Börn og menning - 01.04.2009, Síða 11

Börn og menning - 01.04.2009, Síða 11
Blaðamaðurinn Tinni - áttræður unglingur 11 villtum dýrum. Útgefandi Tinna bókanna á Norðurlöndum neitaði að taka bókina til útgáfu nema Hergé teiknaði heila blaðsíðu upp á nýtt og fjarlægði atriði þar sem Tinni drap nashyrning með dýnamíti. Hergé nær sér á strik Ef sögurnar um Tinna hefðu ekki orðið fleiri en þessar tvær, Tinni í Sovétrikjunum og Tinni í Kongó, væri höfundur þeirra, Belgíumaðurinn Hergé, öllum löngu gleymdur. En pólitískum fjarstýringum séra Wallez lauk með þriðja ævintýrinu, Tinna í Ameríku og frá og með fjórðu bók, Vindlum Faraós, náði Hergé vopnum sínum og skapaði sinn eigin söguþráð um ævintýraleg ferðalög um heiminn, baráttu góðs og ills, samsæri og glæpi, vonda kalla og hetjur. Rauði þráðurinn var alltaf sá sami: baráttan gegn hinu illa og Tinni var málsvari þeirra sem minna máttu sín. í fyrstu voru söguhetjurnar bara tvær. Blaðamaðurinn Tinni og ferðafélagi hans, hundurinn Tobbi eða Milou, nefndur eftir fyrstu kærustu höfundarins. í fjórðu sögunni, Vindlum Faraós, tók Hergé til við að teikna sístækkandi fjölskyldu utan um Tinna og birtast þar í fyrsta sinn nokkrar af lykilpersónum bókannas.s. lögreglumennirnir óborganleguSkaptiogSkafti;glæpakóngurinn Rassópúlos og portúgalski sölumaðurinn Oliveira dos Fígúra. Seinna bættust í hópinn uppfinningamaðurinn Vandráður prófessor; söngkonan stórbrotna Væla Veinólína og hinn orðljóti og önugi Kolbeinn kafteinn, sem löngum hefur verið talinn alter egó höfundarins sjálfs. Litríkt persónugallerí bókanna varð grundvallaratriði í vinsældum bókanna og þannig færði Hergé sögurnar nær lesendum, með kunnuglegum andlitum í bók eftir bók. Fyrirmyndirnar sótti Hergé jafnan í lifandi fólk sem hann þekkti. Nærtækasta dæmið er Tinni sjálfur, sem ber sterkan svip af bróður Hergés, hermanninum Paul Remi, en Skapti og Skafti eru teiknaðir eftir föður Hergés og föðurbróður, tvíburunum Alexis Remi. Ævintýri Tinna hófu göngu sína á síðum belgískra dagblaða, fyrst Le XXe Siéde og síðar, á stríðsárunum, í Le Soir. Sérstakt vikurit um Tinna, Tintin, var stofnað haustið 1946. Sögurnar rötuðu samhliða á bækur, fyrst í svart-hvítu, en voru seinna endurútgefnar í lit og notaði höfundurinn þá gjarnan tækifærið og færði bakgrunnsteikningar nær lesendum í tíma, breytti gufueimreið í rafmagnslest og skrúfuflugvélum í þotur. Bækurnar um Tinna eru sígild listaverk en um leið dagsett tímahylki. Saga og sagnfræði á 62 blaðsíðum, um það sem var efst á baugi hverju sinni í heiminum, séð frá Belgíu. Blái Lótusinn fjallar um herveldi og imperíalisma Japana í Kína. Veldissproti Ottókars konungs er um hið svokallaða Anschluss, innrás og innlimun ríkja á tímum Hitlers og Mussolinis, og vondi kallinn hét Musstler, soðinn upp úr Hitler og Mussolini. Herforingjastjórnir Suður-Ameríku fengu sína umfjöllun í Tinna og pikkarónunum, síðustu bókinni sem Hergé lauk, árið 1976, og niðurstaða byltingarinnar í bókinni var sú sama og f bláköldum raunveruleikanum, ekkert breyttist nema einkennisbúningar lögreglunnar. Höfundurinn Teiknarinn Hergé stefndi upphaflega sjálfur á feril í blaðamennsku. Hann dreymdi um að verða fréttaritari á framandi slóðum, eins og hetjur blaðamennskunnar í upphafi tuttugustu aldarinnar, þarsem enginn hörgull var á æsilegum atburðum fyrir heimspressuna hvert sem litið var; stríð, byltingar, nýlendubrölt, vísindauppgötvanir, rannsóknarleiðangrar og þar fram eftir götunum og fréttaritararnir sjálfir í hringiðu atburða, eiturskarpir analýtíkerar sem kunnu heimssöguna upp á tíu og höfðu ráð undir rifi hverju. Atburðir líðandi stundir höfðu heillað Georges Remi frá unga aldri, kannski vegna þess að heimilishaldið var í alla staði fábrotið og lítið um að vera, ef frá voru taldir skátafundirnir sem héldu ævintýraþránni lifandi í drengnum. Hann ólst upp í landi á tímum umbrota, upplifði fyrri heimsstyrjöldina í Evrópu, umsátur Þjóðverja um Brussel og hinn afdrifaríka Versalasamning. í skólanum gerði hann fátt annað en að teikna á spássíur kennslubókanna en í skátunum fékk hann viðurnefnið „forvitni refur". Áhugamál hans voru þau sömu til æviloka: fréttir og list. Hergé varð aldrei blaðamaður. Hann starfaði samt á blöðum og tímaritum alla ævi, við að teikna ævintýrin um fréttahaukinn og ferðalanginn Tinna. Sjálfur ferðaðist Hergé aldrei neitt fyrr en á gamals aldri. Hann hafði alla sína visku úr bókum og tímaritum enda safnari af guðs náð og átti risavaxið úrklippusafn sem hann nýtti óspart við gerð Tinnabókanna. Og rétt er að minnast þess að einu sinni var ekki til neitt Internet. í þá daga safnaði fólk úrklippum. Allt var teiknað eftir hárnákvæmum fyrirmyndum; upp úr hergagnabæklingum, National Geographic, eða eftir landabréfum og Ijósmyndum. Hvort sem það voru kórréttir arabískir einkennisbúningar, breskir Lee Enfield rifflar, höfuðbúnaðir amerískra indíána, eða kínverskt myndletur. Að baki ævintýrunum um Tinna lá gríðarleg vinna, hver bók var að meðaltali 2 ár í vinnslu, ævistarf Hergés var 23 bækur á fimmtíu árum. Sá sem þýddi Tinna á íslensku var hinsvegar blaðamaður. Loftur Guðmundsson auðgaði íslenska menningu margvíslega með þýðingum sínum og dægurlagatextum og Tinna-þýðingar hans leiftra af snilld, ekki síst í tilsvörum Kolbeins kafteins: „Grátlegar

x

Börn og menning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.