Börn og menning - 01.04.2009, Qupperneq 17
Saklaust ævintýri?
17
meðan að lesendur (í öllu falli þeir fullorðnu)
draga aðrar ályktanír: [Bruno] „leit á hana
andartak án þess að segja neitt og hugsaði
með sjálfum sér að [móður sinnij hefði farist
eitthvað klaufalega við að farða sig um
morguninn því augu hennar voru rauðari en
venjulega, alveg eins og augu hans þegar [...]
hann fór að gráta."2 Þá talar Bruno alltaf um
„Firringinn" og „Ásvipti" þótt aðrir gagnrýni
hann fyrir að bera orðin rangt fram. Þessír
orðaleikir (sem á frummálinu eru The Fury
og Outwith) verða þó hálf undarlegir ef þeir
eru settir í samhengi við þýskuna sem Bruno
ætti að vera að tala. Sú sem þetta skrifar stóð
sig f öllu falli að því að reyna að ímynda sér
hvaða útúrsnúning á upprunalegu orðunum
hefði getað verið um að ræða á þýsku. Engu
að síður er þessi tvöfaldi skilningur sem hægt
er að leggja í lýsingar oft ágætlega gerður og
til þess fallinn að bæðí börn og fullorðnir geti
skilið bókina á sinn hátt.
Helförin frá sjónarhóli nazistasonar
Höfundurinn segir sjálfur í viðtali (sem er að
finna aftast í ensku útgáfunni) að upphaflega
hafi hugmyndin um tvo drengi sitjandi sitt
hvorum megin við
Ihe H,ly
in the
JOI1K BOYKE
gaddavírsgirðingu leitað á sig og bókin hafi
svo verið skrifuð á rétt rúmri viku.3 Hún ber
þess kannski merki - stíllinn er mjög einfaldur
og mikið um endurtekningar og þótt það
sé sennilega með ráðum gert verður það á
köflum þreytandi.
Hugmyndin að baki bókarinnar er í sjálfu
sér áhugaverð - helförin séð frá sjónarhóli
drengs sem er sonur háttsetts nazistaforingja.
Sakleysi og skilningsleysi Brunos er svo
notað til þess að sýna lesandanum fram á
fáránleika þeirrar grimmdar sem átti sér stað
í helförinni:
En voru þeir [gyðingarnirj svo
frábrugðnir þegar öllu var á botninn
hvolft? Fólkið í búðunum var í eins
fötum, þessum náttfötum og með
röndóttar bómullarhúfur iíka. Og allir
sem ráfuðu inn og út úr húsinu
hans (nema móðir hans, Gréta og
hann sjálfur) voru f búningum [...]
Hver var þá munurinn? [...] og
hver ákvað hverjir skyldu klæðast
röndóttu náttfötunum og hverjir
búningunum?4
Sakleysi Brunos á líka mögulega að hjálpa
manni að skilja hvernig slík
voðaverk gátu farið fram undir
Áv nefinu á hugsandi fólki. En því
miður er þetta sakleysí ekki alltaf
sannfærandi. Bruno virðist ekki
hafa hugmynd um að Þýskaland
standi í stríði og veit ekki hver
Firringurinn er. Hann hefur heldur
aldrei heyrt um gyðinga og virðist
fullkomlega ómeðvitaður um einhvers
konar hættuástand í heimalandi sínu.
Þetta er enn undarlegra í Ijósi þess að
hann virðist ekki hafa lifað sérstaklega
vernduðu lífi - mikið er talað um
könnunarleiðangra Brunos og vína hans
um götur Berlínar og það eitt ætti
að nægja til þess að hann ætti að
hafa séð einhverjar óeirðir, veggspjöld af
Firringnum og veggjakrot og áróður gegn
gyðingum en svo virðist ekki vera. Miðað
við stöðu föður þeirra ætti svo Gréta,
hin tólf ára gamla systir Brunos, að vera
meðlimur í Hitlers-æskunni og jafnvel Bruno
sjálfur. Þótt Bruno sé aðeins níu ára er þetta
fullkomna skilningsleysi hans á veröldinni oft
ósannfærandi og jafnvel þreytandi: „ „Heil
Hitler, " sagði hann því hann hélt að það
væri bara annar háttur á því að segja: „Jæja,
þá, vertu blessaður, sjáumst síðar.""5
Ótrúverðugt sakleysi
Það sem er þó kannski alvarlegast er að þrátt
fyrir að kápa bókarinnar segi að Bruno (og
lesandinn) fari í „ferð" og gefur þannig í
skyn ferli þroska og uppgötvunnar þá vírðist
Bruno ekki miklu nær í lok bókarinnar. Eftir
heilt ár af nánast daglegum samræðum
við Shmuel skilur hann í raun ekkert frekar
hvað er að gerast - hann veltir hlutum
stundum fyrir sér en kemst ekki að neinum
niðurstöðum - ekki einu sinni röngum. Hann
horfir á vin sinn horast niður, hann hlustar
á frásagnir Shmuels af lífinu innan veggja
gaddavírsins en þegar hann í lokakaflanum
fer þangað sjálfur er hann steinhissa á því
sem fyrir augu ber:
Bruno glennti upp augun í forundran
við að sjá það sem fyrir augu hans
bar. Hann hafði alltaf ímyndað sér
að í húsunum byggju hamingjusamar
fjölskyldur. Hann hafði séð suma
fjölskyldumeðlimi fyrir sér þar sem
þeir sátu ( ruggustólum úti við á
kvöldin og sögðu sögur [...] hann
hafði ímyndað sér að strákarnir og
stelpurnar sem byggju hér lékju sér
saman í litlum hópum, til dæmis í
2 John Boyne [2006]. Strákurinn í röndóttu
náttfötunum. Þýð. Áslaug Agnarsdóttir. Reykjavík:
Veröld, 2008, bls. 6.
3 Höfundurinn tekur þó fram að hann hafi endurskoðað
bókina áður en hún var gefin út. John Boyne. [2006].
The Boy in the Striped Pajamas. New York: David
Fickling Books, 2006. Readers Guide, bls. 4-5.
4 John Boyne [2006]. Strákurinn ( röndóttu
náttfötunum, bls. 88.
5 John Boyne [2006]. Strákurinn í röndóttu
náttfötunum, bls. 50.