Börn og menning - 01.04.2009, Page 34

Börn og menning - 01.04.2009, Page 34
34 Börn og menning Kristín Ragna Gunnarsdóttir hlaut Dimmalimm-verðlaunin Kristín Ragna Gunnarsdóttir, myndlistarkona, hlaut í janúar Dimmalimm - íslensku myndskreytiverðlaunin 2008 fyrir Örlög guðanna - Sögur úr norrænni goðafræði, sem hún er höfundur að ásamt Ingunni Ásdísardóttur. Aðalsteinn Ingólfsson var formaður dómnefndar en auk hans voru í nefndinni Kalman le Sage de Fontenay graffskur hönnuður, sem var fulltrúi Myndstefs og Nanna Kristín Magnúsdóttir, leikkona, sem var fulltrúi útgefenda. í rökstuðningi dómnefndar kom fram að lögð var áhersla á að myndirnar væru ekki einskær endurspeglun textans, heldur ykju þær við hann og gerðu hann innihaldsríkari og væru jafnvel lífvænlegar utan bóka. Myndskreytingar Kristínar Rögnu í Örlögum guðanna þóttu sannarlega uppfylla áðurnefnd skilyrði. Kristín Ragna beítir flestum þeim brögðum sem fyrirfinnast í sýnisbók nútímamyndskreytinga; vatnslitatækni, klippimyndatækni og skopmyndatækni, hún notar allra handa grafísk þrykk og ótal leturgerðir, alls konar skriftækni frá veggjakroti til skrautskriftar og vísar auk þess í helstu stílbrögð listasögunnar af allt að því póstmódernískri uppáfinningarsemi. Myndskreytingarnar haldast í hendur við texta bókarinnar, efla hann og gæða hann ævintýralegum Ijóma. í síðasta hefti Barna og menningar birtist umfjöllun eftir Ernu Erlingsdóttur um Örlög guðanna, en Erna hrósar verkinu mjög, og þess má einnig geta að bókin var líka tilnefnd til (slensku bókmenntaverðlaunanna árið 2008. á

x

Börn og menning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.