Börn og menning - 01.04.2007, Side 8
6
Börn og menning
Út í dyrnar ekki má
allt er vafið klaka.
Kuldaboli kemur þá
kútinn minn að taka.
Kaldar eru kjúkurnar
kalt er skjólið erma.
Ljáðu mér á þér lúkurnar
litlu þínar að verma.
Leggðu þig útaf, lambið mitt
og láttu þér skána.
Ef þér kynni ögn að hlýna
ekki máttu lengur hrína.
Myrkrið var öllum þungt í skauti á dimmum
vetrum, ekki síst börnunum. Birtugjafi var
víða aðeins einn lýsislampi og oft löng biðin
eftir Höllu kerlingu með Ijósið.
Ljósið ekki leikur við
lítinn hefur forða.
í myrkrinu megum við
matinn okkar borða.
Kolamyrkur komið er
hvað er nú til ráða.
Best er fyrir börnin hér
að biðja Guð sig náða.
Og myrkrið var morandi af alls kyns
myrkrabúum og hyski:
Grýla kemur á hverjum vetri
hún er í loðnu skinnstakkstetri.
Sú er ekki sagan betri,
sinn í belginn vill fá fljóð.
Valka litla vertu góð,
Valka litla vertu góð,
vendu þig af að ýla.
Senn kemur það
hún sækir þig heim
hún Grýla.
Ef drengurinn illa lætur
og reynir að brölta á fætur,
skjóðukarlinn gefur gætur,
gengur nær og segir „Be!
Heyrist mér að hljóðað sé?
Hver er það sem hérna grætur?"
Hvað má um það segja?
Best er að lúra, byrgja sig
°g Þegja.
Vísur til vitnis?
Nóg er af vísunum. En það má spyrja eins og
fávís kona: Er hægt að kalla vísur af þessu
tagi til vitnis um nokkurn hlut?
Sagnfræðinga greinir á um gildi og
notkunarmöguleika einstaklingsfrásagna og
ekki ósennilegt að örtexti, eins og vísa sem
enginn veit hver orti, þyki sumum þá ekki
burðarmikill texti. Ekki frekar en tilfallandi
málverk, væru þau til eða gömul Ijósmynd.
En leggi maður saman það sem við vitum
um kjör íslenskra barna fer ekki hjá því að
maður þykist stundum heyra í vísunum rödd
í lítilli, vannærðri, myrkfælinni manneskju,
sem þar að auki þurfti að bjástra myrkranna
á milli við verk sem voru henni ofviða, oft
svipt ástvinum og í vist hjá vandalausum. Það
sakar ekki að leggja við hlustir þó bergmálið
af tjáningunni sé dauft og þótt næsta víst
sé að sum reynsla hafi verið svo nístandi sár
að hún fælist öll orð hvað þá að hún verði
bundin í vísur. Það er gömul saga og ný.
Aldur minn þó ei sé hár
ég má hrelldur játa.
Mæðuhagur minn í ár
mér hefur kennt að gráta.
Tárin svala, trúðu mér
títt er kvalinn maður.
Oft í dvala uni ég hér
er það valinn staður.
Ég vildi ég væri kominn - hvurt?
Kannski eitthvað langt í burt.
Vantaði hvorki vott né þurrt
og væri aldrei til mín spurt.
Rannsóknir á lausavísum eru enn fáar en
rannsóknir á sögu bernskunnar halda áfram.
Menn viða að sér ólíkum efniviði og skipa sér
í ólíkar fylkingar, misléttir á bárunni. Ég get
ekki stillt mig um að vitna í einn umdeildan
erlendan mektarmann í fræðunum (Lloyd
de Mause, 1975), þann sem dregur upp
einna dekkstu mynd af bernskunni: „Saga
bernskunnar er martröð, sem við erum
nýlega farin að rumska af. Því fjær, sem litið
er á söguna, þeim mun verri eru kjör barna
og þau líklegri til að vera drepin, yfirgefin
eða þeim misþyrmt andlega, líkamlega eða
kynferðislega."
Lítið var ungs manns gaman
Til huggunar má reyna að minnast daglegu
hlátranna fjögur hundruð sem áður var getið
og spyrja - hvar hljómuðu þeir?
Þá var auðvitað aldrei hægt að kæfa og
hlátrakvótinn hefur sennilega alltaf verið
hinn sami. Hláturinn heyrist líka úrólíklegustu
áttum þegar að er gáð, í endurminningum,
dagbókum og öðrum textum, sem vitna
um að lítið er, var og verður ungs manns
gaman.
Vísurnar til sannindamerkis um björtu
stundirnar eru óteljandi eins og menn
vita, vísur handa börnum að gjöf í
allsleysinu, dýravísur, skemmtilegar þulur,
öfugmælavísur, bænir, bull og vitleysa. Þær
má leggja með öðru á hina vogarskálina og
sjá hvor þeirra vegur þyngra hin svarta eða
hin bjarta. Mér er sjálfri nær að trúa á vigt
hinnar síðarnefndu.
Þrek þorra manna og kjarkur óx á
stórfurðulegan hátt þrátt fyrir eða einmitt
vegna aðstæðna sem okkur kunna í dag að
virðast erfiðar og allt að óbærilegar.
Þegar áföll og persónulegir harmar dundu
yfir varð æðruleysi og jafnaðargeð eini
mátinn að komast af, eins og hundruð
heilræðavísna eru til vitnis um. Heill og
hamingja heildarinnar var í húfi, það varð
að gæta stillingar og halda sínu striki. Það
átti við jafnt um börn sem aðra. Og hvaðan
kom þeim styrkurinn til þessa? Spyr sú sem
ekki veit og nýlega er farin að velta þessu
fyrir sér.
Svo dæmi sé tekið af myndlist er samleikur
Ijóss og skugga algerlega nauðsynlegur til að
fá fram djúpa og sanna heildarmynd. Til að
skilja skuggana verður maður að vita hvaðan
birtan fellur.
Og í þeim erfiðu aðstæðum sem ég hef
dregið upp mynd af hér eru vissulega oft
tvær hliðar - þótt engin leið sé að mæla
hungrinu bót!
Fátækt og híbýlaþrengsli ólu af sér nánd
kynslóðanna, á mannmörgum heimilum var
oft til staðar einstætt vinnufólk eða ættingjar
sem reyndust börnum athvarf.
Þegar ekkert var til bjargar nema sleitulaus
vinna, uxu allir við að finna sitt framlag og
sjálfstraustið óx við það að ráða við störfin
einn eða í samvinnu við aðra.
Útistörf í einveru leiddu til dýrmætrar
þekkingar á umhverfi og veðri og til ástar