Börn og menning - 01.04.2009, Page 21

Börn og menning - 01.04.2009, Page 21
Út yfir gröf og dauða 21 ná ágætu sambandi við nokkrar bekkjarsystur sínar og í sögulok er Ijóst að hún hefur eignast góðar og traustar framtíðarvinkonur. „Hnén gáfu sig undan mér og ég hnipraði mig saman á kaldri jörðinni. „Eyja, hvað er að? Ertu veik? Það eru allir að leita að þér! Mamma þín hringdi í mig áðan." Ég þekkti rödd Sóleyjar Bjarkar. Hún laut niður að mér og greip í handlegginn á mér. Þegar ég loksins þorði að líta upp sá ég að hún var ekki ein. Anna, Ása, Hrönn og Heiðveig horfðu allar áhyggjufullar á mig. „Ég verð að komast heim," tókst mér að stynja upp. Og þær hjálpuðu mér á fætur og fylgdu mér út úrgarðinum." (bls. 145-146). Þar sem Eyja er nútímasögupersóna og býr við veruleika sem lesendur kannast við freistast áreiðanlega margir þeirra til að spegla sig í henni. Eins og fram hefur komið er hún að ýmsu leyti einstök stúlka en þó vildu áreiðanlega margir vera í sömu sporum og hún t.d. hvað varðar samskiptin við foreldrana. Hún er heilsteypt, sjálfstæð og svo hugrökk að hún vílar ekki fyrir sér að stofna lífi sínu í hættu til að bægja ógninni frá þeim sem henni þykir vænt um. Þegar upp er staðið er það kannski ekki „spennandi draugasaga" sem er lesandanum efst í huga að loknum lestri Garðsins heldur máttur kærleikans sem stundum nær út yfir gröf og dauða. Höfundur vinnur við textagerð og prófarkalestur

x

Börn og menning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.