það þarf engan stærðfræðing til að sjá að það er erfitt að láta dæmið ganga upp, en við höfum fulla trú á að okkur takist ætlunarverk okkar.” -Hvað með stuðning bæjar- félagsins til íþróttarinnar? ,,Við erum ekki alveg sáttir. Yfirmenn bæjarfélagsins hafa verið mjög liðlegir við okkur í sambandi við margt en það er margt annað sem mætti bæta. Ég held að bæjarfélagið geti gert mikið betur, bæði fyrir körfuboltann sem og aðrar íþróttagreinar. Ef við ætlum að halda úti liði í efstu deild íþróttar, verður að koma til 100% stuðningur frá bæjar- félaginu. Við vinnum okkar starf af áhugamennsku en það er alveg á hreinu að við getum ekki gert þetta einir, stuðn- ingur bæjarfélagsins verður að vera fyrir hendi,” sagði Guðjón Þor- steinsson. Hinn nýi erlendi leikmaður KFÍ, David Bevis, kemur frá Arka- nsas í Banda- ríkjunum. David er 1,98 á hæð og spil- ar sem framherji. Keppni í úrvalsdeildinni í körfuknattleik hefst eftir mánuð Stefnan sett á meist- aratitilinn að tveim- ur árum liðnum

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.