Bæjarins besta - 03.09.1997, Side 11
MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 1997 11
Alltaf orðinn
svo þreyttur...
Börn Aðalheiðar og Bárðar
eru tvö, eins og áður segir.
Jóhanna Bárðardóttir er ný-
orðin tíu ára en Bjarki Bárð-
arson er rétt að verða átta ára
núna í haust. “Við þurfum að
fara að yngja upp hjá okkur,
þetta er orðið svo fullorðið!”
segir Aðalheiður.
- Eitthvað á leiðinni?
Aðalheiður: „Nei, það er
aldrei tími. Við erum alltaf að
gera eitthvað allt annað!“
„Maður er alltaf orðinn svo
þreyttur og syfjaður á kvöldin,
Hlynur minn,“ segir Bárður
og hlær.
Aðalheiður: „ Jóhanna er í
sveitinni núna, á Svarfhóli í
Geiradal. Hún er barnapía af
guðs náð, alveg barnagal, eins
og sagt er. Við Bárður vorum
bæði í sveit í Geiradalshrepp-
num á sínum tíma með margra
ára millibili og rákum kýrnar
á beit á sömu slóðirnar,
hreinlega á sömu þúfurnar, en
vissum ekkert um það fyrr en
seinna...“
Bárður: „Ég var í sveit í
Gilsfjarðarmúla þegar ég var
níu og tíu ára gamall...“
Aðalheiður: „En ég var í
Garpsdal.“
Húsið þeirra Bárðar og
Aðalheiðar er afskaplega vel
nýtt, þó að nú séu þar færri en
var á fyrri tíð. „Ég tala nú ekki
um þegar ég var hér líka með
Tannsmiðjuna. Þá var ekki ein
smuga sem var ekki notuð.
Núna erum við með eitt
aukaherbergi, eftir að hún fór.
Þar niðri breyttum við öllu í
vetur.“
Bárður: „Þegar Tannsmiðj-
an flutti í fyrra, þá þurftum
við að breyta öllu húsnæðinu
hinumegin og aðlaga það að
þeirri starfsemi sem nú fer
þar fram. Það var íbúðarhús-
næði en segja má að við
höfum tekið við því eins og
fokheldu.“
Frestum ekki hlutunum
- Ykkur fellur aldrei verk úr
hendi...
Aðalheiður: „Við sitjum
aldrei aðgerðalaus. Í fyrra var
ég utanskóla í fjarnámi í
Verkmenntaskólanum á Akur-
eyri að klára meistararéttindin
og kláraði það um síðustu ára-
mót.“
Bárður: „Við höfum alltaf
verið á dálítið mikilli ferð.
Það er ekki hægt að segja að
við séum neitt kyrrsetufólk.“
Aðalheiður: „Við erum eig-
inlega alltaf eitthvað að gera.
En samt getum við alveg
slappað af á milli og haft það
gott. En við frestum ekki
hlutunum. Við vitum ekki
hvort við verðum hérna á
morgun, svo að við reynum
að gera hlutina í dag.“
Bárður: „Mér finnst það
vera afslöppun að vera að
pjakka eitthvað með járnkarli
eða smíða, eins og núna í
kringum sumarbústaðinn.“
Aðalheiður: „Það er margt
fólk sem hefur engan áhuga á
svona löguðu, nennir því ekki
og finnst það bara vera leiðin-
legt.“
Bárður: „Það er bara mis-
jafnt hvað fólki þykir
skemmtilegt og hvað því þykir
afslöppun.“
Aðalheiður: „Jújú, við för-
um saman í göngutúra og
ýmislegt svoleiðis.“
Bárður: „Ég er veiðifrík,
göslast alltaf á veiðar þegar
ég get og hef gaman bæði af
skotveiðum og silungsveið-
um. Þegar stund gefst milli
stríða reyni ég að fara inn í
Langá með stráknum. Ég hef
farið á rjúpnaveiðar á hverju
ári alveg frá því að ég var tólf-
þrettán ára þegar ég byrjaði
að fara með pabba. Þá fékk ég
lítinn riffil til að vera með. Þá
var ekki eins mikið veriðað
spekúlera í aldri eða byssu-
leyfi og núna. Þá var reyndar
bara sextán ára aldurstak-
mark. Tímarnir hafa breyst
mikið síðan. En ég er með
byssuleyfi og allt löglegt í dag.
Síðast fórum við Svenni
Guðjóns ásamt fleirum á
sjófugl í fyrravor og fengum
170 fugla.“
- Þú áttt ekki bát?
„Nei, en ég átti bát einu
sinni, trillubát sem ég keypti
frá Noregi. Ég var svo skyn-
samur að ég seldi hann rétt
áður en hann varð verðmætur
út af kvótakerfinu, ég held að
það hafi verið ári áður en
kvótinn var settur á.“
Aðalheiður: „Við erum nú
ekkert að velta okkur upp úr
svoleiðis! Það þýðir ekkert.“
Ferðin til Rússlands
Áður en Bárður kynntist
Aðalheiði var hann ýmist á
togaranum Páli Pálssyni í
Hnífsdal eða að þvælast úti í
heimi.
„Áður en við kynntumst var
ég mikið á ferð og flugi, alveg
frá því að ég var 14 ára gamall.
Fyrst fór ég til Rússlands. Þá
vantaði messagutta á Hofs-
jökul seinni part sumars og
ég laug mig eiginlega um
borð. Ég varð að vera orðinn
16 ára en var ekki einu sinni
orðinn 15 ára. Mamma og
pabbi voru ekki heima þá og
þau vissu ekkert af þessu fyrr
en ég var kominn langleiðina
til Rússlands.“
- Hvernig var því tekið
þegar fréttist að piltur væri á
leiðinni til Rússíá?
„Gömlu hjónin áttu ekki um
neitt annað að velja en taka
því og sætta sig við það.“
- Varstu óstýrilátur ungling-
ur?
„Já, ég verð að viðurkenna
það. Fremur óstýrilátur. Það
er raunar vægt til orða tekið.
Það hefði engu tauti verið
tekið við mig hvort eð er
varðandi Rússlandsferðina.
Ég hefði farið mínu fram.“
Aðalheiður: „Svanbjörn
Tryggvason var líka háseti í
þessari ferð. Hann var árinu
eldri en Bárður. Birna móðir
hans samsinnti því að Bárður
væri orðinn sextán ára, svo að
það er hún sem sá til þess að
Bárður komst til Rússlands
með Svanbirni. Þeir félagarnir
eru alveg eins og Gög og
Gokke á gömlum myndum.“
Bárður: „Ég var mjög lítill
eftir aldri. Ég held að ég hafi
ekki litið út fyrir að vera
deginum eldri en tíu ára.“
Síðar fór Bárður í skútu-
ferðalög og önnur ferðalög og
þvældist mikið, á milli þess
sem hann var á Páli Pálssyni.
Tvisvar fór hann til Banda-
ríkjanna og var þar fyrst í
fjóra-fimm mánuði á fiskiríi
frá litlum sjávarbæ skammt
frá San Francisco. Þremur
árum seinna fór hann til
Seattle að heimsækja Jón
bróður sinn. „Þar leiddist mér,
alltaf rigning, fannst mér -
það er allt svo gott í Ameríku
að þar á ekki einu sinni að
vera rigning - svo að ég keypti
mér bíl og keyrði til Kali-
forníu, fór niður á höfn og
fékk pláss á sjó og var þar í
nærri því ár. Svo fór mig að
langa til að koma heim aftur
og ég gerði það. Þetta var viss
lífsreynsla og annað en maður
hefur kynnst hér heima að
stunda sjóinn frá Kyrrahafs-
strönd Bandaríkjanna. Þegar
ég kom heim fór ég aftur á Pál
og var á honum þangað til ég
fór í bakaríið í stuttan tíma og
síðan í Mjölvinnsluna.“
Jón Fannberg og naglarnir
Við snúum okkur aftur að
húsinu, viðgerðunum, smíð-
unum. Þau hjónin hafa ekki
eytt miklum peningum í efni,
heldur reynt að nýta allt sem
nýtanlegt er. Bárður segist
hafa lært nokkuð í því efni af
Jóni heitnum Fannberg
frænda sínum. „Hann var enn
að rétta nagla þegar hann var
orðinn múltimilli.“
Aðalheiður: „Við sáum
þetta aftur núna í sumar, þegar
Júgóslavarnir okkar komu í
heimsókn einn sunnudag í
sumarbústaðinn í Súganda-
firðinum til að hjálpa okkur
að mála og gera fínt. Þá tíndi
frúin upp hvern einasta gaml-
an og boginn nagla sem hún
fann upp og setti inn í skúr.
Þetta fólk veit hvað það er að
gera. Við Íslendingar fleygjum
kannski meiru en góðu hófi
gegnir.“
Þau hjónin fara ekki dult
með að þau hafa getað nýtt
sér ýmislegt sem aðrir hafa
verið búnir að henda. „Við
erum að vísu ekki daglegir
gestir á haugunum, en ýmis-
legt höfum við séð þar. Það er
alveg ótrúlegt hvað fólk lætur
frá sér fara af spýtum og timbri
og öðru sem hægt er að nota“,
segir Aðalheiður.
Bárður: „Fyrir nokkrum
dögum vorum við á haugun-
um að henda drasli og þar
blasti við mér timbur, milli
250 og 300 metrar af 1x3,
sem var bæði heflað og fúa-
varið.“
Aðalheiður: „Við nagl-
hreinsuðum þetta allt sam-
an...“
Bárður: „...og það dugar
okkur í alla klæðninguna á
pallinum við sumarbústað-
inn.“
Aðalheiður: „Þegar við
fengum nýtt hjónarúm smíð-
uðum við hillur úr gamla rúm-
inu, og það er ekki hægt að
sjá að það sé neitt að þeim.“
Bárður: „Það er ekkert vit í
því að henda hjónarúminu
þegar hægt er að búa til hillur
úr því.“
Aðalheiður: „Stundum er
fólk að spyrja hvort við séum
svona rík. Það er ekki málið,
heldur reynum við bara að sjá
möguleikana í hlutunum.“
Bárður: „Þegar leið að því
að koma upp grindverki kring-
um lóðina, þá fékk ég gamalt
mótatimbur sem ég fletti niður
og sagaði niður hvern einasta
spela sjálfur, 550 stykki, og
málaði þá þrisvar sinnum. Það
þarf meiri málningu á óhefl-
aðan við, en hún endist marg-
falt betur en á slétthefluðu,
því að grófa spýtan heldur svo
vel málningunni. Margir
hefðu einfaldlega ekki nennt
að búa til alla þessa spela.
Þetta var alveg rosaleg vinna,
en mér fannst allt of dýrt að
kaupa þá tilbúna.“
...og hvernig
Við göngum niður í kjallara
og skoðum herbergið sem til
skamms tíma hýsti Tann-
smiðjuna við Smiðjugötu á
Ísafirði. Það er ekki gott að
ímynda sér, hvaða hlutverki
timbrið í þiljunum þar kann
að hafa gegnt áður. Eitt er
víst, að heimsókn í gamla og
fallega húsið til Aðalheiðar
og Bárðar er áhrifarík, sérstak-
lega þegar maður veit hvað
hefur verið gert þar síðustu
árin - og hvernig.
Hlynur Þór Magnússon.
Bjarki, Aðalheiður Svana og Bárður Jón.
Fjórðungsþing var haldið á Ísafirði um síðustu helgi. Mörg
athyglisverð mál voru þar til meðferðar. Fjórðungssamband
Vestfirðinga sem stóð fyrir þinghaldinu á sér langa sögu, en
það var stofnað 1949 fyrir 38 árum og hefur starfað óslitið
síðan. Til ársins 1971 var um að ræða samstarfsvettvang
sýslufélaga og Ísafjarðarkaupstaðar með sama fyrirkomulagi
og Kollabúðafundir fyrrum. Fjórðungssambandið varð að
samtökum sveitarfélaga á Vestfjörðum fyrir 26 árum með
sama hætti og landshlutasamtök í öðrum kjördæmum. Jafnframt
var ráðinn til þess framkvæmdastjóri, sem lengst af hefur verið
Jóhann T. Bjarnason. Halldór Halldórsson frá Ögri var ráðinn
til starfa á síðasta ári, en þá hafði Eiríkur Finnur Greipsson,
núverandi sparisjóðsstjóri á Flateyri gegnt starfinu um skamma
hríð.
Sambandið hefur sinnt mörgum þörfum verkum og verða
þau ekki rakin hér. En fyrst og fremst hefur það verið
sameiginlegur vettvangur sveitarfélaganna á
Vestfjörðum við úrlausn hinna ýmsu verkefna á
kjördæmisgrunni. En margt hefur breyst á
liðnum áratugum. Við upphaf sambandsins
voru sveitarfélög á Vestfjörðum 35, árið
1971 voru þau 33, Grunnavíkur-
hreppur kominn í eyði, hafði verið
sameinaður Snæfjallahreppi,
Sléttuhreppur löngu tæmdur af
íbúum. Nú eru sveitarfélögin 12
talsins og bráðnauðsynleg sam-
einingarumræða farin af stað í
Strandasýslu, sem myndi ef allt
gengur vel leiða til þess að þau
yrðu alls 7 á Vestfjörðum.
Hér hefur því verið haldið
fram áður, að á Vestfjörðum
við núverandi aðstæður eigi
sveitarfélög alls ekki að vera
fleiri en fjögur, eitt á norðan-
verðum Vestfjörðum, sem
tæki til Ísafjarðarsýslna beggja
eins og þær voru, eitt í Vestur-Barðastrandarsýslu, eitt í Austur-
Barðastrandarsýslu og loks eitt í Strandasýslu. Þessu er skotið
að hér til að skilja betur með hvað hætti lesið verður úr
umræðum á síðasta fjórðungsþingi.
Vegagerð til framtíðar
Töluverður metnaður lýsti sér í dagskrá þingsins, en
meginverkefnin voru álit samgöngunefndar sambandsins,
málefni fatlaðara vegna flutnings þessa málaflokks til
sveitarfélaga, skógrækt og skjólskógar á Vestfjörðum,
möguleikar Vestfjarða í orku- og mannaflafrekum iðnaði og
loks Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða. Eitt mál bar öðrum hærra
á þinginu, framtíðarvegagerð á Vestfjörðum. Um mál fatlaðra
varð engin umræða og lítil um skólamál ef frá talinn framsaga
um fjárhags- og starfsáætlun Skólaskrifstofu Vestfjarða.
Því hefur stundum verið haldið fram að mönnum sé tamast
að ræða um þau viðfangsefni sem auðveldast er að mynda sér
skoðun um, eða í raun það sem þeir telja sig helst hafa vit á. Á
fjórðungsþingi fyrir ári var mjög rætt um stefnu sambandsins í
samgöngumálum á landi og boðað til málþings um efnið
síðasta haust. Þá var talað um annars vegar vesturleið og hins
vegar Djúpveg um Ísafjarðardjúp og Strandasýslu. Nefndur
var sá möguleiki að grafa jarðgöng undir fjöllin milli Dýrafjarðar
og Arnarfjarðar. Sumir töldu það lítið mál, aðrir bentu á að lítil
líkindi væru á að fjarveitingar fengjust til slíks í kjölfar
Vestfjarðaganga.
Skemmst er frá því að segja að Fjórðungsþing náði um það
góðri samstöðu að þeim framkvæmdum, sem þegar er unnið
að, skyldi haldið áfram. Vesturleið er inni og gert ráð fyrir að
gerður verði nýr vegur úr Arnarfirði í Þorskafjörð, nýr vegur
um Arnkötludal milli Steingrímsfjarðar á Ströndum yfir í
Gautsdal í Reykhólahreppi, auk lagfæringa á vegum frá
Patreksfirði að Flókalundi og frá Bíldudal að sama stað. Stefnt
yrði að jarðgöngunum að loknu 10 ára framkvæmdatímabili.
Þarna náðu menn saman með svipuðum hætti og á fjórðungs-
þingi í Reykjanesi 1976. En eftir þeim markmiðum hefur verið
unnið í vegagerð á Vestfjörðum.
Samgöngur breyta sveitarfélagaskipan
Verði þessi metnaðarfulla áætlun að veruleika breytast enn
forsendur. Upp kann að koma sú staða að Strandir eigi í raun
ýmislegt sameiginlegt með Reykhólahreppi og þar liggi næsti
flötur í sameiningarmálum og sveitarfélög á Vestfjörðum verði
þrjú. Þarna á milli voru mikil samskipti á fyrri öld og fram á
þessa.
Sameining er ekki markmið í sjálfu sér. En hún ásamt
bættum samgöngum þjónar því markmiði að á Vestfjörðum
verði enn betri skilyrði til búsetu en nú. Hinu má heldur ekki
gleyma að vegir á Vestfjörðum eru ekki bara fyrir íbúana.
Miklu fleiri nota þá og þeim mun fjölga.
– Stakkur
Fjórðungsþing Vest-
firðinga og framtíðin