Börn og menning - 01.04.2009, Page 23

Börn og menning - 01.04.2009, Page 23
Maxímús Músíkús heimsækir hljómsveitina 23 fer mjög eðlilega saman við það að kynna hljóðfærin til leiks jafnóðum: Svona hljómar þverflauta. Þetta er klarinett. Svona grætur fagottið. Hlustaðu á himnaslaghörpuna sem hljómar þarna undir. Verkið er yfir sextán mínúturað lengd en allan þann tíma sitja börnin dolfallin og bíða spennt eftir því hver spilar næst og hverníg það mun hljóma. Þar til reyndar í restina þegar öll hljómsveítin spilar af sívaxandi styrk og börnin biðja pabba sinn að lækka, þetta sé orðið of hátt. Skýrt markmið og vönduð vinna Eitt af uppáhaldsumræðuefnunum milli mín og konunnar minnar er það hversu mikið er til af lélegri tónlist fyrir börn. Hversu oft er eins og kastað sé til höndunum. Og ef börnín fá ekki að heyra neitt almennilegt, þá læra þau ekki að þekkja það. Það er greinilegt að Hallfríður Ólafsdóttir lagði upp með skýrt markmið þegar hún skapaði Maxímús Músíkús: Hana langaði til að kynna sinfóníuhljóðfærin og sígilda tónlist fyrir börnunum. Að leyfa þeím að heyra hversu falleg og skemmtileg hún getur verið, og hvernig hún verður til. Hættan er sú að í svona verkefni glatist áhugi barnshugans þegar upptalningar á hljóðfæranöfnum og útlístanir á eðliseiginleikum skyggja á söguna sjálfa. Það er augljóst að sagan af honum Maxímúsi er í raun ekki nema yfirskin til að kynna börnin fyrir klassískum hljóðheimi. En hún hrífur börnin með og heldur athygli þeirra til enda. Og sama má segja um geisladiskinn, þar sem Valur Freyr Einarsson leikari les á meðan sinfónían leikur undir. Og stillir og æfir. Þegar Maxímús Músíkús var fyrst kynntur til sögunnar vorið 2008 tóku íslensk börn honum fagnandi. Fullorðna fólkið hefur tekið honum afskaplega vel líka: á dögunum hlaut bókin til dæmis Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, í flokki barna- og unglingabóka. Síðustu fréttir herma að nú sé Maxímús lagstur í víking og stefni á landvinnínga í Færeyjum og Kóreu. Megi honum farnast hið allra besta. Höfundur er líffræðingur og býr í Grafarvogi

x

Börn og menning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.