Börn og menning - 01.04.2007, Side 36

Börn og menning - 01.04.2007, Side 36
34 Börn og menning leiklist Bjarni Guðmarsson Rauða hauskúpan leysir málið Abbababb eftir dr. Gunna. Leikhópurinn Á senunni sýnir í samstarfi við Hafnarfjarðarleikhúsið. Leikstjóri: María Reyndal. Leikmynd: Linda Stefánsdóttir. Búningar: Dýrleif Ýr Örlygsdóttir og Margrét Einarsdóttir. Dansar: Lára Stefánsdóttir. Lýsing: Lárus Björnsson og Garðar Borgþórsson. Leikarar: Jóhann G. Jóhannsson, Álfrún Helga Örnólfsdóttir, Orri Huginn Ágústsson, Sigurjón, Kjartansson, Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir, Atli Þór Albertsson og Sveinn Geirsson. Tónlist flutt af dr. Gunna, Birgi Baldurssyni og Elvari Geir Sævarssyni. Árið 1997 kom út geisladiskurinn Abbababb þar sem tónlistarmaðurinn dr. Gunni söng fyrir börnin. Ýmsum kom þetta víst á óvart því doktorinn hafði fram að þessu gefið sig aðöðru „krádi". Ogsumumfannstyrkisefnin víst varla við hæfi barna (prump, skeggjaðir drengir, fýlustrákar). Börnin og raunar margir þeir eldri tóku plötunni hins vegar fagnandi og fram á þennan dag hefur þjóðin tekið hraustlega undir í „Prumpulaginu", „Systu sjóræningja", „Herra Rokk", „Dodda draug" og hvað þau heita nú öll þessi ágætu lög sem orðnir eru fastafulltrúar í íslensku barnalagasafni. Lögin á plötunni hverfast yfirleitt um sérstaka persónu eða litla sögu og það mun hafa kveikt hugmynd um að steypa öllu saman í eina heild - söngleik um fólkið sem sungið var um á plötunni og það sem það tók sér fyrir hendur. Það má alveg deila um það hversu góð sú hugmynd var því þetta er ákaflega sundurleit hjörð. Og að mínu viti er „sagan" alls ekki sterkasta hlið sýningarinnar, enda virðist hún stundum ekki síst hugsuð sem brú á milli laga. Hitt er svo annað að þrátt fyrir þetta var ekki annað að sjá en að sýningin hitti í mark hjá leikhúsgestum og mátti einkum þakka það pottþéttum leikhópi og auðvitað þessum skemmtilegu lögum dr. Gunna - gömlum og nýjum - sem hljómsveitin Rokkarnir flutti af slíkri stuðfærni að áhorfendum máttu hafa sig alla við að rjúka ekki upp á svið í trylltum dansi - og sumir létu slíkt raunar eftir sér áður en yfir lauk! Pönk hittir rokk og diskó í Abbababbi leikhússins er sjónum beint að leynifélaginu Rauðu hauskúpunni, sem þrír krakkar, Óli, Halla og Aron Neisti, mynda. Leynifélagið á sér samkomustað og hauskúpuhringa, lykilorð og skortir í raun ekkert nema raunverulega glæpi til að fletta ofan af, - svona dálítið eins og íslensku leyniþjónustuna í kalda stríðinu. Og í bakgrunni geisar heitt stríð, ekki fyrst og fremst austur á móti vestri að þessu sinni heldur pönk gegn diskói. Það má sjá að hjarta höfundarins slær fremur pönkmegin en hitt því fulltrúar diskósins, slöttólfarnir Steindór og Gulli, eru einmitt helsti skelkur Rauðu hauskúpunnar og láta ekkert tækifæri ónotað til að hrekkja og hræða meðlimi hennar. (Ijós kemur að nýr eigandi hefur tekið við hverfissjoppunni. Þetta er nokkuð kynlegur kvistur, hr. Rokk, sem er alltaf í góðu stuði og æfir rokklögin á dauðum tíma í sjoppunni. Hann hefur marga fjöruna sopið og þekkir helminginn af Halla og Ladda. Með hr. Rokk og Rauðu hauskúpunni tekst ágætur skilningur og það er einmitt hann sem verður sannur örlagavaldur í starfi leynifélagsins þegar hann kemur liðsmönnunum á sporið í raunverulegu glæpamáli. Sú vísbending leiðir þá inn á háskabrautir sem ekki verða raktar frekar hér. Þess skal þó getið að áður en Ijósin slokkna telst málið upplýst og mynd af hetjum dagsins birst í Morgunblaðinu. Þar að auki hafa diskóið og pönkið fallist í faðma

x

Börn og menning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.