Lindin

Árgangur

Lindin - 01.04.2003, Blaðsíða 29

Lindin - 01.04.2003, Blaðsíða 29
Þeir sem dvöldu í Vatnaskógi þessi ár muna eftir svefnsölum Gamla skála og herbergjunum 12 í Laufskálum. Þá voru Laufskálarnir vinsælastir. En toppurinn var þó aö sofa í efstu koju í þriggja hæða koj- unum í Vatna- og Skógarsal. Þá var mjólk- in sótt á brúsapallinn niður við veg og sjoppan í kjallaranum opin 30 mín. á dag þar sem alvöru viðskipti fóru fram. Einnig var stundum borðað hvalkjöt við misjafnar undirtektir. Allar íþróttir fóru fram utanhúss þar sem ekkert íþróttahús var til staðar. Fótbolti var oftast leikinn á malarvelli þar sem nú er bílastæði fyrir vestan grasvöllinn. Stormur og Bruni voru elstu og vinsælustu trébát- arnir í Skóginum en einnig sigldu um vatn- ið viðarkanóarnir Ormurinn langi og Orm- urinn skammi. Þá var ekki til Sjónvarp Lind- arrjóður heldur var bein útsending úr Út- varpi Lindarrjóður á veislukvöldi við mikinn fögnuð hlustenda. Meðal þeirra sem störfuðu í sumarbúð- unum á þessum árum má nefna forstöðu- mennina Gunnar Sigurjónsson, Gunnar Jó- hannes Gunnarsson og Kristján Búason. Meðal annarra foringja má nefna Kjartan Gefur á björgunarbátinn á Eyrarvatni. Einar í essinu sínu. 'K ’ «» Kjartan Jónsson foringi að sýna hvernig kasta eigi kringlu. Aðrir foringjar og keppendur fylgjast spenntir með. Jónsson, Hilmar Baldursson, Sigurvin Bjarnason, Einar Guðmundsson, Odd Al- bertsson, Auðun Eiríksson, Sævar Guð- bergsson, Albert Bergsteinsson, Guðmund Inga Leifsson og Þóri Sigurðsson. Margir muna eftir Stinu i eldhúsinu (Kristínu Guð- mundsdóttur) sem eldaði ofan i starfsfólk og dvalargesti, en hún var ráðskona i Vatnaskógi allan þennan áratug. Sigurvin og Einar skemmtu sér konung- lega við að skoða gömlu myndirnar. Nokkr- ar myndir voru valdar úr sem skemmtilegar og fönguðu stemmninguna í Vatnaskógi á áttunda áratugnum. Skógarmannajeppinn við erfiðar aðstæður. Veislukvöld í unglingaflokki 1973. Óli Jó, öðru nafni séra Ólafur Jóhanns- son, sýnir tilþrif á mjólkurkönnunni. 17. júní hátíðahöld á íþróttavellinum 1972. Skútan góða í góðum byr sumarið 1972. Sigurvin foringi á stýrinu. Eldurinn logar glatt á kvöldvöku í Skóg- arkirkjunni, rjóðri skammt ofan við Gamla skála. Góða veðrið notað til að vaða út í Péturs- sker sumarið 1972. Líf og fjör í matsalnum að venju enda margir svangir munnar eftir fjörugan dag. Fimm svalir gaurar á Svölunni. Raggi fótó ásamt félögum í leit að myndefni.

x

Lindin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lindin
https://timarit.is/publication/1539

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.