Börn og menning - 01.04.2009, Síða 22

Börn og menning - 01.04.2009, Síða 22
22 Börn og menning Á vordögum 2008 blésu lúðrar Sinfóníuhljómsveitar íslands til tónleika til heiðurs nýjum meðlimi í lukkudýraríkinu: tónelsku músinni Maxímúsi Músíkúsi. Samfara því kom út bók um ævintýri þessa afkvæmis Hallfriðar Ólafsdóttur, flautuleikara í Sinfóníuhljómsveitinni, ríkulega myndskreytt af Þórarni Má Baldurssyni víóluleikara, og leynir sér ekki að þarna er á ferð innanbúðarfólk með einlæga löngun til að vekja áhuga yngstu hlustendanna á sígildri tónlist og þeim hljóðfærum sem hún er leikin á. Einnig fylgir geisladiskur þar sem ævintýrið um hann Maxímús er lesið, lagið hans leikið og tónlistin á tónleikunum flutt: Hátíðargjall fyrir hinn almenna borgara (e. Fanfare for the Common Man) eftir Aaron Copland, Bóleró eftir Maurice Ravel og Á Sprengisandi eftir Sigvalda Kaldalóns I útsetningu Páls P. Pálssonar. Mús í tónlistarhöll Maxímús Músíkús er lítil mús sem hrekst eina frostkalda vetrarnótt inn í tónlistarhús (að manni sýnist hið tragíska Ráðstefnu- og tónlistarhús sem varla er þorandi lengur að vona að rísi við Reykjavíkurhöfn) þar sem hún rumskar morguninn eftir við upphaf hljómsveitaræfingar. Hljóðfæraleikararnir tínast inn einn af öðrum, taka upp hljóðfærin sín, stilla þau og liðka sig. Hann fær innsýn í eðlisfræði hljóðfæranna: Hvernig tónninn í fiðlunum hækkar og lækkar eftir því sem strekkt eða slakað er á strengjunum, hvernig titringur í þunnum spýtum myndar tón tréblásturshljóðfæranna og hvernig tónninn í básúnunni dýpkar þegar sleðinn er dreginn út. Einnig kynnist hann líffræði málmblásturshljóðfæranna betur en góðu hófi gegnir þegar hann fær yfir sig væna spýju af vatni úr frönsku horni. Þegar æfingu lýkur sofnar Maxímús aftur og vaknar þegar tónleikarnir hefjast. Að þeim loknum leggur hann sig enn einu sinni og bíður spenntur í bókarlok eftir því hvaða ævintýri muni taka við að morgni. Margir möguleikar Hægt er að njóta sögunnar um hann Maxa á ýmsa lund: Með lestri fyrir börnin, með því að hlusta á diskinn, hægt er að skoða myndirnar í bókinni meðan sagan er lesin af diski, eða jafnvel hlusta á Bóleróinn af diskinum meðan einhver fullorðinn les upplifun músíkmúsarinnar á meðan. Þetta síðasta krefst samt dálítillar forvinnu og íhugunar þess sem les til að samhæfa lestur og geisladisk. Ég prófaði fyrst að renna blint í sjóinn með það og það endaði í tómri vitleysu - ég varð óviss með það hvort að hljóðfærin sem væru með sólóið væru þau sömu og sagði á sama stað í bókinni, ég fór að flakka fram og til baka, hinkra við og hlaupa áfram og það endaði með því að krakkarnir gáfust upp á vitleysunni f pabba sínum og fóru bara að horfa á sjónvarpið. Meginpartur sögunnar hverfist um verkið Bóleró eftir Maurice Ravel - þetta fræga og geðþekka verk myndar hryggjarsúluna í bók og diski. Ég hafði aldrei íhugað þetta verk út frá möguleikum þess til að kynna hljóðfærin í sinfóníuhljómsveit, en þegar maður hefur heyrt það og séð eins og það er gert í Maxímúsi Músíkúsi er varla hægt annað en að furða sig á að enginn skuli hafa látið sér detta þetta í hug áður. Það, hvernig byrjað er á einfaldri og ofurveikri sneriltrommu, plokkuðum strengjaundirleik og flautusólói sem sífellt er svo byggt ofan á með fleiri og fleiri hljóðfærum,

x

Börn og menning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.