Börn og menning - 01.04.2009, Síða 19
Ein athyglisverðasta íslenska barnabókin
sem kom út um síðustu jól var Garðurinn
eftir Gerði Kristnýju. Hún var markaðssett
sem spennandi draugasaga fyrir unglinga
og stálpaða krakka og var vel tekið af
gagnrýnendum fjölmiðlanna og fleirum.
Starfsfólk bóksala valdi hana t.d. bestu
íslensku barnabókina á nýliðnu ári. Gerður
Kristný hefur gefið út nokkrar barnabækur
en að þessu sinni má kannski segja að hún
hafi „skipt um gír" eins og það er orðað í
umsögn útgefanda um Garðinn. Og þó -
Garðurinn er ekki frumraun höfundarins
á draugasagnasviðinu því Gerður Kristný á
sögu í samnorrænu draugasagnasafni sem
kom út 2006 undir titlinum Draugurinn
sem hló.
í stuttu máli fjallar sagan um Eyju, fjórtán
ára einbírni, sem flytur í upphafi bókarinnar
í gamla Vesturbæinn í Reykjavík með
pabba sínum og mömmu. Þegar Eyja lítur
út um gluggann á nýja herberginu sínu
blasir gamli kirkjugarðurinn við henni. „Um
leið var mér litið út um gluggann og sá
þá að garðurinn hinum megin við götuna
var enginn venjulegur garður. Fyrir innan
steinvegginn, sem skreyttur var sprungum
og ólæsilegu veggjakroti, voru legsteinar og
krossar. Undir þeim lá dáið fólk. Og ef ég gat
horft yfir garðinn þá gat fólkið í garðinum
líka horft á mig." (bls. 7). Og það er fleira
en kirkjugarðurinn sem Eyju hugnast illa á
nýja staðnum. í tilefni af því að fjölskyldan
er loksins komin í nógu stórt húsnæði festa
foreldrar Eyju kaup á gömlum og voldugum
leðurstól sem Eyja fær strax illan bifur á. Hún
er einstaklega næm og finnur að stólnum
fylgir eitthvað illt eins og síðar á eftir að
koma á daginn. Pabbi hennar finnur fljótlega
bunka af gömlum sendibréfum í stólnum
sem eru skrifuð 1918 í Reykjavík þegar
spænska veikin herjaði á bæjarbúa með
skelfilegum afleiðingum. Pabbi Eyju, sem er
sögukennari í MR, gleðst yfir bréfafundinum
því hann hefur sérstakan áhuga á þessu
tímabili íslandssögunnar eins og Eyja veit
mæta vel. „Og ég vissi alveg um hvað hann
langaði mest til að skrifa - spænsku veikina
sem kom til íslands með skipi eins og vond
fréttfyrir níutíu árum, í nóvember 1918. Fólk
fékk höfuðverk, blóðnasir, lungnabólgu og
ægilegan hósta. Svo dó það. í Reykjavík einni
létust um 260 manns og það var hellingur því
þá bjuggu þar bara um 15.000 sálir." (bls.
6). Það verður þó ekkert úr því að pabbi Eyju
skrifi um spænsku veikina því hann veikist
mjög hastarlega og er fluttur nær dauða
en lífi á sjúkrahús. Eyja er viss um að gamli
stóllinn eigi sök á veikindum föður hennar en
hvernig í ósköpunum getur það verið? Hún
fær Sölva, nýjan vin/kærasta sinn til að hjálpa
sér að leysa gátuna um stólinn. Eyja þarf þó
ein og óstudd að vinna bug á hínum illu
öflum sem búa í stólnum og þar með bjarga
lífi föður síns.