Börn og menning - 01.04.2007, Blaðsíða 42
Bðrn og menning
Sögusteinn I Norrænu barnabókaverðlaunin 2007
Sögusteinn er nafn á nýjum
barnabókaverðlaunum sem IBBY á íslandi
hefur sett á fót með rausnarlegum
fjárstuðningi Glitnis. Sögusteinn er
heiðursverðlaun fyrir veigamikið framlag
til íslenskra barnabókmennta. Hlutgengir
til verðlaunanna eru jafnt rithöfundar,
myndlistarmenn og þýðendur og verður fyrsti
Sögusteinninn veitturáDegi barnabókarinnar,
2. apríl 2007. Þriggja manna nefnd, skípuð
bókmenntafræðingunum Önnu Heiðu
Pálsdóttur og Ármanni Jakobssyni og
rithöfundinum og myndlistarkonunni Rögnu
Sigurðardóttur, valdi fyrsta verðlaunahafann.
Upphæð verðlaunanna eru 500.000 krónur
en að auki fær verðlaunahafinn fallegan
verðlaunagríp til eignar. Anna Þóra
Árnadóttir, grafískur hönnuður, hannaði
Sögusteinsmerkið og verðlaunagripinn.
SÖGUSTEINN
í þjóðsögum Jóns Árnasonar segir að
sögusteinn finnist í maríuerluhreiðri í maí.
Skal maður bera hann á sér í blóðugum
hálsklút og láta hann í hægra eyra þegar
maður vill verða einhvers vísari af honum;
segir hann þá allt sem maður vill vita. Okkur
sem sitjum í stjórn IBBY fannst vel við hæfi
að nýju barnabókaverðlaunin fengju nafn
þessa visku- og galdrasteins. í okkar huga
er það ekkert annað en galdur hvernig góð
barnabók getur án nokkurrar fyrirstöðu leitt
börnin inn í annan heim þar sem til dæmis
dýr tala, leikföng lifna við og fólk flýgur
um himingeiminn. Við erum líka þakklát
þeim sem hafa þá visku til að bera að nýta
hæfileika sína til að auðga bókmenntalíf
barnanna okkar.
IBBY hefur í rúm tuttugu ár reynt með ýmsu
móti að styðja og styrkja barnamenningu á
(slandi. Það er okkur í stjórn félagsins sönn
ánægja að bæta Sögusteini á verkefnalistann
og færum við Glitni bestu þakkir fyrir að
gera okkur þetta kleift. Við trúum því að
Sögusteinn eigi eftir að verða listafólki
hvatning til að sinna barnabókmenntum af
krafti og við vonum að sá hópur sem það
gerir muni stækka til muna.
Félag skólasafnskennara hefur tilnefnt
Brynhildi Þórarinsdóttur til Norrænu
barnabókaverðlaunanna 2007, en
verðlaunin verða afhent í júlí. Brynhildur
er tilnefnd fyrir bækurnar Njálu, Eglu og
Laxdætu þar sem hún endursegir þessar
þekktu íslendingasögur á skemmtilegan
og aðgengilegan hátt og veitir
börnum og unglingum innsýn í heim
fornsagnanna. Persónur stíga Ijóslifandi
fram og fróðleiksmolar um sögusvið og
sögutima auka á gildi verkanna. Bækurnar
veita kærkomið tækifæri til að kynna
sagnaarf íslendinga og dómnefnd Félags
skólasafnskennara telur þær afar verðugt
framlag til norrænna barnabókmennta.
Brynhildur er fædd 1970 og starfar við
Háskólann á Akureyri. Hún er M.A.
í íslenskum bókmenntum, lauk kennslu-
réttindanámi árið 2005 og hefur skrifað
skáldsögur og smásögur fyrir börn og
unglinga og hlotið viðurkenningar fyrir verk
sín, m.a. íslensku barnabókaverðlaunin 2004
fyrir Leyndarmál Ijónsins, Vorvinda IBBY
2003 fyrir Njálu, og verðlaun fyrir smásögu í
samkeppni Félags móðurmálskennara. Hún
er bæjarlistamaður Akureyrar júní 2006 - maf
2007.
Danir tilnefna Nils Hartmann og Dorte
Karrebæk fyrir bókina / Guder. Um er
að ræða sögur úr norrænni goðafræðinni
endursagðar við hæfi yngstu lesenda.
Myndskreytingar Karrebæk eru í senn litríkar
og frumlegar og texti Hartmann skýr og
auðskilinn og hentar vel til upplestrar.
Færeyingar tilnefna Olav og Sonja
Schneider fyrir bókina Heystsuita. Þetta
er myndabók úr færeysku sveitasamfélagi
nútímans og sýnir ferlið sem er í kringum
sauðfjárslátrun, allt frá smölun til
rúllupylsugerðar. Megináherslan er þó á
börnin sem taka þátt í öllu og leitast er við
að svara spurningum barna. Myndirnar eru
svart/hvítar og stuttur texti við hverja mynd,
rammaður inn af tveimur kvæðum í upphafi
og lok bókar.
Af hálfu Noregs er Arne Svingen
tilnefndur fyrir Svart elfenben. Sögumaður,
sem er unglingur, fer með afrískum vini
til Abidjan á Fílabeinsströndinni þar sem
borgarastríð geisar. Mikið reynir á vináttu
unglinganna tveggja en í Ijós kemur að
vinurinn hefur á barnsaldri verið hermaður
í landi þar sem börn læra að drepa áður en
þau læra að hjóla eða lesa.
Christina Herrström frá Svíþjóð er
tilnefnd fyrir bókina Tusen gánger starkare.
Bókin fjallar um Signe sem er 15 ára og
ein af þeim ósýnilegu í bekk þar sem Mimi
er ókrýnd drottning og ræður lögum og
lofum meðal stelpnanna. Strákarnir fá hins
vegar að ráða í skólastofunni, með stuðningi
kennaranna. Ný stúlka kemur í bekkinn en
hún hefur siglt um heimsins höf og ber með
sér viðhorf sem ógna ríkjandi skipulagi.
Norrænu barnabókaverðlaunin eru
heiðursverðlaun sem samtök norrænna
skólasafnakennara standa að. Þau hafa
verið veitt um árabil og þrisvar verið veitt
(slendingum. Árið 1992 hlaut Guðrún
Helgadóttir þau fyrir bókina Undan illgresinu,
2003 komu þau í hlut Kristínar Steinsdóttur
fyrir bókina Engill í Vesturbænum og 2005
hlaut Ragnheiður Gestsdóttir þau fyrir
höfundarferil sinn með sérstakri áherslu á
Sverðberann.
Fulltrúi íslands og formaður dómnefndar í ár
er Þóra Sjöfn Guðmundsdóttir, skólasafns-
kennari í Langholtsskóla.
Guðlaug Richter