Börn og menning - 01.04.2007, Page 5

Börn og menning - 01.04.2007, Page 5
3 ... ég stundum öfunda dætur mínar. Ég öfunda þær af öllum þeim námskeiðum sem eru í boði fyrir krakka á ýmsum vettvangi. Miðdóttirin, sem er átta ára, hefur tii dæmis numið frönsku, spænsku og mandarínsku, fimleika, ballett, afrískan dans, fótbolta, skák, fiðluleik, pfanóleik, föndur ýmiss konar og málaraiist. Okkur foreldrunum til varnar skal tekið fram að barnið hafði um nokkurt skeið ríka tilhneigingu til að suða um að fá að prófa hitt og þetta og gefast svo upp eftir nokkrar vikur. Og spænskan og kínverskan voru fastir liðir í leikskólastarfinu. Við erum ekki alveg eins brjáluð og listinn gefur til kynna. Sú elsta hefur verið heldur staðfastari en meðal þess sem hún á að baki eru karate og kung fu, selló- og óbóleikur, söngnámskeið ýmiss konar, kórsöngur og leiklist. Enn hef ég ekki minnst einu orði á þau námskeið sem þær systur hafa sótt yfir sumartímann og í öðrum fríum, helguð útivist, íþróttum, náttúrudýrkun, lifnaðarháttum fyrri tíma, leikjum og listsköpun. Mikið hefði ég verið glöð með þessa valkosti. Ég öfunda dætur mínar líka af því úrvali bóka sem stendur þeim til boða. Þær búa reyndar svo vel að kunna ensku, auk íslenskunnar, sem hefur heldur betur aukið við það lesefni sem þeim stendur til boða. Þær hafa ekki þurft að fara hring eftir hring um bókasafnið í leit að einhverju, nánast hverju sem er, sem þær eru ekki búnar að lesa mörgum sinnum. Oft hef ég líka gjóað öfundaraugum á eitthvert leikfangið sem dætur mínar hafa fengið að gjöf og hugsað með mér að þetta hefði ég nú aldeilis kunnað að meta þegar ég var krakki. Svo geta þær horft á vídeó og dvd eða leikið sér í tölvu. Og ef það er eitthvað sem þær langar allt í einu að fá að vita þá er bara að setjast við tölvuna og gúggla. En stundum hef ég líka áhyggjur fyrir hönd dætra minna. Þótt það sé margt gott við það að hafa mikið af góðum valkostum þá er ofgnóttin að æra okkur. Mér finnst við foreldrarnir þurfa að hafa okkur öll við til að hjálpa börnunum að finna næði til að bara vera til. Það er svo auðvelt að fylla hverja auða stund með námskeiði, lestri, dvd-diski, tölvuleik o.s.frv. Og hver þessara hluta er kannski góðra gjalda verður. En stundum þarf líka að vera hægt að gera ekkert sérstakt. Við fullorðna fólkið höfum ekki upplifað það sjálf að þurfa að velja og hafna í slíkri ofgnótt valkosta, að minnsta kosti ekki sem börn. Þær stundir sem ég hafði sem krakki til að velta fyrir mér lífinu og tilverunni og drullumalla úti í garði komu til vegna þess að ég hafði ekkert annað að gera. Ég var búin að lesa allar bækurnar mínar oft og mörgum sinnum, orðin hundleið á þessum leikföngum sem ég átti og barnatíminn í sjónvarpinu var tvisvar í viku. Ég lærði reyndar é píanó en það var ekkert inni f myndinni að fjölga tómstundaiðkunum. Við kunnum ekki heldur almennilega að bregðast við öllu dótinu sem flæðir yfir okkur. Hver er ekki með troðfulla geymslu, alltaf að vandræðast með hvað eigi að gera við draslið á heimilinu? (Ég þekki ekki eina einustu hræðu sem mundi gefa sig fram). Við kunnum bara að sanka að okkur dóti. Og það var allt í lagi að safna dóti þegar það var ekki svo mikið til af því. Það var hægt að safna servíettum þegar úrvalið af þeim var takmarkað. Hvernig mundi servíettusafn líta út í dag? Þyrfti ekki aukaíbúð undir það? Kannski er þetta með söfnunaráráttuna og kaupæðið svipað og með matgræðgina. Þróunin sá til þess að við yrðum spör á orku, hreyfðum okkur ekkí að óþörfu og værum sólgin í dýrmæt næringarefni eins og sykur og fitu. Svo þegar meira en nóg er til skortir okkur verkfærin til að hemja hvatir okkar og erum fyrir vikið að drukkna í eigin spiki. Hvernig eigum við foreldrarnir að geta hjálpað börnunum okkar að bregðast við þessum vandamálum sem velmegunin skapar þegar við eigum í mesta basli með þau sjálf? Hvernig komum við því til skila til þeirra að hamingjan felist ekki í nýjustu leikjatölvunni þegar við grípum svo til þess ráðs að kaupa hana handa þeim því okkur langar svo til að gefa þeim eitthvað sem gleður þau og það er nákvæmlega ekkert sem þau vantar sem við getum keypt? Þegar við kaupum nýtt jólaskraut á hverju ári vegna þess að skrautið frá því í fyrra er ekki í tískulitnum í ár? Þegar ég er bjartsýn þá vonast ég til þess að ofgnóttin verði til þess að þjálfa dætur mínar í að bregðast við henni. Þá hugsa ég með mér að þær verði betur undir það búnar en ég að kenna börnunum sínum á hana. Og þá öfunda ég þær svolítið. Höfundur er heimspekingur

x

Börn og menning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.