Börn og menning - 01.04.2009, Page 10

Börn og menning - 01.04.2009, Page 10
Tinni kemur til skjalanna Fimmtudaginn 10. janúar 1929 steig ungur blaðamaður upp í lest í Brussel og lagði f mikla langferð austur á bóginn. Ferðinni var heitið til Sovétríkjanna og blaðamaðurinn ungi var klæddur eftir nýjustu tísku ferðamanna, í rúðóttum pokabuxum og jakka í stíl, á hnésokkum og með sixpensara. Með honum var lítill hvítur hundur. Þetta voru þeir Tinni og Tobbi, eða Tintin og Milou, sköpunarverk belgíska teiknarans Flergé. Þeir birtust upp frá þessu einu sinni í viku, í svart-hvítu, í Le Petit Vingtiéme (Litlu tuttugustu) barnablaði sem fylgdi kaþólska dagblaðinu Le XXe Siéde (20. öldinni) alla fimmtudaga. Á bakvið höfundarnafníð Flergé, leyndist Georges Remi, drátthagur náungi af innheimtudeildinni sem hafði tekíð við ritstjórn barnablaðsins nokkru áður og fór strax að teikna fyrir yngstu lesendurna. Til að byrja með var söguþræðinum í ævintýrum Tinna fjarstýrt innan af ritstjórnarskrifstofum dagblaðsins Le XXe Siéde en þar réði ríkjum ofuríhaldssamur kaþólikki, séra Norbert Wallez. Það var hans hugmynd að senda Tinna til Sovétríkjanna í sinni fyrstu fréttaöflunarferð árið 1929. Fyrir austan var allt á öðrum endanum rúmum áratug eftir byltingu Leníns og bolsévikkanna og kommúnisminn riðaði af áreynslu. Hin ungu Sovétríki voru sjálfkjörið skotmark fyrir íhaldsamt dagblað í vestrinu en það var, eins og önnur blöð af sama toga, gjarnt á að leggja lesendum sínum, bæði ungum og öldum, línuna í pólitík og félagsmálum. Hergé fékk heilu senurnar að láni í bók Joseph Douillet, Hulunni svipt af Moskvu, m.a. einkar áhrifaríka lýsingu á sovéskum kjörfundi þar sem byssukjaftar yfirvalda „hjálpuðu" almenningi að kjósa rétt - og bara rétt. Ekki tók betra við í næstu sögu. Aftur var það ritstjóri dagblaðsins, séra Wallez, sem réði ferðinni og nú skyldi Hergé senda blaðamann barnannatil Afríku, nánar tiltekið til belgísku nýlendunnar Kongó. Þar vantaði hermenn til starfa og belgísk stjórnvöld vildu sjá jákvæðar fréttir af nýlendunni, eitthvað til að fegra líf opinberra starfsmanna þar suður frá. Bókin Tinni í Kongó er alveg hræðileg og líklega verst skrifaða Tinnabókin. Hún er lýsandi dæmi um ógeðfellda afstöðu hinna svokölluðu nýlenduherra, belgísku broddborgaranna, til heimamanna í Kongó sem eru gerðír að bablandi hálfvitum. Afstaðan til þeirra er þó ekki það versta víð bókina heldur hin hrikalegu dráp á

x

Börn og menning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.