Börn og menning - 01.04.2011, Page 9
Seint í nóvember
9
tagi sem endurspegla sálarástandið kemur
ítrekað fyrir í textanum. En þunglyndið
er ekki síður áberandi í myndunum.
Stundum eru persónur t.d. sýndar í
skuggalegum skógi þar sem þær eru smáar
í samanburði við umhverfið. Reyndar er
ekki óalgengt í bókunum að persónurnar
séu teiknaðar agnarlitlar í náttúrunni, það
er t.d. gert / Halastjörnunni. Þar tengist það
hamfaraþemanu sem kemur ítrekað fyrir í
bókunum,3 * 5 6 7 því náttúran er yfirþyrmandi og
persónurnar mega sín lltils í samanburðinum.
En í Seint í nóvember er samhengið annað
og athyglisvert atríði í fjölmörgum af hinum
myndunum í þessari bók er líka ólíkt fyrri'
bókunum. Það er nefnilega afar algengt
að ekki sjáist framan í persónurnar í Seint
i nóvember. Stundum er horft aftan á þær
og á sumum myndunum eru þær kýttar í
herðunum, jafnvel alveg í hnipri. Á einni
myndinni liggur hemúllinn t.d. uppi í rúmi
með vandlega breitt yfir sig. Þegar eldri
bókunum er flett sést næstum alltaf framan
í persónurnar.
Þrátt fyrir allt þetta er bókin í heild ekki
algjör eymd og volæði. Þvert á móti þróast
sagan þannig að samvera persónanna í
múmínhúsinu hjálpar þeim að takast á við
angistina. Félagsskapurinn gerir þeim gott,
fillífjonkan tekur t.d. gleði sína og fer að
stunda munnhörpuleik; himinninn sem var
skýjaður framan af bókinni fyllist af stjörnum.
Þegar persónurnar hafa jafnað sig tínast þær
3 „Skogen var tung av regn og traden alldeles orörliga.
Allting hade vissnat och dött..." (Tove Jansson: Sent i
november. Helsinki, 3. útg. 1971, bls. 21.)
„Den vackra sommerbilden av södra gastrummet
hade försvunnit, nu ség han bara trappan som gick
upp till en mörk vindsvéning med tomma rum. “ (Sent
i november, bls. 37.)
5 „Sandbottnen under bryggan var tackt av en brun
massa som vaggade helt sakta efter havets rörelser,
det var téng som stormen hade slitit sönder." (Sent i
november, bls. 67-68.)
6 „De ség aldrig solen gé ner men de ség den
gula solnedgéngshimlen och bergens skarpa kontur
runtom, de levde som nere i en brunn." (Sent i
november, bls. 101.)
1 Sbr. Þórdisi Gisladóttur: „Hamingja og hamfarir i
Múmindal og nágrenni."
ein af annarri aftur til síns heima. í bókarlok
sést bátur múmínfjölskyldunnar síðan úti
við sjóndeildarhringinn og virðist vera á
heimleið. Fjarveran reyndist því ekki varanleg
og þótt þunglyndið í bókaflokknum hafi rist
allra dýpst í þessari síðustu bók einkennist
niðurlagið þrátt fyrir allt af eftirvæntingu
og von.
Höfundur er íslenskufræðingur
Múmínbækurnar
• Smétrollen och den stora översvamningen
(1945).
• Kometjakten (1946). Breytt gerð 1968:
Kometen kommer. Islensk þýðing: Halastjarnan
(1971).
• Trollkarlens hatt (1948). Islensk þýðing:
Pipuhattur galdrakarlsins (1968).
• Muminpappans bravader (1950). Breytt gerð
1968: Muminpappans memoarer.
• Farlig midsommar (1954). Islensk þýðing:
Örlaganóttin (1970).
• Trollvinter (1957). Islensk þýðing: Vetrarundur i
Múmindal (1969).
• Det osynliga barnet (1962). Smásagnasafn.
fslensk þýðing: Ósýnilega barnið og aðrar sögur
(1998).
• Pappan och havet (1965). Islensk þýðing: Eyjan
hans Múminpabba (1972).
• Sent i november (1970).