Börn og menning - 01.04.2009, Page 27
Kardemommubærinn í Þjóðleikhúsinu
27
Ræningjarnir eru auðvitað aðalatriðið í
Kardemommubænum og þáttur þeirra er
einna best heppnaður í sýningunni. Örn
Árnason, Rúnar Freyr Gíslason og Kjartan
Guðjónsson fara með hlutverk ræningjanna
hér og skila sínu ágætlega, sérstaklega
var Kjartan Guðjónsson skemmtilegur
í hlutverki Jónatans, eitthvað svo innílega
uppburðarlítill og brjóstumkennanlegur. Það
stendur nefnilega ekki mikil ógn af þessum
ræningjum, þeir eru óttalega Ijúfir og það má
kannski segja að það sé ákveðin mótsögn í
þessum viðkunnanlegu glæpamönnum. Það
má hinsvegar telja þeim til tekna að þeir
bregðast Ijúfmannlega við handtöku sinni og
taka heiðarleikanum opnum örmum.
Stífleiki og stundum kitl
í heildina er sýningin hinsvegar nokkuð stíf.
Eins og fram hefur komið vantar ekkert upp á
litagleðina og ævintýrabraginn en hinsvegar
var fyrri hluti sýningarinnar eins og röð af
skemmtiatriðum, þar sem vantaði einhvern
veginnsamhengi. Þarkemurauðvitaðtil verkið
sjálft en einnig var eitthvað í þessari sýningu
sem minnti hressilega á barnaafþreyingarefni
sem er afar vínsælt um þessar mundir og
við sjáum til dæmis þáttum á borð við
Söngvaborg og að vissu leyti hjá Skoppu
og Skritlu þar sem söng- og dansatriði,
gjarnan með börnum í aðalhlutverkum,
eru borin fram. Það er einhver gríðarleg
sýningarmeðvitund í þessu efni, allir eru
í miklum stellingum og meðvitaðir um
gjörninginn. Þetta var nokkuð áberandi hér,
of margir einhvern veginn stífbrosandi í
skemmtiatriðagírnum. Þetta hlýtur að skrifast
á leikstjóra sem leggur línurnar hvað þetta
varðar. Það vantaði oft og tíðum einhvern
innileik í það sem var að gerast á sviðinu,
það er að segja þar til að kom að atriðum
ræningjanna sem bættu þennan skort býsna
vel upp. Einnig ber að minnast á ágæta
frammistöðu Eddu Bjargar Eyjólfsdóttur í
hlutverki Soffíu frænku en henni tókst að
verða alveg óborganlega kellingarleg og
yfirlætisfull. Baldur Trausti Hreinsson var
vægast sagt ráðalaus ráðamaður í hlutverki
Bastíans bæjarfógeta, ekki veit ég hvort það
var með ráðum gert að notast við hárgreiðslu
fyrrverandi seðlabankastjóra nokkurs og
líkamsburð forseta vandræðalýðveldis norður
í ballarhafi en mér fannst það að minnsta
kosti fyndið. Einnig ber að minnast á Friðrik
Friðriksson sem fór með hlutverk bakarans af
miklum innileik.
Það er þannig ýmislegt ágætlega unnið í
þessari sýningu en oftfannst mérvanta frekari
blæbrigði, til dæmis vantaði allan háska og
skelfingu í það þegar eldur kemur upp í turni
Tóbíasar, það rétt flöktir á appelsínugulu Ijósi
og engin leið að sjá að veruleg hætta sé á
ferð. Það vantar stundum meiri snerpu til að
kveikja í áhorfendum, skelfingin þarf ekki
að víkja alfarið fyrir gleðinni. En sýningin er
áferðarfalleg og fínasta sjóv á köflum, hún
gleður augað og kitlar eyrað.
Höfundur er bókmenntafræðingur og
leiklistargagnrýnandi