Bæjarins besta - 03.09.1997, Qupperneq 6
6 MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 1997
Útgefandi:
H-prent ehf.
Sólgötu 9,
400 Ísafjörður
% 456 4560
o 456 4564
Netfang:
hprent@snerpa.is
Stafræn útgáfa:
http://www.snerpa.is/bb
Ábyrgðarmenn:
Sigurjón J. Sigurðsson
Halldór Sveinbjörnsson
Ritstjóri:
Sigurjón J. Sigurðsson
Blaðamaður:
Magnús Hávarðarson
Bæjarins besta er aðili að samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða.
Eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og annars efnis er
óheimil nema heimilda sé getið.
Leiðari
Bolungarvík
Í haust verður unnið við endurbætur á Syðridalsvegi frá
Geirastöðum að Hanhóli við Bolungarvík. Vegurinn hefur
verið torfær yfir vetrartímann sökum snjóa, en nú á að gera
bragarbót á því og verður vegurinn m.a. hækkaður.
Til að flýta fyrir framkvæmdum hefur bæjarsjóður
Bolungarvíkur lánað Vegagerðinni fjórar milljónir króna
til verksins sem munu greiðast með fjárveitingu af
safnvegafé, eigi síðar en árið 1999.
Bærinn lánar Vegagerðinni
Bolungarvík
Bærinn kaupir lóðir
Bolungarvíkurkaupstaður keypti nýverið lóðir sem hingað
til hafa verið í eigu sona Einars Guðfinnssonar. Um er að
ræða 28.812m² alls en með í kaupunum fylgdu fasteignir
við Brimbrjótsgötu og Strandgötu sem samanstanda af
fiskverkunarhúsi og veiðafærageymslu.
Kaupverðið var 6 milljónir króna og munu kaupin auð-
velda Bolungarvíkurkaupstað úthlutun lóða á athafnasvæð-
inu við og í kringum höfnina.
Bolungarvík
Aldarafmæli Einars minnst
Á vegum bæjarstjórnar Bolungarvíkur hefur verið kosin
þriggja manna nefnd sem ætlað er að gera tillögur um
hvernig standa skuli að hátíðarhöldum vegna aldarafmælis
Einars Guðfinnssonar 17. maí á næsta ári.
Einar lést 29. október árið 1985, en saga Bolungarvíkur
og lífshlaup Einars eru tengd órjúfanlegum böndum um
alla framtíð. Víst er að Bolvíkingar allir munu fagna tæki-
færi til að heiðra minningu þessa mikla athafnamanns.
Breytingar á akstursstefnum í miðbæ Ísafjarðar
Einstefnu snúið við á Eyrinni
Skýringar með korti: A) Breytt einstefna þannig að í stað þess að ekið sé upp Hafnarstræti, verður ekið niður. B) Tvær
akgreinar verða niður Hafnarstræti frá gatnamótum Skutulsfjarðarbrautar að Pollgötu. C) Biðskylda er á akrein
niður Hafnarstræti við Pollgötu. D) Biðskylda er á akrein frá Pollgötu niður Hafnarstræti. E) Breytt akstursstefna í
Mánagötu. F) Bannað verður að leggja ökutækjum í Hafnarstræti, milli Mánagötu og Hrannargötu.
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur ákveðið að gera breytingar
á akstursstefnum í miðbæ Ísafjarðar sem koma munu til
framkvæmda 15. september nk. Í fyrsta lagi verður aksturs-
stefnu um Hafnarstræti og Aðalstræti breytt þannig að einstefna
verður niður Eyrina, frá Mánagötu að Pollgötu. Þá verður
bannað að leggja ökutækjum í Hafnarstræti, milli Mánagötu
og Hrannargötu og einstefnu um Mánagötu verður breytt
þannig að í stað þess að ekið sé frá Fjarðarstræti inn Mánagötu,
verður ekið frá Hafnarstræti og út Mánagötu.
Vegna breytinga á umferðarstefnu í Hafnarstræti og
Aðalstræti er talið nauðsynlegt að skipta götunni í þrjár
akgreinar, þ.e. tvær niður Eyrina og eina upp. Breyting þessi
hefur í för með sér að ekki verður hægt að heimila lagningu
ökutækja í Hafnarstræti, milli Mánagötu og Hrannargötu. Til
að gera þessar breytingar mögulegar sem og að gera umferðina
öruggari, verða settar upp umferðareyjar og merkingar auknar
á gatnamótum Skutulsfjarðarbrautar, Hafnarstrætis og
Pollgötu. Í fréttatilkynningu frá Ísafjarðarbæ segir að ástæða
breytinganna sé sú að mun eðlilegra sé að aka beint inn í
miðbæinn í stað þess að fara fyrst til hliðar við hann þ.e. um
Pollgötu eða Fjarðarstræti, og koma síðan aftan að miðbænum,
eins og sé verið að aka frá miðbænum.
,,Gatnamótin, Hafnarstræti, Pollgata, Mánagata eru mjög
erfið eins og þau eru nú og umferðartæknilega mjög óheppileg,
þar sem sá sem ekur yfir þau frá Hafnarstræti í átt að Mánagötu,
hefur ekki nægilega yfirsýn yfir umferð frá Pollgötu, auk þess
að sá sem ekur upp Hafnarstræti og ætlar niður Pollgötu, á í
erfiðleikum með að ná beygjunni. Með breytingunni mun sá
sem þarf að víkja fyrir umferðarstraumi frá Pollgötu, hafa
betri yfirsýn yfir þá umferð. Akstur frá Pollgötu niður
Hafnarstræti verður gerður aðgengilegri fyrir allar gerðir bíla,”
segir m.a. í fréttatilkynningu frá Ísafjarðarbæ.
130 laxar hafa veiðst í Laugardalsá í sumar
Engin ástæða til að hanga
lengur yfir þessu í sumar
segir Sigurjón Samúelsson, bóndi á Hrafnabjörgum, sem hyggst loka Laugardalsá á sunnudag
Eins og greint hefur verið
frá hér í blaðinu, hefur veiði í
laxveiðiám við Ísafjarðardjúp
verið mjög dræm í sumar. Á
föstudag voru 110 laxar
komnir á land í Langadalsá
auk þess sem veiðimenn þar
höfðu veitt 130 bleikjur. Áin
var opnuð 20. júní og veiði
lýkur 20. þessa mánaðar. Holl
veiðimanna sem lauk veiðum
í ánni á föstudag, fékk þrjá
laxa og 20 bleikjur.
Svipaða sögu er að segja af
Laugardalsá. Á mánudag
höfðu 130 laxar veiðst í ánni
það sem af er sumri. Að sögn
Sigurjóns Samúelssonar,
bónda á Hrafnabjörgum, hefur
enginn verið við veiðar í ánni
frá því á föstudag og aðeins
einn hópur veiðimanna á eftir
að mæta í ána það sem eftir
lifir af veiðisumrinu. Sá hópur
mætir á morgun og lýkur veiði
á sunnudag. ,,Fyrst enginn
hefur áhuga á að kaupa veiði-
leyfi í ánni, er engin ástæða til
að hanga yfir þessu lengur.
Því reikna ég með að loka
ánni á sunnudag,” sagði Sigur-
jón.
Sigurjón Samúelsson.
Horft til framtíðar
Þótt sögur hermi að landið
okkar hafi verið skógi vaxið
milli fjalls og fjöru er fyrst
var þar drepið niður fæti, virðast Vestfirðingar lengst af
hafa lifað í þeirri trú að hér um slóðir þrifist fátt annað
gróðurs en gras. Segja má að við höfum unað glaðir við
lágvaxinn gróður frá náttúrunnar hendi, sem víða er að
finna í hlíðum vestfirskra fjalla og haft svo mikið við að
gefa honum skógarnafn.
Þetta viðhorf hefur verið á undanhaldi síðustu ár. Því
bera vitni margir og fallegir garðar, sem einstaklingar hafa
komið sér upp við híbýli sín af mikilli elju og oft við
erfiðar aðstæður. Hinu ber heldur enginn á móti að alltaf
hafa verið til eldhugar, sem trúðu á gróðurmátt vestfirskrar
moldar og létu ekki deigan síga þrátt fyrir lítinn skilning á
starfi þeirra.
Á aðalfundi Skógræktarfélags Íslands, sem fram fór á
Núpi í Dýrafirði um helgina, komu fram hugmyndir um
áhugavert verkefni sem kemur til með að hafa gífurlega
þýðingu fyrir framtíð byggðar í Dýrafirði og Önundarfirði.
Megin inntak verkefnisins, sem áætlað er að verja þurfi
til 14 milljónum króna árlega næstu tuttugu ár, er ræktun
skóga og skjólbelta á samtals 1100 hektara svæðum í
Dýrafirði og Önundarfirði og breyta með því náttúrufari á
þessum stöðum. Sæmundur Kr. Þorvaldsson, verkefnis-
stjóri hjá Skógræktinni, segir að með þessum hætti megi
hafa áhrif á veðurfar, hækka hitastig, breyta snjóalögum
og skjólbeltunum sé ætlað að skýla gróðri, mönnum og
búfénaði.
Það sem öðru fremur gefur mönnum nánast fullvissu
um að hér sé um raunhæft markmið að ræða, er að við
gróðurtilraunir á Læk í Dýrafirði undanfarin ár, hefur
áþreifanlega komið í ljós að ýmsar trjátegundir þrífast hér
mjög vel. Sumar hverjar jafnvel betur en á Suðurlandi að
sögn Aðalsteins Sigurgeirssonar, skógfræðings.
Því miður hafa viðhorf skógræktarmanna og bænda á
Íslandi til ræktunar og landnýtingar átt heldur litla samleið.
Á þessu er þó að verða breyting. Við erum vonandi að átta
okkur á því, að án sáttar um nýtingu lands og auðlinda,
verður aldrei sátt með þjóðinni sjálfri. Fyrirhugaðri
skógrækt á Vestfjörðum er ekki stefnt gegn núverandi
nýtingu lands á þeim svæðum er um ræðir. Þvert á móti er
henni ætlað að styrkja umsvifin.
Sveitarstjórnum og þingmönnum Vestfirðinga ber
umsvifalaust að taka þetta mál upp á arma sína og tryggja
hlut okkar í þeim fjármunum, sem stjórnvöld áforma að
verja til skógræktar og umhverfismála á komandi árum.
Með hugmyndinni um skóg- og skjólbeltarækt á
Vestfjörðum er horft til framtíðar. Það er ánægjuleg mótsögn
við fjölda skammtímalausna þar sem ráðamenn hafa
einblýnt á veðurhorfur næsta sólarhring.
s.h.