Börn og menning - 01.04.2007, Qupperneq 34

Börn og menning - 01.04.2007, Qupperneq 34
Börn og menning Dr. Gunni Góðar barnaplötur eru margar og misjafnar og hér undir hnifnum eru svo sannarlega tvær mjög ólíkar plötur. Þetta eru Það vantar spýtur ..., safn barnalaga Ólafs Hauks Simonarsonar, og Pollapönk, þarsem Halli og Heiðar í Botnleðju (eða Hallilúja og Heiðar Alelda eins og þeir vilja kalla sig) spila frumsamin lög. Ein róleg og ein hress Ólafur Haukur er fínn höfundur og ég var ellefu ára þegar meistaraverk hans, Eniga meniga, kom út. Ég var mikill aðdáandi plötunnar og yfir mig hellast enn nostalgískar minningar þegar ég heyri lög af plötunni. Ég var orðinn unglingur þegar aðrar barnaplötur Ólafs litu dagsins Ijós og þekki þær lítið. Þó man ég að hafði mjög gaman af söngleiknum Gauragangi, sem ég sá á fullorðinsárum. Snilldin við Eniga meniga var krafturinn, lífsgleðin og flipptilfinningin sem umlykur verkið. Þetta var kjaftæðislaust barnarokk sem hitti í mark á landsvísu. Þessi tökulagaplata sem hér um ræðir er full „fullorðins" fyrir minn smekk. Útsetningarnar eru í hálfgerðum batik-djass stíl, yfirbragðið settlegt og sparifatalegt. Eflaust vilja þó margir foreldrar hafa barnatónlist akkúrat svona þó ég sjái ekki ástæðu til að spila þetta fyrir minn strák nema til að svæfa hann. Miklir snillingar eru þó hér á ferðinni. Söngvarar eru systkinin Diddú og Páll Óskar, með sinn silkimjúka háls, og Örn Árnason sem kemur sterkur inn og er öryggið uppmálað. Ekki er neitt upp á undirspil og frágang að klaga en það er bara þessi eilítið mærðarlegi tónn sem ég persónulega fell ekki fyrir. Heldur betur kveður við annan tón á Pollapönki. Þessir strákar hafa áður fengist við barnarokk, Halli gerði t.d. hina ágætu Hallilúja árið 1998. Þeir eru nýútskrifaðir leikskólakennarar og mér skilst að þessi plata sé útskriftarverkefnið þeirra. Á rúmum hálftíma keyra þeir ellefu skemmtileg lög og gera það af lífi og sál og frfskandi fjöri. Eins og nafn plötunnar gefur til kynna er þetta barnarokk, en svo sem ekkert yfirgengilegt pönk. Þetta eru ágætar lagasmíðar og skemmtilegur blástursleikur tekur lögin upp úr hráleika bassa-trommu-gítars-hefðarinnar. „Leyniskápurinn", sem nokkuð hefur heyrst í útvarpi, er besta lag plötunnar en mörg önnur lög eru nærri því jafn góð. Fremur þunnir textar eru veikasti hlekkurinn, þeir eru ekkert yfirgengilega sniðugir og eiga t.d. lítið upp í frábæra texta Ólafs Hauks en þeir sleppa svo sem alveg. í heildina virka þessar plötur báðar fyrir sinn hatt. Ólíkar eru þær og eflaust foreldramarkaður fyrir þær báðar. Höfundur er tónlistarmaður

x

Börn og menning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.