Bæjarins besta - 03.09.1997, Page 8
8 MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 1997
Utan á húsinu stendur ár-
talið 1904. Þetta er þó ekki
sjálft byggingarár hússins.
Gögnin um byggingu þess
fórust í eldi á sínum tíma og
elstu heimildir hjá bænum um
tilvist þess eru í fasteignamati
frá fyrrgreindu ári. Húsið mun
vera byggt einhverjum árum
fyrr, eða rétt um aldamótin.
Bárður komst ekki að því fyrr
en eftir að þau keyptu húsið
árið 1992, að sá sem byggði
það fyrir einni öld var lang-
afabróðir hans í móðurættina,
Magnús Örnólfsson. Margir
hafa átt heima að Smiðjugötu
1 í gegnum tíðina, „þar á með-
al pabbi Magga Sölu, Össi
Pétur og Arnór Jónatansson
(eldri) ásamt fjölskyldum
sínum“, segir Bárður. „Mér
skilst að hér hafi á tímabili
búið þrjár fjölskyldur sam-
tímis og allt upp í þrjátíu
manns. Þá var ein íbúð á
miðhæðinni og tvær á efri
hæðinni, en aldrei mun hafa
verið íbúð í kjallaranum,
heldur þvottaherbergi og
kolageymsla.“
Nú ber gamla Smiðjugatan á Eyrinni á Ísa-
firði nafn með rentu á ný. Þar er aftur komin
smiðja, en ekki samt eins og forðum. Nýja
smiðjan heitir Tannsmiðjan og þar smíðar
Aðalheiður Svana Sigurðardóttir tennur upp í
fólk.
Aðalheiður er tannsmíðameistari og býr að
Smiðjugötu 1 ásamt eiginmanni sínum, Bárði
Jóni Grímssyni verksmiðjustjóra í Mjölvinnsl-
unni í Hnífsdal, og tveimur börnum þeirra
hjóna, Jóhönnu og Bjarka.
Gamla húsið á horninu á Smiðjugötu og
Skipagötu vekur óskipta athygli vegfarenda
fyrir glæsileika og snyrtimennsku. Og ekki
síður garðurinn í kring. Vegfarendur sjá þó ekki
allt, því að húsið er ekki síður fallegt að innan
en utan.
Fyrir fimm árum var enginn garður. Fyrri
eigandi hafði gert húsið upp að utan að mestu
leiti en innan dyra var af nógu að taka sem enn
var ólokið og þótti mörgum að við værum
heldur borubrött að ráðast í þessi húsakaup.
Í stuttu máli sagt hafa þau hjónin hreinlega
unnið kraftaverk þarna við Smiðjugötuna á
ótrúlega stuttum tíma. Mest hafa þau gert sjálf
og efniskaupin hafa verið í lágmarki. Heiða
hefur sýnt að hún getur smíðað fleira en tennur
og í sameiningu hafa þau sýnt að það er ekki
allt ónýtt sem hent er á haugana. Og í fyrra
fengu þau viðurkenningu Ísafjarðarbæjar fyrir
garðinn sinn. Okkur langaði til að skoða þetta
hús nánar og spjalla við fólkið sem þar býr og
létum verða af því eitt kvöldið í síðustu viku.
Aðalheiður Svana, Bárður
Jón og sonurinn Bjarki
fyrir utan heimili þeirra
við Smiðjugötu.
Skoðuðu húsið
fjórum sinnum
- Það er óhætt að segja, að
þið hafið unnið þrekvirki í
þessu húsi og kringum það á
ótrúlega skömmum tíma og
með litlum tilkostnaði í pen-
ingum, en þeim mun meiri í
vinnu...
,,Við höfðum makaskipti á
íbúð sem við áttum á Austur-
veginum”, segir Bárður.,,Þá
var húsið hálfklárað og leit
svo illa út að innan að við
fórum fjórum sinnum að
skoða það áður en við árædd-
um að taka það, en fyrri eig-
andi var langt kominn að end-
urnýja það að utanverðu.
Flestir hafa veitt garðinum
athygli. Það má segja að hann
sé töluvert kraftaverk, því að
hann var algjör hörmung. Það
var enginn garður, heldur var
gengið alveg upp að húsinu.
Á annan veginn var forljót
girðing kringum barnaleik-
völlinn og við fengum leyfi
hjá bænum til að fjarlægja þá
girðingu.“
Aðalheiður: „Við kaupum
þetta hús með eignarlóð, og
þegar farið var að athuga þau
mál var lóðin kominn undir
leikvöllinn að hluta og reynd-
ar fundust ekki pappírar um
nákvæm lóðamörk, þannig að
við sömdum við bæinn að fá
að breyta aðeins mörkunum
og laga til. Það var svolítið
þras meðan á því stóð, en ég
held að allir hafi verið ánægðir
eftir á. Það var líka ónæði
hérna vegna þess að húsið var
alveg á bersvæði, fólk gekk
allan hringinn í kringum húsið
og bankaði jafnvel í gluggana.
Krakkar eru nú alltaf krakkar.“
Merkileg sólstofa
Bárður: „Sólstofan var í
byggingu og orðin fokheld
þegar við komum til sögunnar,
en undirstöðurnar undir hana
vantaði. Hún hafði verið
byggð með nokkuð sérstökum
hætti. Byrjað hafði verið á
þakinu og síðan voru veggirnir
smíðaðir, en grunnurinn var
alveg eftir þegar við komum.
Stofan stóð bara á spýtum og
var þegar farin að síga ískyggi-
lega. Ég dreif mig til að grafa
mig undir hana til að geta
steypt undir hana, kom undir
hana stálrörum og tjakkaði
hana upp til að gera hana
rétta.“
Aðalheiður: „Svo kláruðum
við hana að innan og síðan
allt húsið.“
- Trúlega hefur samt verið
byrjað á kjallaranum þegar
húsið sjálft var byggt á sínum
tíma...
Bárður: „Ég efa ekki að
frændi minn gamli hafi gert
það. Þetta hús er virkilega vel
byggt. Grindin er sú sama og
var upphaflega. Bitarnir sem
við sjáum í loftinu eru upp-
runalegir, allt gegnheilt og
ekkert fúið. Það kom mér á
óvart, að þakklæðingin er
mjög góður og þykkur nótaður
viður. Þeir hafa verið flottir á
viðnum í þá daga. Svo kom
að garðinum og hann var
mikið átak hjá okkur. Við
unnum baki brotnu, jafnvel
fram til að ganga fjögur á
nóttunni þegar maður dröslaði
sér inn.“
Aðalheiður: „Áhuginn er
svo mikill. Maður kemst langt
á honum. Og á viljanum. Við
höfum reynt að gera allt sjálf,
jafnt utan sem innan enda svo
gaman að sjá árangur erfið-
isins.“
Tonn á gólfið
Bárður: „Það eru uppruna-
legir gólfbitar undir miðhæð-
inni, það var ekki búið að rétta
gólfið af og það var allt
mishæðótt og frekar óþægi-
legt. Ég ákvað að setja á það
gólfefni og það þurfti heilt
tonn. Menn spurðu: Þorirðu
virkilega að setja alla þessa
steypu á svona gamalt gólf,
ofan á þessa timburbita? En
ég þekkti timburbitana, þeir
eru eins og stál og ég hafði
engar áhyggjur af því. Það
var komið hér með steypu-
dælu og dælt heilu tonni á
gólfið. Skömmu seinna voru
menn að steypa hjá mér gólf
úti í Mjölvinnslu og þar fóru
fimm tonn á 300 fermetra. Þeir
spurðu hvort þetta væri ekki
alveg ofboðslegt en ég sagði
að mér þætti það ekki, heima
hefði ég farið með heilt tonn á
þrjátíu fermetra!
Við tökum eftir því að þessi
athafnasemi smitar svolítið út
frá sér. Þegar fólk sér nágrann-
ana vera að gera fínt hjá sér,
þá hefur það áhrif og aðrir
fara af stað líka.“
Aðalheiður: „Margir hafa
talað við okkur um þetta
framtak og þetta verður drif-
kraftur á aðra að taka til hend-
inni.“
Bárður: „Það er gaman að
fólk er alltaf að koma hérna,
einkum fólk sem er hér á ferð.
Um daginn kom kona og
bankaði upp á til þess að segja
hvað þetta væri nú ofboðslega
fínt og fallegt. Það vekur tölu-
verða athygli þegar fólk sér
svona.“
Pamela
Ýmsir eru þeir óvenjulegir,