Börn og menning - 01.04.2011, Síða 7

Börn og menning - 01.04.2011, Síða 7
Seint í nóvember 7 Seint í nóvember er síðust í röðinni í bókaflokki Tove Jansson um íbúana í Múmíndal. Bækurnar eru niu, ein saga í styttri kantinum, sjö skáldsögur og eitt smásagnasafn, og komu útá aldarfjórðungs tímabili, þ.e. árin 1945-1970.1 Kringum 1970 voru fimm af skáldsögunum svo gefnar út á íslensku í þýðingu Steinunnar Briem. Hérlendis voru þær gefnar út í brenglaðri röð, t.d. var Halastjarnan fjórða bókin sem gefin var út á íslensku þótt hún sé í raun sú fyrsta af skáldsögunum. Af þessum sökum virðast persónur stundum kynntar til sögunnar á undarlegum stað i bókaflokknum á íslensku og þróunin milli bókanna, þar sem sálfræðilegi þátturinn fær sífellt meira vægi, fer líka að einhverju leyti forgörðum. Arið 1998 var smásagnasafnið Ósýnilega barnið og aðrar sögur svo gefið út á islensku í þýðingu Guðrúnar Jarþrúðar Baldvinsdóttur. Það er nokkuð ólíkt hinum bókunum, t.d. er þar einkum greint frá eukapersónum úr hinum bókunum. Þær þrjár bækur sem aldrei hafa verið þýddar (fyrsta, fjórða og síðasta bókin í flokknum) skera sig einnig úr en þær eru Þó áhugaverður hluti af heildarmyndinni og ástæða til að beina sjónum að þeim. Þrjár óþýddar bækur Fyrsta múmínbókin er eins konar upptaktur að bókaflokknum. Tove Jansson mun sjálf hafa verið óánægð með bókina og leyfði lengi vel ekki að hún væri endurútgefin, þannig að sennilega er ekki furða að hún hafi ekki verið þýdd á íslensku. Þetta er stutt saga, Smétrollen och den stora översvámningen (Álfarnir og flóðið mikla) og þar segir frá ferðalagi múmínmömmu og múmínsnáðans í leit að múmínpabba.1 2 Hann finnst á endanum og þau setjast að í Múmíndal. Dalurinn verður síðan grunnurinn að sögusviði hinna bókanna þar sem ævintýralegir - og stundum ógnvænlegir - atburðir gerast. ( miðjum bókaflokknum er önnur bók sem ekki hefur komið út á íslensku. Hún er í þykjustunni höfundarverk múmínpabba og hét Muminpappans bravader (Hetjudáðir múmínpabba) þegar hún var fyrst gefin út árið 1950 en þessar raupsögur voru síðar gefnar út endurunnar árið 1968 undir heitinu Muminpappans memoarer (Minningar múmínpabba). Bókin er töluvert írónísk því múmínpabbi er fremur sjálfhælinn og hefur tilhneigingu til að skreyta frásögnina en glöggir lesendur sjá auðveldlega í gegnum hann. Kannski hefur þessi íróníska sýn samt þótt líkleg til að þvælast fyrir fslenskum börnum og raupsögur miðaldra karlmanns ekki þótt líklegar til að vekja áhuga þeirra. 1 Múmínheimurinn birtist einnig i nokkrum öðrum verkum Tove Jansson; hún gerði sjálf nokkrar stuttar myndabækur á sama grunni og að auki myndasögur fyrir enska blaðið Evening News. Ýmsir aðrir hafa síðan endurunnið sögurnar og persónurnar margvislega. 2 Þórdís Gisladóttir segir m.a. frá bókinni I greininni „Hamingja og hamfarir I Múmindal og nágrenni" sem birtist i Börnum og menningu vorið 2010 og hefur einnig birst á vefsiðunni Druslubækur og doðrantar: http://bokvit.blogspot.com/2010/07/ hamfarir-i-mumindal-og-nagrenni.html. Aftur á móti var Eyjan hans múmínpabba þýdd en í þeirri bók er þunglyndi þessa sama miðaldra karlmanns grunnurinn að frásögninni. Múmínpabbi heldur nefnilega að tilbreyting geti unnið bug á þunglyndinu og dregur fjölskylduna með sér í ferð sem bókin fjallar svo um. Eyjan hans múmínpabba er næstsíðasta

x

Börn og menning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.