Börn og menning - 01.04.2007, Qupperneq 38

Börn og menning - 01.04.2007, Qupperneq 38
36 Börn og menning Við, foreldrar og dóttir sem er nýorðin sex ára, höfum búið í Malaví í tæp tvö ár. Malaví er lítið landlukt ríki ísunnanverðri Afríku og hér er vissulega margt með allt öðru sniði en á l'slandi. Landið er eitt fátækasta land heims, landsmenn striða við ógnarmikla fólksfjölgun og eina hæstu tiðni eyðnismits í veröldinni. í Malaví búa um 13 milljónir manna á landsvæði á stærð við ísland. Meira en 80% íbúa eru sjálfsþurftarbændur og búa i þorpum sem lítið hafa breyst frá örófi alda. Rétt tæplega 50% landsmanna eru yngri en fimmtán ára svo segja má með sanni að Malaví sé land barnæskunnar, þó svo að hugtakið barnæska hafi ekki alveg sömu merkingu hjá þorra fólks hér og það hefur á Vesturlöndum. Forréttindabörn og önnur börn Sú sýn sem ég hef fengið hér á barnæskuna er tvískipt og í báðum tilfellum upplifi ég hana í gegnum dóttur okkar. Um er að ræða tvo hópa barna, fyrst skal nefna þau sem ekki er hægt að kalla neitt annað en „forréttindabörn". ( þeim hópi eru börn erlendra starfsmanna sem hér dveljast til lengri eða skemmri tíma á vegum ríkisstjórna, þróunarstofnana, frjálsra félagasamtaka, kirkjudeilda, erlendra fyrirtækja og börn efnaðra Malava, en landið er ekki bara eitt það fátækasta í heimi heldur er misskiptingin einnig með því sem mest gerist í heiminum. í hinum hópnum eru svo hinir - eða í raun allur þorri malavískra barna þó að auðvitað séu kjör þeirra misjöfn eins og gengur. Líf forréttindabarnanna er að mörgu leyti ekki tiltakanlega ólíkt lífi barna í mörgum vestrænum löndum. Skólagangan er að vestrænum fyrirmyndum, í alþjóðlegu skólunum og mörgum einkaskólum er uppbygging námsins og námsefnið samkvæmt breskri námsskrá og flestir kennaranna koma erlendis frá. Skóladagurinn erfrá 7.15 til 12.15 hjá yngstu börnunum og til kl. 14 hjá þeim eldri. Eldri börnin velja sér svo sérgreinar sem kenndar eru síðdegis. Þar getur verið um að ræða ýmiss konar íþróttir, myndlist, tónlist, leiklist, blaðamennsku, tungumál og fleira. Börnum er ekið til og frá skóla af foreldrum eða bílstjórum. Líkt og börn annars staðar taka þau mörg hver þátt í ýmiskonar tómstundastarfi að skóladegi loknum. í skólabúningi með hatt Daglegt amstur dóttur okkar hér er að mörgu leyti gott dæmi um hvernig forréttindabörn í Malaví lifa sínu lífi. Dagurinn hefst klukkan sex, farið er í skólabúninginn dökkblátt pils, hvítan pólóbol, hvíta sokka og svarta skó. Allir verða að taka með sér hvítan eða bláan hatt í skólann og þetta er mikilvægt atriði því mottóið er „No hat no play" þannig að ef hatturinn gleymist verða börn að vera inni í frímínútum eða í besta falli að sitja undir tré og horfa á hina leika sér. Klukkan 7.10 eiga allir að vera komnir í röð fyrir utan stofuna sína, kennslan hefst klukkan 7.15 og skóladeginum lýkur um hádegi. Fyrir utan tímana hjá bekkjarkennaranum fá börnin kennslu í tölvum, tónlist og íþróttum. Vikulega fara þau á bókasafnið í skólanum og velja sér eina bók til að taka með heim. Auk þessa er dóttirin í ballett, myndlist og sundi og tekur þátt í kristinfræðitímum sem

x

Börn og menning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.