Börn og menning - 01.04.2007, Qupperneq 20

Börn og menning - 01.04.2007, Qupperneq 20
18 Börn og menning Þorgerður E. Sigurðardóttir Þróun sjónrænna afurða Latibær frá leiksviði til sjónvarpsþátta Fyrr í vetur fengu sjónvarpsþættirnir um Latabæ verðlaun bresku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar i flokki sem kenndur er við besta erlenda barnaefnið. Það er því óhætt að segja að Magnús Scheving og samstarfsfólk hans hafi hitt naglann á höfuðið en það þarf varla að rekja sigurför latabæjarkonseptsins fyrir lesendum. Fyrst voru gefnar út vinsælar barnabækur um íbúa Latabæjar, síðar voru gerðar tvær vinsælar leikgerðir úr bókunum en sjónvarpsþáttaraðir eru nýjasta viðbótin og hafa vakið stormandi lukku um allan heim. Það hangir svo ýmislegt annað á spýtunni, útvarpsrás, geisladiskar, myndbönd, ýmiskonar varningur, jafnvel hagkerfi og þannig mætti áfram telja. Latibær er mikill menningariðnaður, á þvi leikur enginn vafi. Umdeilt fyrirbæri Þó nokkuð hefur verið fjallað um fyrirbærið Latabæ og sitt sýnist hverjum. Fjölmiðlar fylgjast grannt með hverju skrefi og telja peninga, ráðamenn eflast allir við tilhugsunina um útrásina og landkynninguna og heilbrigðisgeirinn fagnar því að liðsstyrkur skuli hafa borist í baráttunni við offitu barna. Leikskólar og foreldrar fagna líka þessu tækifæri til að halda hollustu og hreyfingu að börnum. Þó að flestir landsmenn virðist harðánægðir með framgang Latabæjar hafa heyrst efasemdaraddir, nýlega skrifaði Dagný Kristjánsdóttir ágæta grein í Tímarit Máls og menningar um Latabæ og færði ágæt rök fyrir því að Latibær sé býsna innihaldsrýrt kapítalískt fyrirbæri. Áhugi á útliti Og það er auðvitað nokkuð til í þessu. í Latabæ er auðvitað lögð áhersla á hollustu og hreyfingu sem er í sjálfu sér hið besta mál en þar er líka verið að nota aðferðir sem einmitt skyndibitakeðjur og slík fyrirtæki nota til markaðssetningar á vöru sinni. Einnig endurspeglar Latibær áhyggjur fullorðinna af útliti og svokölluðum Kfsstíl, börnin eru verðlaunuð fyrir að drekka vatn, borða skyr og hreyfa sig en fá mínus f kladdann ef þau borða sælgæti. Það má segja að þetta sé harðkjarnakapítalismi 101. En af hverju fá þau ekki verðlaun fyrir að segja góðan brandara, mála mynd eða lesa bók? Hér er auðvitað verið að halda ákveðnum gildum að börnum, allir eiga að stunda íþróttir og vera hressir, líta hraustlega út, mega ekki vera of feitir og ekki of grannir og þannig mætti áfram telja. Þetta endurspeglar áhuga samtímans á útliti en sá áhugi er oft á kostnað innihalds, því miður. Sjónræn þróun En það var ekki ætlunin að tuða hér yfir lífsstílsfasismanum í Latabæ enda má segja að um einum of auðvelt skotmark sé að ræða. Ég ætlaði hinsvegar aðeins að líta á þá þróun sem hefur orðið á hinum sjónrænu afurðum Latabæjar í gegnum tíðina, hvernig þróunin hefur orðið frá leikritum til sjónvarpsþátta. Eins og áður segir hafa verið settar upp tvær leiksýningar á íslandi. Sú fyrri, Áfram Latibær, var sett upp í Loftkastalanum árið 1996 og svo var Glanni glæpur I Latabæ sett upp í Þjóðleikhúsinu árið 1999. Aðalpersónan í Latabæ er Iþróttaálfurinn sem sækir uppruna sinn til íslensku þjóðsagna- og ævintýrahefðarinnar eins og nafnið gefur til kynna. í fyrstu sýningunni er útlitið í samræmi

x

Börn og menning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.