Börn og menning - 01.04.2009, Qupperneq 18
18
Börn og menning
fótbolta eða tennis, eða þá að þau
væru að sippa eða hoppa í parís.* * 6
Hugmyndir Brunos eru þannig í hrópandi
mótsögn við þann veruleika sem Shmuel
hefur borið með sér á öllum þeirra fundum.
Mögulega á blinda Brunos að vera ádeila
sem sýnir lesandanum hvernig venjulegt fólk
er hvað eftir annað slegið blindu eða horfir
í aðra átt meðan voðaverk eru framin um
allan heim - eða hreinlega í næsta húsi. En
eru þá allir þeir blindu saklausir - eins og
Bruno? Er skilningsleysi dyggð?
Auðvitað er Bruno bara barn en engu
að síður man ég eftir mér á svipuðum aldri
hafandi miklaráhyggjuraf svöngu börnunum
í Eþíópíu sem sáust stundum í fréttunum.
Börn eru sjálfhverf og taka heiminum á eigin
forsendum en þau eru ekki skilningsljó eða
ófær um að setja sig í spor annarra.
Dæmisaga eða sögufölsun?
Bókin hefur verið metsölubók víða um
heim og almennt fengið góða dóma -
en þó eru þar undantekningar á. Margir
fagna skemmtilega skrifaðri og áhrifamikilli
barnabók sem heldur á lofti minningu
hörmunga sem ekki mega gleymast. En aðrir
hafa áhyggjur af áðurnefndum barnaskap
Brunos og ekki síður því sem hreinlega
mætti flokka sem sögufölsun. Þar á meðal
þeirri staðreynd að börn lifðu að jafnaði
ekki lengi í Auschwitz og alls ekki heilt ár.
Börn, gamalmenni og sjúklingar voru yfirleitt
rekin strax í gasklefana enda voru þetta
vinnubúðir. Þá er sérkennilegt að Shmuel
hafi tíma og næði til að fara að spjalla
við vin sinn, son stjórnanda Auschwitz, á
hverjum degi í heilt ár án þess að nokkur
komist að því. Alvarlegast má svo kannski
telja þetta „gat" á gaddavírsgirðingunni -
nógu stórt til þess að Bruno geti auðveldlega
smeygt sér undir. Girðingarnar í kringum
Auschwitz voru vaktaðar allan hringinn af
vopnuðum hermönnum sem skutu fyrst og
spurðu svo. Þá var gaddavírsgirðingin líka
rafmagnsgirðing og því útlokað að svo mikið
sem snerta hana, hvað þá skríða undir.
Sér til varnar segir höfundurinn að bókin
sé dæmisaga - ævintýri þar sem raunsæisleg
smáatriði séu látin lönd og leið. Boyne
tekur einnig fram að það sé meðvitað að
nefna Hitler eða Auschwitz hvergi á nafn
- þannig hafi hann haldið sögunni opinni
- grimmdarverkum mannanna sé því miður
ekki lokið og þessi saga gæti gerst hvar
sem slíkar hörmungar eiga sér stað. Þetta
er vissulega satt og rétt en með því að
tengja söguna svo augljóslega við seinni
heimstyrjöldina býður höfundurinn sjálfur
upp á vissa söguskoðun.
Barnabók sem breyttist í
fullorðinsbók
Bókin var upprunalega gefin út sem
barnabók en í Ijósi vinsælda var hún
endurútgefin fyrir fullorðna eins og títt er
orðið um vinsælar bækur sem sprengja utan
af sér slíkar skilgreiningar. Því er dálítið óljóst
hvaða kröfur eigi að gera til hennar sem
bókmennta - ef meta á hana sem barnabók
er kannski eðlilegra að hún sé dálítið útópísk
og ævintýraleg á kostnað raunsæis - það er
lítið gaman að vera fullorðna manneskjan
sem bendir á vináttu Brunos og Shmuels
og æpir „ÞETTA HEFÐI ALDREI GETAÐ
GERST!" Vandamálið felst kannski að hluta
til í þeirri staðreynda að einmitt af því
skáldsagan segir aldrei berum orðum hvað
gerist og takmarkaður skilningur Brunos
er látinn bera uppi frásögnina þá gerir
höfundurinn eiginlega kröfu til þess að
lesandinn viti meira en aðalsöguthetjan. Án
utanaðkomandi upplýsinga um helförina
verður bókin fullkomlega óskiljanleg og
sömuleiðist endirinn: Bruno og Shmuel er
ásamt hópi fólks ýtt inn í herbergi og
málmlokuskotiðfyrir-Brunoveitekkert hvað
er að gerast og tekur í höndina á vini sínum.
Næsti kafli hefst á orðunum „Það fréttist
MguRim
zöndóttu NÁTTFÖTI
im m. John Bí
auðvitað ekkert meira
af Bruno eftir þetta."7 Eins og
orðskrípin Ásvipti og Firringurinn verður
bókin merkingarlaus ef hún er ekki sett í rétt
sögulegt samhengi. Ævintýrabækur Narníu
(eftir C.S. Lewis) má lesa sem allegóríu um
kristni og Animal Farm (eftir George Orwell)
sem allegóríu um rússnesku byltinguna en
bækurnar standa þó fullkomlega án slíks
lesturs. Því er öðruvísu farið með Strákinn í
röndóttu náttfötunum því allur áhrifamáttur
bókarinnar felst í því að lesandinn viti meira
en Bruno og skilji hvaða hryllingur á sér stað
á bak við takmarkaða sýn barnsins.
Bókinni er þó alls ekki alls varnað - hún
er óhugnanleg en oft á tíðum skemmtileg
lesning sem er ekki sjálfgefið miðað við
efnið. Þótt ýmsu sé ábótavant hvað varðar
sögulegar staðreyndir vekur bókin vonandi
upp spurningar hjá ungum lesendum sem
afla sér þá frekari upplýsinga annars staðar
frá. Því má að mörgu leyti telja bókina ágætis
inngang að erfiðum staðreyndum heimsins.
En sem raunsönn lýsing á atburðum úr
helförinni stenst hún ekki mikla rannsókn
og sem dæmisaga stendur hún varla ein og
óstudd.
Höfundur er bókmenntafræðingur og
ieikkona
6 John Boyne [2006]. Strákurinn í röndóttu
náttfötunum.bls. 178.
7 John Boyne [2006]. Strákurínn í röndóttu
náttfötunum, bls. 184.