Börn og menning - 01.04.2007, Side 28

Börn og menning - 01.04.2007, Side 28
26 Börn og menning Mamma les Margrét Kristín Blöndal Aö að lesa fyrir börnin sín er meira en skemmtilegt. Það er í raun eitthvað sem er svo sérstakt og svo tilfinningalegt fyrirbrigði að varla er við hæfi að hafa um það nokkur orð. Óhætt er þó að fullyrða að í gegnum lestur þann skapist sterk tilfinningatengsl sem þroska báða aðila og tengja þá hvor öðrum órjúfaniegum tiifinningaböndum, fyrir nú utan það hve málþroski beggja getur tekið stórtækum framförum og svo maður minnist ekki á áðurnefnt skemmtanagildi þess að tesa fyrir barnið sitt góða bók. Það er mér því mikil ánægja að segja frá þeim bókum sem mér og börnum mínum þremur hafa þótt standa upp úr á þeim fjórtán árum sem ég hef lagt stund á barnabókalestur fyrir mín eigin börn. Ég á sum sé þrjú börn á ólíkum aldri, 3 ára, 7 ára og svo 14 ára svo ég get kannski sagt að ég hafi legið í allskonar ritum. Smekkur þeirra er jú auðvitað ólíkur eins og við þekkjum og merkilegt hefur mér fundist líka, hve ólík upplifun það er, að lesa sömu bókina fyrir tvo einstaklinga jafnskylda. Ólíkur bókmenntasmekkur Á meðan elsta barnið hefur alltaf tekið möglunarlaust og af miklum þorsta við öllu því sem fyrir hana er lesið (þ.e. áður en hún hóf lestur alfarið sjálf) þá hefur miðbarnið til að mynda ekki smekk fyrir því að lesið sé neitt sérstaklega sorglegt eða hræðilegt, vill frekar eitthvað sem hefur hana upp í gleðilegar ævintýrahæðir og á það til að stoppa mann af ef henni finnst hlutirnir vera óviðráðanlega dapurlegir. Til dæmis hóf ég lestur fyrir hana á Bliðfinni Þorvalds Þorsteinssonar, sem eldri stúlkan hafði á sínum tíma gleypt í sig af mikilli áfergju, og var mér mikill unaðslestur sjálfri. Hlakkaði ég mikið til að halda á slóðir Blíðfinns aftur en tilfinningarnar báru mína Mamma þvoði og þvoði. ofurliði strax í þriðja eða fjórða kafla, þegar barnið týnist og svo yfirþyrmandi var reynslan að okkur var ekki stætt á að halda áfram. Mamma Stubbs er samherji og sálufélagi Ég þori held ég að fullyrða að STUBBUR er sá sem ég kynni fyrst fyrir börnunum mínum. Stubbur er stórfengleg bók og þau hafa öll skilið hann og hann þau. Hann er fallega teiknaður finnst mér og allt svo konkret einhvernveginn. Engar vöflur á neinum. Hnitmiðaðar ódauðlegar setningar sem lifa með manni frá degi til dags. Setningar eins og „Hún þvoði og þvoði. Mamma varð þreytt á að þvo. Fötin voru svo óhrein". Þetta eru til að mynda þær tilvitnanir bókmenntanna sem ég muldra hve oftast fyrir munni mér f dagsins önn og alltaf hlýnar mér jafmikið um hjartaræturnar við að hugsa um samherja minn og sálufélaga, þ.e. mömmu Stubbs sem ég sæki svo gjarnan, og með mikilli gleði, styrk til. Heimspekirit á heimsmælikvarða Visnabókin er alltaf með. Einar Áskell er líka mikill heimilisvinur sem öll börnin hafa tengst og þá sérstaklega sonur minn sem er yngstur eða þriggja ára. Þetta eru þvílíkar eðalbækur

x

Börn og menning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.