Bæjarins besta


Bæjarins besta - 03.09.1997, Side 9

Bæjarins besta - 03.09.1997, Side 9
MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 1997 9 Smiðjan í Smiðjugötu og smiðirnir í húsinu innanstokksmunirnir að Smiðjugötu 1 á Ísafirði. Vold- ugt stálsverð hangir á vegg og brandurinn á því á annan metra á lengd. Þar er líka á vegg nafnskilti af stýrishúsi á skipi, Pamela stendur á því. Bárður: „Þetta er dálítið merkilegt skilti. Ég fékk það úr búinu eftir afa minn, Jón Grímsson. Það er af stýris- húsinu á togara sem strandaði í Tálknafirði árið 1915. Sigur- jón bankastjóri á Ísafirði eign- aðist stýrishúsið af þessu skipi og notaði það fyrir garðhús og hjá honum fékk afi það. Lykillinn og skiltið eru það eina sem eftir er af þessu skipi. Húsið stóð lengi í garðinum hjá afa að Aðalstræti 20, þar sem nú er stórhýsið þar sem Ríkið er. Það var verið að taka til eftir að afi dó og þá átti að henda þessu skilti. Ég hélt nú ekki, þó að ég væri ekki nema sautján-átján ára gamall og vildi eiga það.“ - En sverðið? „Það kom frá Spáni. Systir mín gaf mér þetta sverð fyrir fjölda ára. Hún hélt á því í farangrinum alla leið frá Spáni og mér finnst með ólíkindum að hún skyldi komast með það heim átölulaust.“ Tafl frá Willard Fiske Taflmenn standa í hillum í stofunni, merkilegir að sjá, renndir og útskornir úr hval- beini. „Þessa taflmenn fékk ég líka eftir afa. Skákfrömuð- urinn og Íslandsvinurinn Will- ard Fiske, sem er ekki síst þekktur fyrir hrifningu sína af skákáhuganum í Grímsey kringum aldamótin og gaf nokkrum eyjaskeggjum töfl, og eignaðist afi seinna eitt þeirra. Borðið sjálft er saman- brotið og dottið sundur í brot- inu. Afi hennar Heiðu sagði að vitað væri um tvö önnur töfl í landinu, sem Fiske hefði gefið. Þegar ég sagði honum frá þessu tafli voru þau þar með orðin þrjú. Einhvern tíma frétti Högni Torfason af þessu tafli og falaðist eftir því fyrir Skáksambandið, en fékk ekki. Afi gaf mér þetta svona sem arf. Það var vegna þess að hann var alltaf heima hjá okkur á jólunum síðustu árin og þá vorum við stöðugt að tefla. Ég var sá eini sem nennti að sitja og tefla við gamla manninn. En alltaf vann hann mig. Ég á margar góðar minn- ingar um afa minn.Einhvern tímann fór ég til hans þegar ég var smápatti, kannski sex ára, og bað hann að lána mér túkall. Mér er þetta ákaflega minnisstætt. Hann brást illa við og hélt því fram að ég væri ekki neinn borgunarmað- ur fyrir peningaláni. Hann sagði að menn ættu aldrei að biðja um lán sem ekki gætu borgað það. Samt lét hann mig hafa túkallinn. En ég fór til pabba og bað hann að gefa mér túkall til að geta borgað afa. Ég fór niður í bæ til að borga honum og þá fékk ég aldeilis gaddavírssmell á kinnina.“ Afi var stundum órakaður - Gaddavírssmell? „Já, koss og knús. Afi var stundum órakaður og skegg- broddarnir voru eins og gaddavír. Þetta með túkallinn hefur setið í mér síðan. Ég hef alltaf haft þetta hugfast með lántökurnar síðan. Þetta var alveg hárrétt lífsspeki hjá gamla manninum. Maður á ekki að vera að biðja um lán án þess að vera borgunarmað- ur fyrir því, þó að það sé ekki nema túkall.“ Afi Bárðar sem hér um ræðir var Jón Grímsson mála- flutningsmaður á Ísafirði, sonur Gríms Jónssonar guð- fræðings og kennara á Ísafirði, sem var einn af Gilsbekking- unum svokölluðu. Bræður Gríms voru þeir Árni Jónsson faktor hjá Ásgeirsverslun og séra Þorvaldur Jónsson, en mágur þeirra var Þorvaldur Jónsson læknir og póstmeist- ari. Bræður þessir voru kennd- ir við Gilsbakka í Hvítársíðu í Borgarfirði. Þessir fjórir menn réðu að sögn öllu sem þeir vildu ráða á Ísafirði kringum aldamótin. Bárður tekur upp gamalt og mjög lúið brýni. „Þetta fund- um við í gamalli tóft á Gils- brekku í Súgandafirði. Þessu hefur einhver sláttumaðurinn stungið inn í vegg á sínum tíma og þar hefur það verið síðan.“ Sumarbústaðurinn Aðalheiður og Bárður hafa varið tómstundum sínum í Súgandafirðinum í sumar. „Við keyptum í sumar gamla viðlagasjóðshúsið sem Djúp- báturinn var í niðri við höfn og fluttum það að Gilsbrekku. Það var búið að vera draumur okkar í tíu ár að koma okkur þar upp sumarhúsi. Undan- farið höfum við unnið að því að koma því í gagnið. Jón bróðir kom frá Ameríku og hjálpaði mér til við að auka aflið í rafstöðinni með því að setja víðari aðrennslislögn að henni. Nú er svo mikið raf- magn á Gilsbrekku að það flæðir út úr!“ segir Bárður. „Ég hef alltaf verið heill- aður af þessu landi þarna í Súgandafirðinum. Afi keypti þessa jörð árið 1912, að mig minnir. Hann tapaði því aftur þegar hann varð gjaldþrota á kreppuárunum þegar hann var í einhverju síldarævintýri á Suðureyri, og bankinn fékk það og átti einhver ár. Þegar afi komst aftur til efna keypti hann svo aftur af bankanum og jörðin hefur verið í ættinni síðan. Ég hef heyrt eftirfarandi sögu á bak við kaup hans á Gilsbrekku: Þá var hann í til- hugalífinu með ömmu og var einhvern tímann ríðandi á ferð handan fjarðarins. Sólin sest þannig í Súgandafirði að hún skín beint inn fjörðinn. Gils- brekkueyrin var böðuð í kvöldsólinni og afi hét því að reisa handa ömmu sumarhús á Gilsbrekku. Þá var hætt að búa þar. Amma bjó á Gils- brekku á sumrin á meðan afi var á Suðureyri. Það hús fór í snjóflóði fyrir þremur árum. Við settum okkar hús niður á gömlum tóftum í landareign- inni. Þarna er mikið af göml-

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.