Börn og menning - 01.04.2007, Side 30
28
Börn og menning
tónlist
Margrét Örnólfsdóttir
Einu sinni átti ég gott
- og nú eigum við það alltaf!
Þar sem við nútímafólkið erum smám
saman að þróa með okkur minnisleysi,
síminn man fyrir okkur símanúmer ættingja
og vina og tölvan man allt annað sem við
þurfum að muna, þá er mikil blessun þegar
einhver tekur það að sér fyrir mann að
grafa upp, safna saman, flokka og varðveita
mikilvæga hluti, sem hvorugt þessara
tækja geymir. Og þegar svona mikilli og
merkilegri rannsóknarvinnu er siðan komið
á aðgengilegt form verður maður að vera
óendanlega þakklátur. Ég er hér að vísa
til útgáfu Smekkleysu og Árnastofnunar,
Einu sinni átti ég gott, sem hefur að geyma
tvo geisladiska og myndskreytta textabók
með gömlum barnagælum, þulum, fælum,
bænum og sögum. Þessi útgáfa rýkur að
mínu mati beint inn á skyldueignalista
hvers heimilis og uppetdisstofnunar, ásamt
Vísnabókinni, Eninga Meninga, Ómari
Ragnarssyni, Hrekkjusvínunum og Dýrunum
i Hálsaskógi, svo einhver sígild meistaraverk
úr barnadeildinni séu nefnd.
Beint samband við fortíðina
Þegar ég hlustaði (fyrsta sinn á þetta safn,
eru engar ýkjur að það fór um míg eldgamall
sæluhrollur. Ég hef í seinni tíð oft bitið mig í
hnúana fyrir að hafa ekki lagt betur á minnið
það sem ég heyrði f æsku, þegar ég átti
því láni að fagna að umgangast fólk sem
fæddist öðru hvoru megin við aldamótin
1900, í meira mæli en nú. Það voru miklar
töfrastundir þegar einhver með djúpan sarp
og ró þeirra sem hættir eru að keppast við
lífið, gáfu manni óskiptan tíma sinn og fóru
með ýmislegt sem þeir kunnu utanbókar
síðan þeir voru sjálfir börn. Mér fannst á
þessum gæðastundum eins og ég fengi
beint og áþreifanlegt augnablikssamband
við löngu liðna tíma, án nokkurra annarra
hjálparmeðala en raddar og minnis sögu- eða
kvæðamanneskjunnar. Þessi kennsluaðferð
er víst mikið til að deyja út, því miður. En þess
þá heldur verður maður hoppandi glaður yfir
útgáfu eins og Einu sinni átti ég gott.
Er þetta eitthvað skemmtilegt?
Útgáfa eins og þessi hefur auðvitað
óumdeilanlegt varðveislu- og fræðslugildi,
og ekki er síður mikilvægt að upptökunum,
sem flestar eru um 40 ára gamlar, af flutningi
fólks sem fæddist öðru hvoru megin við
aldamótin 1900, skuli hafa verið bjargað
frá gleymsku og glötun. En hefur Einu sinni
átti ég gott það sem við köllum almennt
skemmtanagildi?Geturfjölskyldansestsaman
og hlustað og heillast? Fá börn „Einu sinni
átti ég gott-æði"? Komast endaleysuþulur
og öfugmælavísur aftur í tísku?
Ég ákvað að gera lævísa tilraun og
notaði litlu börnin mín, 2ja og 4ra ára, sem
tilraunadýr. Framkvæmd tilraunarinnar var
með eftirfarandi hætti: Ég setti diskinn í
spilarann og settist niður með bókina, sem
ekki má gleyrma að minnast sérstaklega á
því hún er svo stór og skemmtilegur þáttur í
útgáfunni, með frábærum myndskreytingum
Halldórs Baldurssonar og stendur auk þess
algerlega fyrir sínu ein og sér, líkt og gamla
Visnabókin. En aftur að tilrauninni, fyrst
hljómuðu raddir tveggja systra, Ásgerðar og
Guðfinnu Gísladætra, sem rauluðu samtóna
á hógværan hátt, morgunbænina alkunnu
„Nú er ég klæddur". Enn fékk ég að sitja
óáreitt við vfsindaathuganir mínar, bænin var
ekki beinlínis að æra áheyrendur. En það átti
eftir að breytast snögglega. ( kjölfarið fylgir
Leppalúðakvæði sem Gísli Gíslason mælir
fram á röggsaman hátt. Og við það eitt að
heyra nafn hins alræmda fjölskylduföður
voru litlu forvitnu eyrun glaðvöknuð og
sperrt. Frá og með kvæði 2 sat ég semsagt
með tvo gríslinga í fanginu, sem blöðuðu
fram og aftur í bókinni, spurðu út úr, átu upp
skringileg orð og flissuðu yfir spaugilegum
hugmyndum. Engar umkvartanir um að
þetta væri leiðinlegt, vantaði undirspil eða
að flytjendurnir væru ekki nógu hipp og
kúl. Bara ósvikinn áhugi á því að heyra og
læra eitthvað „nýtt", sem er samt alveg
eldgamalt. Tíminn leiðir í Ijós hvort þetta
M