Börn og menning - 01.04.2007, Qupperneq 17

Börn og menning - 01.04.2007, Qupperneq 17
Hetjur og varðeldar 15 Ævar Örn Jósepsson Hetjur og varðeldar Sundurlausar vangaveltur um uppruna illmenna og nestispakka í tjaldútilegum, eða „hversvegna er ég ekki rasisti þrátt fyrir allt"? Mig rámar í að Bob Moran hafi oftar en einusinni bjargað heiminum frá tortímingu. Bob Moran var liðsforingi í franska flughernum, það man ég skýrt og greinilega. Moran fíugforingi, það varhann. Ég man líka að höfuðandstæðingurinn i fleiri en einni og fleiri en tveimur sögum af afrekum hans var Guli skugginn, öðru nafni herra Ming, skáeygður djöfull frá Mongólíu ef mér skjöplast ekki. Það var ekki búið að finna upp pólitíska rétthugsun þegar sögurnar um Bob Moran voru skrifaðar. En ég efast um að höfundur þeirra hefði mikið verið að eltast við slíkt þó svo hefði verið. Gott ef systurdóttir Gula skuggans var ekki lika stærsta ástin í lífi hins snöggklippta heljarmennis og hjálpaði honum að knésetja fólið að lokum. Það er alltjent eitthvað. Ástina og andann er torvelt að temja Segið svo að ekki sé tekist á um grundvallaratriði siðfræðinnar í barnabókmenntum fyrri tíma: Má maður elska frænku illmennis sem ógnar öllum heiminum - og er þaraðauki af öðrum kynþætti? Eiga syndir frændanna að bitna á undurfögrum og töfrandi frænkum þeirra? Og síðast en ekki síst: Eru virkilega engin takmörk fyrir því hve mikla hættu er hægt að ætlast til að tiltölulega lágt settur yfirmaður í franska flughernum leggi sig í þegar öryggi alheimsins er annars vegar? Eftir því sem ég man best, þá er svarið við fyrstu spurningunni skýrt já og báðum hinum seinni jafn afdráttarlaust nei. Og ég hlýt að spyrja, á fullorðinsárum - hvernig gæti annað verið? Holdið er jú torvelt að temja, og andann og ástina enn frekar. Ættingjarnir eru aukaatriði í því sambandi, hversu fyrirlitlegir sem þeir kunna að vera. Ástin þekkir jú engin landamæri, við höfum lesið það nógu oft í gegnum tíðina. Menn sem aldrei bregðast Ef ég stæði nú frammi fyrir því sjálfur, svona prívat og persónulega, að þurfa að velja á milli minnar aumu persónu og heimsins einsog hann leggur sig, hvora leiðina mundi ég velja? Stofna sjálfum mér í bráða Iffshættu - en með smáséns á að reddast - eða garanteraða tortímingu mannkynsins einsog það leggur sig? Mundi ég taka sénsinn? Auðvitað tæki ég sénsinn. Eða það ímynda ég mér allavega í trausti þess að mér verði aldrei stillt uppvið slíkan vegg. Hetjunni Bob var hinsvegar oftar en ekki stillt uppvið þennan vegg. Og hann brást aldrei trausti - eða tilætlunarsemi - heimsins. Hann reddaði okkur. Aftur og aftur. Og alltaf varég jafn ánægður með hann. Toppmaður, Bob Moran. Svo mikið man ég. En ekki mikið meira. Og eftir að hafa gripið niðrí Vin K svarar ekki af heilmiklu handahófi er ég sannfærður um að engin ástæða sé til að rifja þessar sögur upp neitt frekar. Það skemmir bara minningarnar. Eyðileggur rómantískan hetjuljómann sem enn eimir eftir af í hugskoti mínu. Og það á ekki bara við um Bob Moran, heldur flestar hetjur æsku minnar - úr heimi bókmenntanna að minnsta kosti. Svarthvít heimsmynd Æskuhetjurnar eru býsna margar: Frank og Jói, Njósnaþrenningin, UNG-njósnararnir Christopher Cool og Geronimo Johnson (já, útsendarar CIA voru einusinni hetjur í mínum augum), Georg(ína), Júlli, Jonni, Anna og Tommi og allir hinir krakkarnir úr kolli Enid Blyton, Nancy Drew, Winny og Lonny (man einhver eftir þeim í dag?) - Tom Swift, Benni, Prins Valíant - og Tinni. Og svo auðvitað Kalli kaldi, Lína Langsokkur, Emil í Kattholti, bróðir minn Ljónshjarta, Mía litla, Múmínsnáðinn og Snúður.

x

Börn og menning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.