Bæjarins besta - 03.09.1997, Page 5
MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 1997 5
Fulltrúar á Fjórðungsþingi Vestfjarða sem haldið var fyrir helgina í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.
42. þing Fjórðungssambands Vestfirðinga
Full samstaða um framtíðar-
stefnu í samgöngumálum
num afar kostnaðarsaman, en er um leið uppspretta helsta
vaxtabrodds í atvinnulífi og afkomu Vestfirðinga.
Ennþá standa ófullnægjandi landsamgöngur í vegi fyrir
eðlilegri framþróun í búsetu og atvinnuuppbyggingu á
Vestfjörðum. Gera verður verulega bragarbót á í þessum
efnum svo takast megi að snúa sífelldri vörn í sókn til bættrar
afkomu Vestfirðinga.
Góðar og tryggar vegasamgöngur skapa öllu öðru fremur
þau skilyrði sem nauðsynleg eru til þess að atvinnuvegir á
Vestfjörðum geti keppt á jafnréttisgrundvelli í síharðnandi
samkeppni nútímans.
Í ljósi þeirra gífurlegu fjárfestinga og framkvæmda í stóriðju,
virkjunum og vegagerð sem nú standa yfir og eru fyrirhugaðar
á suðvesturhorni landsins, og soga til sín fjármagn og vinnuafl,
telur starfshópurinn að þegar í stað verði að grípa til aðgerða
á Vestfjörðum sem skapa nauðsynlegt mótvægi við þetta.
Aukin stórverkefni í vegagerð á Vestfjörðum eru m.a. það
mótvægi sem þarf.“
Meðal annarra mála sem til umræðu voru á fjórðungsþinginu,
var flutningur málefna fatlaðra til sveitarfélaga, en samkvæmt
lögum á flutningurinn að eiga sér stað 1. janúar 1999. Kynnt
var verkefnið Skjólskógar í Dýrafirði og Önundarfirði, en á
þessum stöðum er verið að hefja skógrækt í nokkuð stórum
stíl. Kristján Haraldsson orkubússtjóri, kynnti virkjunarkosti
Orkubús Vestfjarða og Einar Snorri Magnússon, markaðsráð-
gjafi Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða, flutti erindi um
möguleika í orkufrekri og mannfrekri framleiðslu á Vest-
fjörðum. Að síðustu flutti Sigurður Jónsson, stjórnarformaður
Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða, erindi um starfsemi félagsins
og framtíðarsýn.
42. Fjórðungsþing Vestfirðinga var haldið í Stjórnsýsluhús-
inu á Ísafirði á föstudag og laugardag. Ýmis mál voru á
dagskrá þingsins, en samgöngumál bar þó hæst.
Starfshópur á vegum samgöngunefndar Fjórðungssam-
bandsins um stefnumótun í vegamálum á Vestfjörðum var
kosinn á fjórðungsþinginu á síðasta ári og skilaði nú tillögum
sínum. Samþykkt var tillaga starfshópsins um stefnu Vestfirð-
inga í vegamálum næstu tíu árin.
Samkvæmt tillögum hópsins í forgangsröð verður lokið við
vegagerð milli þéttbýlisstaða, flugvalla og ferjubryggja innan
hvers samgöngusvæðis á næstu þremur árum. Stórverkefni í
vegagerð verða tvö, Djúpvegur og nýtt stórverkefni á Vest-
fjarðavegi milli Flókalundar og Bjarkalundar. Nýr vegur verður
lagður um Arnkötludal milli Steingrímsfjarðar og Reykhóla-
sveitar sem mun loka hringvegi um Vestfirði í austri. Í tillög-
unum er gert ráð fyrir að eftir tíu ár verði hringvegur með
bundnu slitlagi um Vestfirði sem tengja mun allar byggðir
fjórðungsins saman. Einnig er gert ráð fyrir að þegar verkefnum
10 ára tímabilsins verður lokið, verði ráðist í gerð jarðganga
milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar og hringvegi um Vestfirði
þar með lokað.
Áætlað er að heildarkostnaður vegna framkvæmdanna verði
sjö til níu milljarðar króna. Vega þar þyngst framkvæmdir við:
jarðgöng milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar, 1,5 til 2 milljarðar
króna, Djúpveg, 1,1 til 1,6 milljarður króna og veg milli
Bjarkalundar og Flókalundar, 1,4 til 2 milljarðar króna.
Í greinargerð með tillögum starfshópsins segir m.a.:
„Þó margt hafi áunnist í vegamálum á Vestfjörðum s.l. 20 ár
gjalda Vestfirðingar enn síns stórkostlega landslags, djúpra
fjarða og hárra fjalla, landslags sem gerir vegagerð í fjórðung-
KFÍ stóð sig vel á Valsmótinu í körfuknattleik
Árangurinn fyrirheit
um gott gengi í vetur?
Lið Körfuknattleiksfé-
lags Ísafjarðar, KFÍ, stóð
sig vel á hinu árlega Vals-
móti sem haldið var í
Reykjavík um síðustu helgi.
Tólf lið tóku þátt í mótinu
og hafnaði KFÍ í 3.-5. sæti
ásamt Njarðvíkingum og
KR. Lið Hauka og Grinda-
víkur kepptu til úrslita á
mótinu og sigruðu Haukar
með yfirburðum í úrslita-
leiknum.
Keppt var í tveimur riðl-
um á mótinu. Í riðli með
KFÍ voru Njarðvík, Keflavík,
Haukar, Stjarnan og ÍR en í
hinum riðlinum kepptu
Grindavík, Þór Akureyri,
Skallagrímur, KR, Akranes og
Valur. Lið KFÍ sigraði ÍR 49-
31, tapaði 47-67 á móti Hauk-
um, sigraði Keflavík 59-56,
tapaði 59-61 gegn Njarðvík
og sigraði Stjörnuna með 54
stigum gegn 47. KFÍ lék án
tveggja sterkra leikmanna,
þeirra Friðriks Stefánssonar
og Finns Þórðarsonar og var
því árangur liðsins mun glæsi-
legri fyrir vikið.
,,Mótið var frábær æfing
fyrir komandi keppnistímabil.
Flest liðin voru með tólf
leikmenn en við höfðum
einungis úr níu leikmönnum
að spila, því má segja að
árangurinn sé glæsilegri fyrir
vikið. Þetta var frábært hjá
strákunum og árangurinn er
vonandi fyrirheit um gott
gengi í vetur,” sagði Guðjón
Þorsteinsson, liðsstjóri KFÍ í
samtali við blaðið.
David Bevis, leikmaður
KFÍ treður með tilþrifum
í leiknum gegn ÍR.
PÓSTUR OG SÍMI HF
Laus störf
Póstur og sími hf., í Bolungarvík óskar eftir
að ráða bréfbera sem allra fyrst.
Um er að ræða tvö 50% störf eftir hádegi.
Nánari upplýsingar veitir stöðvarstjóri á
skrifstofu eða í síma 456 7110.
Póstur og sími hf., Bolungarvík.
Tónlistarskóli Ísafjarðar
Austurvegi 11 • 400 Ísafjörður • Sími 456 3926
Ritari
Starf ritara (50%) á skrifstofu Tónlistarskóla
Ísafjarðar er laust til umsóknar nú þegar.
Starfið krefst almennrar skrifstofu- og tölvu-
kunnáttu, góðrar íslensku- og enskuþekk-
ingar, auk reynslu af mannlegum samskipt-
um.
Skrifleg umsókn með upplýsingum um
menntun og starfsferil umsækjenda berist
skólastjóra sem fyrst.
Nánari upplýsingar veitir Sigríður Ragnars-
dóttir skólastjóri í símum 456 3926 og 456
3010.
Tónlistarskóli Ísafjarðar
Austurvegi 11 • 400 Ísafjörður • Sími 456 3926
Innritun
Innritun nemenda í Tónlistarskóla Ísafjarð-
ar fer fram sem hér segir:
Á Ísafirði:
Dagana 4. - 5. september og 8. - 10.
september kl. 12 - 18 á skrifstofu skól-
ans að Austurvegi 11, 2. hæð.
Í Súðavík:
Miðvikudaginn 10. september
kl. 12 - 15 í Grunnskóla Súðavíkur.
Á Suðureyri:
Fimmtudaginn 11. september
kl. 12 - 15. í húsi verkalýðsfélagsins.
Nemendur frá fyrra ári eru minntir á að
innrita sig sem fyrst. Greiða skal hluta
skólagjaldsins við innritun.
Nauðsynlegt er að hafa með stundarskrá
úr öðrum skólum. Ekki er tekið á móti um-
sóknum í síma.
Ýmis hljóðfæri liggja nú frammi í skólanum,
svo hægt er að skoða þau og prófa.
Skólastjóri.