Börn og menning - 01.04.2007, Síða 10
Börn og menning
Ármann Jakobsson
Útlegðin og smábarnið
60 ára Stubbur
Flestar bækur sem ég kyrmtist á
leikskólaaldri gleymdust hratt en ég man
þó ennþá eftir sjálfum mér sem fimm ára
lesanda Tinnabókanna, Selsins Snorra og
Skemmtilegu smábarnabókanna. Þar sem
börn eru talhlýðin fannst mér Skemmtilegu
smábarnabækurnar skemmtilegar, enda
kom það fram I heiti þeirra. Þær höfðuðu
þó misvel til mín. Ekki Bláa kannan sem
fjallaði ef ég man rétt um könnu sem
brotnaði vegna heimskupara sinna og ekki
veit ég enn hvaða lærdóm átti að draga af.
Öðru máli gegndi um bókina um Tralla sem
fór I stórfiskaleik við kóngsdóttur og þótti
leikskólabarninu það skemmtilega bíræfið.
Svo var Láki sem flestum börnum stóð
stuggur af en hannvar heillandi þó að hann
væri skuggalegur, eins og illskan almennt.
Sagan um Stubb var sú fjórða í þessum
bókaflokki. Mig minnir að við höfum tekið
þessum bókum sem nýjum. Söguvitund barna
á þessum aldri er líklega heldur óþroskuð.
Síðan velta þau þessum æskufélögum ekkert
fyrir sér meir en þegar betur er að gáð
kennur í Ijós að Stubbur kom út á íslensku
rétt eftir seinna stríð, þegar mamma mín
var barn. Þetta mun vera dönsk saga en um
það skeytti markhópur Stubbs ekki heldur
neitt. Ég geri fastlega ráð fyrir að börn fædd
eftir aldamótin 2000 taki bókinní um Stubb
ennþá sem nýlegri sögu.
Sextugsafmæli
í ár fagnar Stubbur sextíu árum á íslenskum
bókamarkaði. Sagan kom fyrst út árið 1947.
Síðan hefur hún verið endurútgefin sjö
sinnum, á 4-11 ára fresti. Margar kynslóðir
íslenskra barna hafa alist upp við Stubb. Má
leiða getum að því að yfirgnæfandi meirihluti
íslendinga undir sjötugu þekki þessa bók og
hún tengi saman langömmur og smábörn.
í Danmörku kom hún fyrst út árið 1943,
Stubbur hét á frummálinu Strit (sem vísar
líklega til hárgreiðslu titilpersónunnar) en
höfundarnir voru Bengt Janus Nielsen (1921-
1988) og Grete Janus Hertz (1915-2002).
Vilbergur Júlíusson endursagði hana á
íslensku. Þau Nielsen og Hertz skrifuðu seinna
Kim-bækurnar vinsælu undir dulnefninu Jens
K. Holm og Danir þekkja Nielsen einnig sem
höfund glæpasögunnar Doden kommer til
middag (sem Erik Balling kvikmyndaði árið
1964).
Systkinin Bengt og Grete
Það skiptir kannski máli hér að þau Bengt
og Grete eru systkini. Sagan um Stubb snýst
Stubbur er ekki stór.
einmitt um átök milli systkina - tveggja
eldri bræðra og eins yngri, eins og iðulega
í ævintýrunum. Stubbur er fimm ára en á
tvo bræður sem eru átta ára og heita Óli og
Pétur. Aðrar persónur skipta ekki máli þó að
mamma bræðranna sjáist einu sinni á mynd,
boldangskvenmaður. Óli og Pétur níðast
stöðugt á Stubbi. Þeir vilja ekki gefa honum
epli eða hleypa honum með sér í skólann og
þegar þeir fá ný föt nota þeir tækifærið og
hæðast að Stubbi. Ævinlega er glæpur hans
sá sami: Að vera lítill. Á hinn bóginn atvikast