Börn og menning - 01.04.2009, Síða 14
14
Börn og menning
Sagan er sögð í fyrstupersónu frásögn
stúlkunnar og er söguhetjan bersýnilega
sköpuð til þess að lesandinn geti speglað sig
í henni og séð þar spegilmynd sem er heldur
frýnilegri en sú sem venjulegir speglar bjóða
upp á. Stúlkan heitir - í fullri alvöru - Isabella
Swan, kölluð Bella. Þrátt fyrir nafnið lýsir
hún sér fremur sem Ijótum andarunga en
fallegum svani: Hún er klaufsk, andfélagsleg
og hefur engan áhuga á útlitinu eða öðrum
hugðarefnum unglinga. Sjálfsmynd hennar
rímar sem sagt við sjálfsmynd margra ungra
kvenna. En öfugt við flestar stúlkur og konur,
þá bregst umhverfi Bellu ekki við henni í
samræmi við þessa sjálfsmynd - þvert á móti,
vinsælustu stelpurnar í skólanum slást um að
vera vinkonur hennar og sætustu strákarnir
standa í röðum við að bjóða henni út. Það er
notaleg tilhugsun að þó að sjálfsmyndin sé
í molum geti verið að öðrum finnist maður
alveg meiriháttar án þess að maður átti sig
á því.
Og sé maður hrifinn af öskubuskuþema
til að byrja með, þá hefur sagan af tilurð
bókanna eflaust nokkuð aðdráttarafl Ifka.
Stephanie Meyers er mormónastúlka1 sem
lauk BA- prófi f ensku, gifti sig ung og
byrjaði að hlaða niður börnum. Hún hafði
aldrei skrifað neitt áður en hún byrjaði á
bókunum í kjölfar draums um vampírur, en á
sex mánuðum skrifaði hún alla fyrstu bókina,
varð sér úti um umboðsmann og landaði
þriggja bóka samningi við stóran útgefanda.
Ástarsaga sem höfðar til fjöldans
Ein af skýringunum á því af hverju Twilight-
bækurnar höfða til svona víðs lesendahóps,
er eflaust sú að í sögunni renna saman
tvær bókmenntagreinar á hátt sem gleður
unnendur bæði fantasía og ástarsagna. Fólk
sem ervantað lesafantasíuren hefurekki lagst
eftir því að lesa hefðbundnar ástasögur finnur
^ Eflaust má deila um hversu mikilvæg þessi staðreynd
er, en margir gagnrýnendur bókanna telja að í þeim
megi finna hugmyndir um hlutverk kynjanna sem megi
rekja til trúarlegs bakgrunns Meyer.
þarna það sem margir kalla „guilty pleasure"
- sem er raunar frasi sem mjög margir
lesendur virðast nota um Twilight-bækurnar.
Sagan er ólík hefðbundnum fantasíum að
því leyti að fókusinn er allur á sambandi
aðalpersónanna, og ekki fer mikið fyrir plotti
fyrr en í blálokin. Sjóaðir ástarsagnalesendur
fá aftur á móti mjög kurteislega kynningu á
heimi ævintýrasagnanna - formið er þeim
kunnuglegt, en efniviðurinn kryddar lesturinn
með áður óþekktu (blóð)bragði.
Söguhetjan á eflaust líka sinn þátt í því
að konur á öllum aldri lesa bækurnar. Það
hefur verið sagt að skilnaðarbarnið sé hinn
nýi munaðarleysingi bókmenntanna - dálítið
utan gátta og neyðist til að standa á eigin
fótum fyrr en hefði verið ákjósanlegt. Bella
gengur til dæmis inn í húshald föður síns
orðalaust, og reynist vera hin myndarlegasta
húsmóðir.
Gagnrýnendur bókanna hafa margir
nefnt að þó að Bella sé vitundarmiðja
sögunnar þá virðist ekki ýkja mikið búa
undir yfirborðinu. Við fáum aldrei að vita
neitt um framtíðardrauma hennar, ekki
kemur fram hvert sé uppáhaldsfagið hennar
í skólanum, hún hefur ekki sérstakan áhuga
á framhaldsnámi, hún getur þess ekki hvar
hún sér fyrir sér að búa þegar hún vex úr
grasi, þó að sagan hefjist á því að hún flytji
landshorna á milli. Um leið og hún ber
Edward fyrst augum, þá verður hann hennar
eina áhugamál og samvistirnar við hann
hennar eina markmið.
Vampíran fagra
Játvarður vampíra uppfyllir frekar gamaldags
hugmyndir um karlmennskuna. Hann er
skilgetið afkvæmi manna á borð við herra
Darcy hennar Jane Austen og Rochester
Charlotte Bronte. Hann er moldríkur,
líkamlega aðlagandi, kemur riddaralega
fram, sýnir því mikinn áhuga að vernda
ástkonu sína fyrir öllu illu, en undir þessu
fágaða yfirborði býr fól sem hann berst við
alla daga - vampíran sem kallar á blóð - og
sigurinn á þessu villta eðli gerir hann enn
eftirsóknarverðari.
Það er dálítið merkilegt að hetja sem sækir
svo mörg einkenni sín til fortíðarinnar höfði
svona sterkt til ungra stúlkna á 21. öldinni.
Hegðun 19. aldar mannsins er ekki eitthvað
sem fellur að hugmyndum okkar um eðlilega
framkomu í dag. Edward verður t.d. uppvís
að því að elta Bellu milli bæja, áður en þau
kynnast nokkuð að ráði, bara vegna þess að
hann ber velferð hennar svo óskaplega mikið
fyrir brjósti. Vampírur þurfa auðvitað ekki
svefn, svo á nóttunni bregður hann á það
ráð að brjótast inn f húsið hennar og horfa
á hana sofa - aftur án þess að hún viti það.
Hann getur ekki lesið hugsanir Bellu, en það
stoppar hann samt ekki í því að lesa hugsanir
vinkvenna hennar til að komast að því hvað
hún segir um hann. Hvergi í textanum örlar
á öðrum hugmyndum en þeirri að þetta sé
ferlega sjarmerandi hegðun.
Edward er raunar frekar ódæmigerð
vampíra, enda hefur Meyer sagt að hún hafi
ekki kynnt sér þessa bókmenntagrein áður
en hún hóf skriftirnar. Einn af óvenjulegustu
eiginleikum hans er sá að hann forðast
ekki sólarljós vegna þess að það sé honum
banvænt, heldur er það vegna þess að í
heimi Stephanie Meyer glitra vampírur rétt
eins og þær séu alsettar demöntum þegar
sólin skín á þær! Jafnframt er það ekki svo að
hann nýti sér langlífið í eitthvað skemmtilegt
- einhverra hluta vegna hefur hann dæmt
sig til eilífrar vistar í gagnfræðaskóla, því
hann var 17 ára þegar hann lést. Þegar
hann útskrifast byrjar hann bara upp á nýtt
einhversstaðar annarsstaðar.
Skírlífisboðskapurinn
Einn óvæntasti vinkillinn á því hvernig bókin
höfðar til tveggja kynslóða er sá að siðprúðar
mæður unglinga í Bandaríkjunum hafa tekið
skírlífisboðskap bókanna fagnandi. Málið er
þannig vaxið að Bella getur um fátt annað
hugsað en að rífa fötin utan af hinum fagra
Edward, en hann dirfist hins vegar ekki
að koma nálægt henni, því ofurmannlegir
kraftar hans gætu reynst dauðlegri ástinni